Skírnir - 01.01.1985, Page 358
290
JÓN HILMAR JÓNSSON
SKlRNIR
Ekki fer á milli mála að í EÍO hvílir öll áherslan á uppflettimálinu í þágu
þeirra sem hafa þýðingarmálið að móðurmáli, þ. e. á því hvernig hugtaka-
heimi og tjáningarvenjum enskrar tungu verði best komið til skila á íslensku.
Að þessu leyti kemur uppruni orðabókarinnar skýrt fram. Þá er óhætt að segja
að EÍO njóti þess að sækja fyrirmynd sína til enskrar skýringaorðabókar að
því leyti að uppflettiorðaforðinn og tilhögun orðbálkanna er í meginatriðum
frágengið fyrirfram svo að þeim mun meiri tími gefst til að vanda til þýðinga-
hlutans og koma öllu hinu fjölþætta skýringaefni til skila á íslensku. Þessi að-
ferð við gerð bókarinnar hæfir vel þeim aðstæðum sem íslenskt málsamfélag
býr við og drepið var á í upphafi, þar sem kröfur um þekkingu á ensku og ekki
síður um að búa margs konar enskt efni í hendur íslendingum á eðlilegri ís-
lensku fara vaxandi. Eðlilegt er að minni áhersla sé lögð á ýmsa þætti sem lúta
að ensku málkerfi í heild eða innra samhengi ensks orðaforða, enda er þeim
sérstaklega sinnt í skólakennslu og í alenskum orðabókum sem mönnum er
kennt að nota við enskunám. í EÍO tekst sériega vel að sameina einkenni
þeirra tveggja orðabókargerða sem hér voru nefndar. Einkenni skýringa-
orðabókar koma fram í því að yfirleitt er ekki látið nægja að þýða enskt heiti
með íslensku þegar vísun hugtaksins liggur notendum ekki í augum uppi,
heldur er lögð áhersla á að leiða mönnum merkingu orðsins fyrir sjónir með
íslenskri skýringu.
Sumt af því sem EIO þiggur frá sinni bandarísku fyrirmynd hefur minna
gildi og er jafnvel íþyngjandi fyrir verkið í heild. Scott, Foresman Advanced
Dictionary er sérstaklega ætluð bandarískum framhaldsskólanemum og gætir
sýnilega tilhneigingar til að svala margvíslegri forvitni fróðleiksfúsra unglinga.
Val á myndefni í bókina mótast mjög af þessu. Allmörgum teikningum, upp-
dráttum og töflum er komið fyrir á víð og dreif svo að á flestum opnum er ein
mynd eða fleiri til stuðnings orðum sem þar er verið að skýra. í EÍO helst allt
þetta myndefni nánast óbreytt. Teikningarnar sýna fjöldamargt, m. a. ýmiss
konar dýr, klæðnað, verkfæri og farartæki. Eins og eðlilegt er verður margt af
þessu harla framandlegt í augum íslenskra lesenda og annað er of kunnuglegt
til þess að það hafi sérstakt gildi. Islenskum notendum hefði komið betur að
fá fleiri myndir og teikningar tengdar hinum algengari orðum, gjarna yfirlits-
myndir sem auðvelduðu mönnum að afmarka einstök heiti sem hluta af sam-
settri heild.
Eitt af helstu einkennum EÍO er hversu mikið fer þar fyrir alfræðilegu efni,
enda er sérstaklega á það bent í heiti bókarinnar, Ensk-íslensk orðabók með
alfrœðilegu ívafi. Hér vísar hin bandaríska fyrirmynd veginn, og að stofni til
er hið alfræðilega efni þaðan fengið. Að þessu leyti er fylgt sömu stefnu og í
SFAD og í ýmsum öðrum bandarískum orðabókum þar sem töluvert er sveigt
inn á braut alfræðiorðabóka. Engin hefð er fyrir því að gera skil alfræðilegu
efni í íslenskum orðabókum svo að hér er um nýmæli að ræða. Hin alfræðilegu
uppflettiorð eru margs konar og lúta að ýmsum sviðum, en meðal þess sem
mest ber á eru nöfn framámanna á sviði stjórnmála, vísinda og lista, heiti á
guðum og persónum úr klassískri goðafræði svo og landa-, borga- og héraða-