Skírnir - 01.01.1985, Síða 356
288
JÓN HILMAR JÓNSSON
SKÍRNIR
Það kom í hlut Jóhanns að móta endanlega gerð orðabókarinnar og leggja síð-
ustu hönd á orðaskýringar allt til þess er hann féll frá síðla árs 1983. Eftir frá-
fall Jóhanns tók Jóhannes Þorsteinsson við verkstjórn, en Kristján Karlsson
tók að sér að vera til ráðuneytis um vandasamar orðaskýringar. Auk
kunnáttumanna í málfræði og ensku voru þegar á leið kvaddir til sérfræðingar
á ýmsum sérsviðum til að fara yfir orðaforða sinna greina og meta þýðingar á
einstökum orðum. Aftan við titilsíðu er getið um þá sem unnu að gerð orða-
bókarinnar. Þar kemur fram að rösklega 50 manns hafa unnið við bókina um
lengri eða skemmri tíma auk þeirra sem veittu aðstoð og voru til ráðuneytis
um orðaforða einstakra sérsviða, en þeir eru nálægt 40 talsins. Það er því ljóst
að kostað hefur verið kapps um að gera orðabókina sem best úr garði og hafa
hana sem traustasta í hvívetna.
EÍO er mikil að vöxtum, 1241 bls. þrídálka. Að ytri búningi er hún mjög
sniðin eftir þeirri bandarísku orðabók sem hún er sprottin af. Stærðin er
áþekk, bæði að því er varðar brot og blaðsíðufjölda, og röðun og allt fyrir-
komulag orðbálkanna er með sama hætti, notkun leturgerða o. s. frv. Að
mörgu leyti fer vel á þessu þar sem útlitseinkenni og snið bandarísku orða-
bókarinnar eru í ýmsu til fyrirmyndar. Dálkabreidd er hæfileg, orðbálkarnir
greinast vel í sundur, skarpur leturmunur er á uppflettimyndum, skýringum
og notkunardæmum, og auðvelt er að átta sig á töluliðun innan orðbálkanna.
í þessu efni skarar EÍO langt fram úr öðrum íslenskum orðabókum og verður
vonandi hvetjandi eftirdæmi í framtíðinni. Sumt í efnisskipan er reyndar ný-
stárlegt miðað við íslenskar orðabækur, sérstaklega sú tilhögun að gera tví- og
jafnvel fleiryrt orðasambönd sem tákna fast hugtak að sjálfstæðum uppfletti-
myndum með eigin orðbálk þar sem síðari liðir hafa fullt gildi með tilliti til
stafrófsröðunar. Svo að dæmi sé tekið mynda eftirfarandi uppflettimyndir
samfellda röð: board, boarder, boardfoot, boarding, boardinghouse, board-
ing school, board measure, board of health, board of trade, boardwalk. Þessi
háttur tíðkast mjög í breskum og bandarískum orðabókum og hefur ekki síst
þann kost að létta á hinum stærri orðbálkum svo að lýsing þeirra kemst betur
til skila, og líklegt er að það sé notandanum í hag að ætla föstum hugtökum að
nokkru sjálfstætt gildi á kostnað reglunnar um röðun eftir samfelldri, órofinni
ritmynd. Þá er athyglisvert hvernig stafrófsröðinni er beitt á orðasambönd
innan stórra orðbálka og þau tekin út fyrir bálkkjarnann og töluliðun hans. í
orðbálki no. hand eru u. þ. b. 40 orðasambönd sett aftur fyrir bálkkjarnann og
þeim raðað eftir upphafsorði orðasambandsins hver sem orðflokkurinn er.
Röðin verðurþá: atfirsthand, athand, atsecondhand, atthehandof, byhand,
change hands o. s. frv. Þegar um sagnir er að ræða er sami háttur hafður á, en
þar sker fylgiorð sagnarinnar yfirleitt úr um röðun þar sem sögnin er að jafnaði
fremsta orð orðasambandsins. Til fylgiorða sagna teljast ekki aðeins forsetn-
ingar og atviksorð eins og títt er í orðabókum, heldur einnig orð af öðrum
orðflokkum ef því er að skipta. Þannig koma m. a. fram eftirfarandi undir-
bálkar við so. take í þessari röð: be taken aback, be taken with, take after, take