Skírnir - 01.01.1985, Page 361
SKÍRNIR
RITDÓMAR
293
ekki saman sundurleitum atriðum. Minna er þá hirt um vensl einstakra liða
svo að erfitt getur orðið að fá samfellda mynd af merkingu og notkun orðanna.
Það hefur einnig sín áhrif að ekki eru nærri allar skýringar studdar notkunar-
dæmum og oft eru notkunardæmi færri og knappari en ástæða væri til. Tölulið-
unin er höfð sem einföldust svo að aðeins kemur fram eitt stig undirflokkunar.
Þetta þýðir að í sumum orðbálkum eru aðalliðir feikimargir, eins og t. d. í so.
run þar sem þeir eru 45 í bálkkjarnanum auk orðasambanda sem á eftir koma.
Oftast nær er það merkingin sem ræður flokkuninni, en orðasambönd eru
einnig látin mynda sjálfstæða liði, og fyrir kemur að ólík merkingarafbrigði
eru felld undir sama aðallið ef hægt er að finna þeim annan samnefnara, sér-
staklega ef þau eiga sameiginlegt óformlegt stílgildi (auðkennt með óforml.,
sbr. formála bls. X). Vafalaust er þetta fyrirkomulag lesandanum í hag þegar
verið er að leita að einstökum atriðum. í þessu sambandi er þó rétt að nefna
eitt atriði sem orkar nokkurs tvímælis og er raunar sumpart tekið í arf úr
SFAD. Það er að tefla fram enskum orðum einum sér til skýringar svo að les-
andi sem ekki skilur enska skýringarorðið verður að glöggva sig á þeirri ís-
lenskun sem skýringarorðið fær, gjarna allt annars staðar í bókinni. Oftast er
þessu þannig háttað að uppflettiorðið er haft sem stytting á samsettu orði, eins
og t.d. word sem meðal annarra liða fær ensku skýringuna password. En
stundum er farið svona að þótt I hlut eigi óskyldari orð. T.d. er einn liður no.
punch skýrður með nail set og einn liður lo. virgin hefur skýringunapartheno-
genetic. Þessu erreyndar beitt í hófi ogeroft til hagræðis, einkum frá ritstjórn-
arsj ónarmiði, en líklegt er að það valdi lesandanum stundum óþarfa fyrirhöfn.
í athugasemdum um almenn ritstjórnaratriði í formála getur Jóhannes Þor-
steinsson þess að tilhögun liðunar í ýmsum hinum stærri orðbálkum hafi verið
breytt þegar líða tók á verkið á þann veg að í staðinn fyrir að endurtaka aðal-
þýðingarorðið í ýmsum merkingarafbrigðum í einum tölulið eftir annan hafi
verið farið inn á þá braut að gera aðalþýðingarorðið að yfirskipuðum lið og
sneiða þannig hjá endurtekningu þess. Hér er ekki ráðrúm til að fjalla um
þennan vanda sérstaklega, en vissulega eru gildar ástæður til að hallast að því
fyrirkomulagi sem haft er í síðari hluta bókarinnar. Þó verður að beita þessari
liðunaraðferð með varúð. Aðalhættan er sú að of mörgum og óskyldum undir-
liðum sé hlaðið á aðalþýðingarorðið án þess að það sé skýr samnefnari fyrir þá
alla. Stundum er gengið nokkuð langt í þessu. T. d. hefur so. take up þýðing-
una taka upp í 1. tölulið, en ekki falla allir undirliðirnir a-g sem best að þeirri
þýðingu. Fyrir kemur að lesanda er gefið tilefni til að alhæfa um of samsvörun
uppflettiorðs og þýðingarorðs, en með því er óneitanlega greitt fyrir áhrifum
enskrar orðnotkunar á íslenska þýðingarorðinu. Þetta gægist t. d. fram í
undirliðun 1. töluliðar no. school þar sem skóli er aðalþýðingarorðið, en
meðal undirliða eru „kennslutímabil; skóladagur“, sbr. stay after school, og
„kennarar og nemendur“, sbr. The entire school was present. En oft varpar
þessi aðferð skýru ljósi á samheitavensl í íslensku, t. d. þegar 1. sterkur (sem
aðalþýðingarorð við e. strong) hefur undirliðina a-u þar sem þýðingarorðin