Skírnir - 01.01.1985, Side 351
SKÍRNIR
RITDÓMAR
283
mujer, que sé que están en Argel . . .“. Mæðgurnar eru báðar staddar í Al-
geirsborg en þýðingin gefur í skyn að dóttirin sé fangi í Valensíu þótt hún sé
jafnframt stödd í Serklandi.
Loks segir Sansjó don Kíkóta frá því í II. kafla seinni hlutans að skrifuð hafi
verið um þá bók undir nafninu Hugvitssami höfðinginn don Kíkóti frá
Mancha: „ . . . el autor de la historia se llama Cide Hamete Berenjena!"
(leturbr. mín). Auðvitað fer Sansjó rangt með nafnið, „berenjena“ merkir
eggaldin og er fremur óvirðulegt nafn á rithöfundi. Enda segir don Kíkóti:
„Sansjó, þú ferð eflaust rangt með nafnið, á arabísku merkir orðið þíd herra.“
En Sansjó fer alls ekki rangt með nafnið í íslensku þýðingunni: „Samson Kar-
rasko stúdent segir að söguhöfundurinn heiti í>íd Hamete Benengelí!"1
Að lokum nefni ég eina dálítið forvitnilega þýðingarvillu, því að hún sýnir
að „smávillur“ geta skipt sköpum fyrir túlkun á verki. Villan er sennilega lítils-
gild fyrir aðra en lesendur sögunnar „Pierre Menard, autor del Quijote“
(P.M., höfundur don Kíkóta) eftir Borges. Þar segir frá frönskum rithöfundi
sem á fyrra helmingi 20. aldarinnar ásetti sér að skrifa don Kíkóta aftur, orð
fyrir orð, en án þess að hverfa þrjár aldir aftur í tímann og tileinka sér 17. aldar
hugsunarhátt. Honum entist ekki ævin til að skrifa nema örfáa kafla, hann
notar nákvæmlega sömu orðin og Cervantes, en þó segir Borges að gífurlegur
munur sé á texta 17. aldar höfundarins og þess sem var uppi á 20. öld. Svo
nefnir hann dæmi úr IX. kafla fyrri hlutans máli sínu til stuðnings. Cervantes
segir:
. . .la verdad, cuya madre es la historia (leturbr. mín), émula del tiem-
po, depósito de las acciones, testigo de lo pasado, ejemplo y aviso de
Io presente, advertencia de lo por venir.
í nokkuð bókstaflegri þýðingu merkja þessi orð:
. . .sannleikans, en móðir hans er sagnfræðin, keppinautur tímans,
sem varðveitir atburði, ber hinu liðna vitni og er fordæmi og heilræði
til nútímans, en komandi tímum viðvörun.
Samkvæmt Borges eru þessi orð 17. aldar höfundarins „orðskrúðug lof-
gjörð til sagnfræðinnar.“ Að svo búnu vitnar hann í texta Menards sem er ná-
kvæmlega eins og ofangreindur texti eftir Cervantes. En merkingin er önnur
og Borges segir:
Sagnfræðin, móðir sannleikans; þetta er furðuleg hugmynd. Menard,
samtíðarmaður Williams James, skilgreinir sagnfræðina ekki sem
rannsókn á veruleikanum heldur sem upphaf hans. Að hans mati er
sagnfræðileg staðreynd ekki það sem átti sér stað, heldur það sem við
álítum að átt hafi sér stað.