Skírnir - 01.01.1985, Page 362
294
JÓN HILMAR JÓNSSON
SKÍRNIR
eru m. a. kröftugur, voldugur, rammgerður, endingargóður, sannfœrandi,
megn, hávœr.
Gildi ensk-íslenskrar orðabókar fer mjög eftir því hvaða viðhorf ræður
ferðinni um gerð þýðinganna og hversu vel þær eru úr garði gerðar. Þessi
þáttur er sérstaklega mikilvægur og raunar viðkvæmur og vandmeðfarinn í
ljósi þess hvernig sambandi málanna tveggja er háttað þar sem enskur orða-
forði og ensk orðanotkun leitar inngöngu í íslensku á ýmsum sviðum með vax-
andi þunga. Við þýðingarnar hlýtur að reyna verulega á það hversu auðvelt er
að kveðja íslenskan orðaforða og íslenska orðmyndun til viðbragða við
enskum orðum og þeim hugtökum sem í þeim búa. En krafan um að láta ís-
lenskan orðaforða og íslenska málvöndun njóta sín má þó ekki stangast á við
það markmið þýðinganna að þær komi merkingu hins enska orðaforða til
skila, að þær skírskoti til málþekkingar almennra lesenda. Ef það á að takast
dugir ekki að halda á lofti lítt þekktum eða frumsömdum nýyrðum einum sér,
heldur verður að styðja þau skilmerkilegum útskýringum. Og oft er ástæðu-
laust að sneiða hjá íslenskum tökuorðsmyndum enskra orða, jafnvel þótt ís-
lensk samheiti séu æskilegri, sé þess gætt að tefla fram vönduðum íslenskum
orðum til mótvægis. EÍO tekst vel að gæta þessa hvorutveggja, að merking
orðanna sé skýrð sem ljósast og rækilegast og hægt sé að ganga að þýðingum
enskra orða á vandaðri og þróttmikilli íslensku. Pegar um fræði- og tæknilegt
orðafar er að ræða er yfirleitt lögð áhersla á hvorttveggja, fastmótað þýðingar-
orð og greinargóða skýringu. Um þetta er þýðingin á existentialism gott dæmi:
„tilvistarstefna, heimspekistefna sem leggur áherslu á tilvist mannsins hér og
nú, valfrelsi hans og fullkomna siðferðilega ábyrgð og telur að tilvistin sé upp-
haflegri en eðlið og að maðurinn sé það sem hann gerir úr sér með athöfnum
sínum“. Víða er lögð sérstök rækt við skýringarþáttinn jafnvel þótt gera verði
ráð fyrir að lesendum sé fullljós merking þýðingarorðsins: generation gap
„kynslóðabil, mismunur á háttum og sjónarmiðum tveggja samliggjandi kyn-
slóða sem torveldar gagnkvæman skilning og samúð“. Sums staðar er skýring-
arþátturinn einráður þar sem beint þýðingarorð er ekki fyrir hendi og engin
sérstök ástæða til íslenskrar orðmyndunar: fiasco „algjörlega misheppnað
fyrirtæki, tiltæki sem fer skammarlega illa, verk (eða opinber flutningur
verks) sem fær hraksmánarlegar viðtökur“. Annars staðar er skýringin að
meira eða minna leyti fólgin í þeirri heild sem runa þýðingarorða myndar:
chauvinism „1. þjóðskrum, þjóðrembingur, þjóðernisgorgeir; herská þjóð-
ernishyggja. 2. hóflaus ánægja með eða blind hollusta við sinn eiginn hóp,
hóprembingur, stéttarrembingur, kynrembingur: male chauvinism, karl-
remba, karlveldishyggja". Sum þýðingarorðin hafa á sér ferskt og nýstárlegt
yfirbragð, spretta fram létt og leikandi og vísa á hitmiðaðan hátt til hugtaksins
sem um er að ræða: valkreppa, valþröng (dilemma), hópsækinn, hjarðleitinn
(gregarious), ráðvilla (fog), aflafíkinn, eignafíkinn (acquisitive), hryggknýttur
(humpbacked), safakrap (ice, þ. e. um ís sem ábæti). Og víða er látið reyna á
afleiðslumöguleika íslenskrar orðmyndunar með góðum árangri, t. d.