Skírnir - 01.01.1985, Síða 359
SKÍRNIR
RITDÓMAR
291
heiti. Sumt liggur nær hefðbundnu orðabókaefni, svo sem ýmis sérhæfð vís-
inda- og fræðihugtök, skammstafanir af ýmsu tagi og fleira. Þótt þorrinn af
þessu efni sé kominn úr SFAD er allmiklu aukið við og annað fellt brott sem
talið hefur verið eiga minna erindi til íslenskra lesenda. Hefur greinilega verið
lögð áhersla á að hafa alfræðilega þáttinn ekki umfangsminni né óvandaðri í
EÍO en í bandarísku orðabókinni og m.a. verið bætt við ýmsu sem sérstaklega
snertir Bretland. Allvíða hefur verið aukið við umsagnir bandarísku bókar-
innar til að auka alfræðilegt gildi uppflettiorðanna og þær sveigðar meira að
hæfi íslenskra lesenda. Svo að dæmi sé nefnt um þetta fær tónskáldið Beet-
hoven eftirfarandi umsögn: „1770-1827, þýskt tónskáld, eitt af stórmennum
tónlistarinnar; dvaldi í Vínarborg frá 1792; lagði mikið af mörkum til þróunar
sinfóníunnar og annarra tónlistarforma; heyrnarlaus á síðari æviárum en vann
að tónsmíðum til dauðadags". Hér er stórlega aukið við umsögnina um Beet-
hoven í SFAD: „1770-1827, German composer". Annað dæmi er umsögnin
um heimspekinginn Bentham. í SFAD stendur: „1748-1832, English philo-
sopher and political scientist“. í EÍO er vikið að heimspekistefnu Benthams:
„1748-1832, enskur heimspekingur, frumkvöðull nytsemisstefnunnar og
þeirrar þjóðfélagshugsjónar að skapa sem mesta hamingju fyrir sem flesta ein-
staklinga". Þá er bætt við uppflettiorðum alfræðilegs efnis sem ekki er að finna
í SFAD, ekki síst ýmsu sem nú er ofarlega á baugi. Dæmi um það er Shiite
(„sj íti, múslim af annarri af tveim aðaldeildum islams. Sj ítar líta á AIi, tengda-
son Múhameðs, sem lögmætan eftirmann spámannsins.“) og AIDS („skamm-
stöfun á Acquired Immunodeficiency Syndrome, áunnin ónæmisbæklun; sjúk-
dómur sem talinn er smitandi og veldur því að ónæmisvarnir líkamans bregð-
ast svo að hann á erfitt með að verjast sýkingum á eðlilegan hátt; . . .“). En
þótt vel sé vandað til þessa þáttar og eitt og annað af hinu alfræðilega efni sé
fróðlegt og upplýsandi er ekki þar með sagt að það sé ensk-íslenskri orðabók
til mikils framdráttar að veita slíku efni svo mikið rúm sem það fær í EÍO. Eins
og vonlegt er er margt af þessu efni fjarri hugsun og þekkingarheimi íslenskra
lesenda. Gallinn er svo ekki síður sá að umsagnir hljóta oftast nær að vera svo
knappar að lesandinn er iitlu nær en áður sé hann að gefnu tilefni að leita skýr-
inga og fróðleiks í bókinni. Hvað sem því líður er hér um örvandi nýmæli að
ræða í íslenskri orðabókagerð sem síðari orðabækur munu njóta góðs af. í því
felst einnig áminning um það hvílíkur menningarauki væri að íslenskri al-
fræðiorðabók þar sem fyrst og fremst væri tekið mið af því sem höfðar til ís-
lenskra lesenda.
Það kemur fram í formála EÍO og leynir sér ekki þegar bókin er skoðuð að
á ýmsum sérsviðum hefur miklu efni verið aukið við það sem SFAD hefur að
geyma. Sérstaklega á þetta við um ýmsar greinar raunvísinda, svo sem eðlis-
fræði, efnafræði, jarðfræði og líffræði, svo og læknis- og lyfjafræði, stærð-
fræði, tölvutækni og lögfræði. Það er ekki á færi annarra en sérfræðinga í
þessum greinum að meta hvernig til tekst að gera skil heitum þeirra og hugtök-
um. Þó blasir við að í þeim greinum sem rækilegast er sinnt er seilst miklu
lengra en til undirstöðuatriða svo að sum uppflettiorð er jafnvel ekki að finna