Skírnir - 01.01.1985, Page 353
SKÍRNIR
RITDÓMAR
285
17. aldar lesendur hafi séð annað en spaugilegu hliðina á don Kíkóta, jafnvel
er talið að mönnum hafi þótt hann fremur ógeðfelldur náungi. Á dögum
rómantíkurinnar breyttist viðhorf manna til hans og hann varð tragísk hetja.
Allar götur síðan hefur hann notið samúðar og jafnvel aðdáunar lesenda
sinna. Það þarf mikinn styrk til að vera hugsjón sinni trúr þegar blákaldur
raunveruleikinn minnir á sig í tíma og ótíma, og misheppnaðir hugsjónamenn
eru ekkert sérstaklega fágætir nú á dögum, don Kíkóti er ekki lengur einn.
Það gys sem Cervantes gerir að riddarasögum og lestri þeirra er ekki alveg
laust við að snerta aðrar taugar en hláturtaugarnar. Don Antonío segir við
Riddara hvíta tunglsins í Barcelona:
Guð fyrirgefi yður ógagnið sem þér hafið gert heiminum, með því að
vilja lækna skemmtilegasta geðsjúklinginn sem um getur!
Þó var þessi „skemmtilegi geðsjúklingur“ á góðri leið með að lækna sig
sjálfur. Krárnar voru hættar að vera kastalar og voru bara krár, og sjálfs-
traustið stóð höllum fæti. í draumi (undirmeðvitund) don Kíkóta í
Montesínoshelli er hinn ofurmannlegi kappi Montesínos orðinn hrörlegur
öldungur með risastórt talnaband, Dúrandarte dregur í efa að hinn víðfrægi
don Kíkóti geti nokkuð liðsinnt honum, og hin óviðjafnanlega Dúlsínea frá
Toboso slær riddarann um lán og stekkur heljarstökk. Og þegar hann siglir
upp Ebrofljót, í tilraun til að endurvekja gömlu góðu ævintýrin úr fyrri hlutan-
um, en tekst illa til (þó ekkert verr en oft áður) segir hann: „Mér er öllum
lokið.“ Svo vaknar hann til andlegrar heilbrigði og sér hver hann er í raun og
veru, og þá er ekki um annað að ræða en að láta „krumlur hryggðarinnar kála
sér.“ Hugsjónamaðurinn deyr þegar hann viðkennir fánýti hugsjóna sinna.
„Krumlur hryggðarinnar“ bera þó ekki einar ábyrgð á dauða don Kíkóta.
Föður hans, Þíde Hamete Benegelí, er ekkert um að hann lifi lengur. Fals-
höfundar á borð við Avellaneda gætu nefnilega freistast til „að skrifa með
strútsfjöður grófa og illa dregna mynd af afrekum hugrakka riddarans míns."
Þessi Þíde Hamete er valdamikill og dularfullur. Hann er arabískur sagna-
ritari, „spakur seiðmaður“ og ósannsögull eins og hann á kyn til. Jafnframt er
hann „fróðleiksfús sagnfræðingur" og nákvæmur í allri frásögn. Hin „sann-
sögulega riddarasaga“ er kannski login og lítið um sagnfræðilegan sannleik á
síðum hennar. En þótt við séum vöruð við að taka hana allt of bókstaflega, er
hún miklu sannari en riddarasögurnar sem hæðst er að, og hún er sannari en
Don Kíkóti hans Avellaneda.
Svo gerist það í seinni hlutanum að fram koma á sjónarsviðið persónur sem
hafa lesið fyrri hlutann og reyndar var sjálfur Cervantes persóna í fyrri
hlutanum sem önnur persóna, rakarinn, þekkti vel: „hann ratar á auðveldari
hátt í ógæfu en á réttu rímorðin." Og þegar don Kíkóti ræðir við kanúkann í
seinni hlutanum renna allir saman í eitt, sannsögulegir kappar og uppdiktaðir.
Kannski nrunurinn sé minni en okkur grunar ádauðum manneskjum ogskáld-
sagnapersónum og álitamál hvor er „raunveruiegri" fyrir okkur, Cervantes