Skírnir - 01.01.1985, Page 357
SKlRNIR
RITDÓMAR
289
along, take back, take down, takefive, take heart, take in o. s. frv. Þetta fyrir-
komulag gerir notendum auðveldara fyrir að finna það orðasamband sem
leitað er skýringa á hverju sinni. Hins vegar sundrar það hinni merkingarlegu
flokkun sem ræður efnisskipan bálkkjarnans svo að erfitt getur orðið að fá
fulla yfirsýn yfir merkingu orðanna, einstök merkingarafbrigði og innbyrðis
afstöðu þeirra. Fleiri þætti þiggur EÍO í arf sem eru notanda til sérstaks hag-
ræðis. Komið er fyrir sérstöku millitákni í hverju uppflettiorði á þeim stöðum
þar sem heimilt er að skipta orðinu milli lína. Slíkar ábendingar eru orðnar al-
siða í enskum orðabókum og raunar víðar og eru vitaskuld afar gagnlegar.
Mikil þörf væri á að sýna línuskiptingarskil í orðabókum með íslenskum upp-
flettiorðum og verður vonandi hugað að því áður en næst verður samin íslensk
orðabók. Þar yrði að vísu um vandasamara verk að ræða en sýnast kann í
fljótu bragði þar sem reglur um þetta atriði í íslensku eru óskýrari en svo að
þær dugi án frekari útfærslu. 1 annan stað er framburður orða sýndur með
hljóðritun aftan við uppflettiorðið og í hverri opnu bókarinnar höfð yfirlits-
tafla um gildi hljóðritunartáknanna. Þannig er notandi ekki háður því að leita
út fyrir opnuna til að glöggva sig á framburði orðsins sem hann er að athuga.
Fremst og aftast í bókinni er svo birtur hljóðritunarlykill með ítarlegri
skýringum.
Það liggur vitaskuld ekki beint við að umbreyta ensk-enskri orðabók í ensk-
íslenska orðabók. Þar kemur einkum til sá eðlismunur sem er á svokölluðum
„monolingual“ orðabókum, þar sem uppflettiorð og skýringar eru á einu og
sama máli (skýringaorðabækur), og „bilingual“ orðabókum, þar sem uppfletti-
orðin eru þýdd á annað tungumál (þýðingaorðabækur). Skýringaorðabækur
eru samdar fyrir þá sem hafa verulegt vald á máli orðabókarinnar, raunar fyrst
og fremst fyrir þá sem hafa það að móðurmáli. Slíkir notendur eru ekki að
leita þess einfalda og auðsæja, heldur beinist athygli þeirra fremur að ýmsum
séreinkennum orðanna. Allar skýringar og umsagnir verða því að vera ná-
kvæmar og markvissar og hæfa þekkingarstigi og forsendum notandans. Þýð-
ingaorðabækur einkennast hins vegar af því að reynt er að greina merkingar-
hliðstæður tveggja tungumála, sýna hvernig best fer á að þýða merkingu orða
og orðasambanda úr einu tungumáli á annað. Stundum eru þeir þá ekki einir
hafðir í huga sem betur valda málinu sem þýtt er á en brestur vitneskju um
uppflettiorðin, heldur einnig þeir sem valda málinu sem þýtt er úr en sækjast
eftir vitneskju um það hvaða hliðstæður þýðingarmálið hefur við uppflettiorð-
in. Til þess að þeir síðarnefndu hafi umtalsverð not af slíkri orðabók verður
að greina orðaforða þýðingarmálsins með tilliti til málfræði- og stíleinkenna
og gera að einhverju marki heildargrein fyrir málkerfi tungumálsins sem I hlut
á. Reynslan bendir til þess að erfitt sé að sinna þörfum beggja þessara
notendahópa í einni orðabók, og sé ætlunin að kynna sem best orðaforða upp-
flettimálsins fyrir þeim sem hafa þýðingarmálið að móðurmáli eða valda því
betur gefist takmarkað svigrúm til að sinna þeim sem hafa annars konar not í
huga.