Skírnir - 01.01.1985, Page 365
SKÍRNIR
RITDÓMAR
297
bregður stöku sinnum út af þessu þannig að gripið er til lítt mótaðra huglægra
samsetninga. Spoilsman erþýtt sem „stjórnmálaskúmur“, like a streakve,rður
„skruggufljótt", tickler er „stríðnisgoggur, stríðnispúki" og madcap er þýtt
sem „ærslaskrípi".
Hægt er að finna að ósamræmi í einstökum atriðum þótt það geti ekki talist
mikið né sérlega skaðlegt og sumt megi raunar skýra sem prentvillur.
Stundum bregður nokkuð út af æskilegu samræmi í lýsingu samstæðra orða.
Megahertz fær lýsinguna: „megahertz, miljón hertz, miljón sekúndurið".
Skýringin við kilohertz er hins vegar: „kílórið, 1000 rið á sekúndu, mælieining
um tíðni útvarpsbylgja“. Einn liður no. pearl fær skýringu að hætti lýsingar-
orða, „sem líkist perlu". í lo. worse er hafður töluliðurinn 1 án þess að tölu-
röðin nái lengra. Þar sem so. will er aðeins til í persónuhætti er höfð eintala
persónuháttar á íslensku þýðingarorðunum (sbr. líka shall og may), en út af
þvf bregður þó í síðustu liðum orðbálksins. f þýðingu á holder kemur fram
myndin „servéttustandur", en við napkin er myndin „servíetta". Við mariju-
ana er íslenska ritmyndin „mariúana“. Hins vegar kemur fram myndin
„marihúanasígaretta“ undir orðinu reefer. Fáeinar prentvillur eru í síðari
hluta bókarinnar, en fæstar eru þær bagalegar. Einna hvimleiðust er villa í
síðuhaus á bls. 984 þar sem stendur „shoft-shell clam“ í stað soft-shell clam.
Hliðarvagn hefur brenglast í „hliðarvatn" (sidecar), refsing í „refsins"
(whaling), svindlleikur í „svindleikur“ (thimblerig), rekstrarmenn í „rekstar-
menn“ (roundup), áhugann í „áhugan“ (turn off), Cambridge í „Cambrigde“
(MIT).
En fráleitt er að ljúka umsögn um Ensk-íslenska orðabók á því að tíunda
stök dæmi um ósamræmi og prentvillur. Það má heita höfuðprýði bókarinnar
hversu heilleg og samræmd hún er bæði að innri gerð og ytri búningi. Þá er
ekki sfður lofsvert hversu rík áhersla er lögð á glöggar og skilmerkilegar
skýringar með það í huga að lesandinn hafi tilætluð not af bókinni hverju
sinni. Frá öðru sjónarmiði má líta svo á að mest sé vert um framlag bókarinnar
til íslenskrar málræktar. Sá sem kynnir sér efni hennar hlýtur að styrkjast í
þeirri trú að íslensku sé vel treystandi til að standa af sér ásókn enskrar tungu
og ástæða sé til að fagna návígi málanna tveggja þegar vandaðar og skapandi
þýðingar bera með sér hvernig ensk hugsun og hugtakaheimur getur auðgað
íslenskt mál.
Jón Hilmar Jónsson
Guðbergur Bergsson
Hinsegin sögur. Forlagið 1984
Guðbergur Bergsson hefur um nokkuð langa hríð haft þá stöðu meðal ís-
lenskra rithöfunda sem margir kollegar hans mættu öfunda hann af. Þótt
honum sé kannski ekki mikið hossað eða hampað af menningaryfirvöldum
þessa lands eða á „æðri“ stöðum, þá er það þó meira um vert, að hann nýtur