Skírnir - 01.01.1985, Side 367
SKÍRNIR
RITDÓMAR
299
hanaslag, afi sem „tekur“ sonardóttur sína barnunga aftanfrá, þannig að hún
venst á að „lyfta stélinu" og láta hunda gera við sigslíkt hið sama, prímadonna
sem getur ekki hugsað um annað en nýnotaðar verjur, þegar hún er á hátindi
listar sinnar, o. fl., o. fl., en þaðer víst rétt aðleyfaáhugasömum og tilvonandi
lesendum að leita í bókinni sjálfri að fleiri afbrigðum. Guðbergur sýnir hér
ótrúlegt hugmyndaflug og hugkvæmni eins og fyrri daginn og hefur t. d. ekki
meira fyrir því en Kirka forðum að breyta mönnum í svín, en svo virðist sem
hann gefi sér nú lausari tauminn en oftast áður og teymir nú með sér lesandann
frá stórviðburði til stórviðburðar án þess að staldra við, líkt og leiðsögumaður
sé að hamast við að hafa ofan af fyrir glápgjörnum túristum.
Nú er Guðbergur vitaskuld engan veginn fyrstur höfunda til að gera sér mat
úr slíkum uppákomum kynlífsins sem eiga ærnar hliðstæður aftur í goðsögum,
og raunar minnir fyrsta sagan um hommana tvítóla að mörgu leyti á lýsingu
Aristófanesar í Samdrykkju Platóns á hinum sundurskornu karl-kvendum,
kven-kvendum og karl-körlum og eðlunarmáta þessa fólks, svo dæmi sé nefnt.
En það sem ætti kannski að vera krydd eða ganga upp í víðara samhengi viil í
sögum þessum oft verða aðalatriðið, og þannig getur lesandanum jafnvel
fundist á stundum sem hann sé að snæða máltíð sem samanstendur af eintómu
kryddi. Þótt Guðbergur fari oft á kostum með leikni sinni í að draga upp í
hæsta máta kynlegar og „grótesk" myndir og með meinfyndnum innskotum
sögumanns, þá hljóta menn oft að sakna einhverrar kjarngóðrar undirstöðu;
og af því sem stendur á kápusíðu að sumar sögurnar séu „kjarnyrtastar í miðj-
unni“ en aðrar endi á „rismikinn hátt“, er hið fyrrgreinda tvímælalaust oftar
uppi á teningnum, þannig að botninn verður jafnvel stundum vandræðalegur,
og þá von að einhver spyrji sjálfan sig og aðra hvað Guðbergur sé í rauninni
að fara með öllu þessu. Þetta er auðvitað stór spurning og erfið, og dugar þá
ekki minna en að við beitum þrautreyndum og viðurkenndum aðferðum
fræðimanna til að svara henni, svo sem því að orða hana nákvæmar ogsundur-
liða í frumþætti, þótt við sleppum því kannski hér að nefna liðina a), b), og c).
En við getum spurt: Er Guðbergur að reyna að gangafram af lesandanum, vill
hann eingöngu skemmta honum eða er hann þrátt fyrir allt að segj a okkur ein-
hvern sannleik með þessu? í stað þess að velta vöngum lengi frammi fyrir
þessu vandamáli, sem nú er allt í einu orðið þríhöfða, viljum við að hætti
kappa fornra gera okkur lítið fyrir og höggva hausana alla af í einu höggi með
því að segja, að þegar til lengdar lætur sé hvorki hægt að skemmta mönnum
né að ganga fram af þeim svo gagn sé að nema með því að slengja framan í þá
einhverju sem er a. m. k. í ætt við sannleika. En þá rís upp enn meiri og skelfi-
legri ófreskja, spurningin sem mest vafðist forðum fyrir landstjóra Rómverja
í Gyðingalandi, Pontíó Pílató, og menn hafa reynt að svara með misjöfnum
árangri bæði fyrr og síðar og raunar Guðbergur sjálfur einnig á sinn hátt í
fyrstu sögunni, nefnilega spurningin: „Hvað er sannleikur?“
Þótt það sé í sjálfu sér ærinn vandi að glíma við slíkar spurningar, þá er sú
skilgreining á sannleika sem Guðbergur gefur í fyrstu sögunni ekki beinlínis
til þess fallinn að hjálpa okkur til að leysa úr þeim vanda, því þar er sagt sem