Skírnir - 01.01.1985, Síða 363
SKÍRNIR
RITDÓMAR
295
mynduð sagnarnafnorð á -un: koðnun (anticlimax), eignun (ascription), að-
löðun (attraction), töfrun, heillun (fascination), ávöntun (incompleteness).
Vonandi segir það sína sögu um sveigjanleika og styrk íslenskrar orðmynd-
unar hversu vel tekst að færa inntak ýmissa afleiddra nafnorða í íslenskan
búning. Oft helst ferskleiki og skerpa í þýðingum greinilega í hendur við við-
leitni til hlutlægni. Þannig er ekki látið duga að þýða anarchist með hinu marg-
þvælda orði stjórnleysingi sem að nokkru leyti er misvísandi, heldur er bætt við
orðinu stjórnleysissinni. Hin tilfinninga- og fordómaþrungnu orð kommún-
ismi og kommúnisti er ekki látin ein um hituna þegar communism og commun-
ist eru þýdd, heldur bætt við orðunum sameignarstefna og sameignarsinni. Og
svo að dæmi sé tekið úr annarri átt er orðinu stofnanamál ekki treyst einu sér
fyrir þýðingunni á gobbledygook, heldur eru einnig nefnd til orðin staurkarla-
mál og skriffinnskustíll.
Hægt væri að hugsa sér að meta einkenni þýðinganna í bókinni út frá því
hversu mikið ber þar á hreintungusjónarmiðum, hvort rammar skorður séu
reistar við ágengni íslenskra tökumynda uppflettiorðanna og tökuorða al-
mennt eða þeim leyfður frjáls aðgangur að þýðingarorðaforðanum. En slíkt
mat er ekki að öllu leyti einfalt, og þótt tökuorð og tökumyndir hljóti að teljast
alláberandi í bókinni er ekki þar með sagt að hreintungusjónarmið og mál-
vöndun fái ekki að njóta sín eða þau séu fyrir borð borin. Sjaldnast eru töku-
myndir einar síns liðs og afar oft ræðst notkun þeirra af því að ætlunin er að
koma merkingu enska orðsins til skila með öruggum hætti. Þannig eru tvö
þýðingarorð við no. protein, hvíta og prótín, auk skýringar sem á eftir fylgir,
og við einn merkingarlið no. turn eru þýðingarorðin törn, lota, sprettur,
skorpa, rispa. Að líkindum eru tökumyndir einna helst einráðar við ýmis sér-
fræðiorð, svo sem efna- og lyfjaheiti, en þar eru að jafnaði hafðar með ís-
lenskar skýringar.
Svo mótsagnakennt sem það kann að hljóma er það í senn kostur og löstur
tökuorða hversu teygjanleg og óljós þau eru gjarna að merkingu og notkunar-
gildi. Mörg tökuorð sem eru hlutlæg að uppruna eru jöfnum höndum notuð af
fyllstu huglægni, jafnvel sem skammaryrði. Sem dæmi um þetta má nefna
orðið kapítalisti. Merking þess er æði reikul. Gera má ráð fyrir að einmitt þess
vegna sé því hafnað í EÍO sem þýðingarorði á capitalist, þar sem lýsingin er
þessi: „1. maður sem nýtur arðs af eignum sínum. 2. auðjöfur. 3. auðvalds-
sinni“. Öðru máli gegnir um fræðiorð þar sem hlutlægni er ráðandi og merk-
ingin greinist meira en svo að hún verði með góðu móti tjáð á íslensku með
einu gagnsæju orði. Meðal slíkra orða er t. d. húmanismi, sem í EÍO er haft
sem aðalþýðingarorð við e. humanism, en íslensk þýðingarorð koma fram í
undirliðum: „a. fornmenntastefna, menntastefna sem kom fram á Ítalíu í lok
miðalda og tefldi fram grískum og rómverskum fræðum gegn ríkjandi skóla-
speki. b. mannhyggja, mannúðarstefna, heimspekistefna sem leggur aðal-
áherslu á manninn og mannleg gildi fremur en guð og guðstrú. c. manneðli,
mannlegt eðli; mennska". En þetta einkenni er alls ekki einskorðað við töku-