Skírnir - 01.01.1985, Page 369
SKlRNIR
RITDÓMAR
301
Halldór Laxness
OG ÁRIN LÍÐA
241 bls
Helgafell, 1984
Kaþólskan sem þjóðfrelsisstefna
Halldór Laxness hefur skrifað ótal greinar og ritgerðir, auk þess að stunda
skáldskap. Hann hefur sent frá sér ekki færri en fjórtán ritgerðasöfn. f flestum
þeirra hafa verið tiltölulega nýjar ritgerðir, oft kannski helstu greinar skálds-
ins frá því að hann sendi ritgerðasafn frá sér síðast. Nýjasta bók Halldórs, rit-
gerðasafnið Og árin líða, er öðru vísi en hin fyrri að því leyti að hér birtir hann
auk nýlegra greina talsvert af efni frá fyrri tíð, og er það raunar meira en
þriðjungur bókarinnar.
Meðal nýs og nýlegs efnis í bókinni má nefna greinar um réttritun, náttúru-
vernd, bókmenntasögu, málvernd og fleira. Þá fjallar Halldór um látna sam-
ferðamenn sína, Ragnar Jónsson í Smára, Tómas Guðmundsson og fleiri.
Greinarnar um Ragnar eru raunar tvær, og hin lengri er viðtal Ingólfs Mar-
geirssonar við Halldór sem var prentað í bók um Ragnar árið 1982. En merk-
ust nýju greinanna er að mínu mati „Harmleikur dana á sextándu öld“, sem
skáldið birti svo í lítið eitt lagfærðri gerð í Morgunblaðinu 25. janúar 1985.
Eldra efni í bókinni eru tvær greinar og er önnur „Kaþólsk viðhorf" (90
bls.); sú grein birtist í bókarformi árið 1925 og hafði þá undirtitil: Svar gegn
árásum. Hins vegar er þarna að finna alllangan ferðapistil frá Rúmeníu, og á
eftir honum stendur: „Uppúr gleymdri minniskompu frá 1960“.
Af ofansögðu sést að efni bókarinnar er sundurleitt, og er ritdómara nokkur
vandi á höndum af þeirri sök. Mér sýnist hæpið að fjalla um minningargreinar
Halldórs í ritdómi, þótt vert sé að geta þess að þær eru fróðleg sagnfræðileg
heimild. Sömuleiðis vil ég víkjamér undan því aðræða skrif hansum stafsetn-
ingu og þjóðsöng á þessum vettvangi, og þótt Rúmeníupistillinn sé skemmti-
legur til samburðar við aðra pistla Halldórs frá Austurevrópulöndum verð ég
að láta hann liggja milli hluta rúmsins vegna. Það sem mig langar að taka upp
er afstaða Halldórs til kaþólsku, siðbótar og íslenskrar þjóðfrelsisbaráttu að
því marki sem þessi efni koma við sögu í bókinni Og árin líða.
Lögformlegir meinbugir frá fyrri öldum
í þessu sambandi hlýtur maður einkum að staldra við greinina „Harmleikur
dana á sextándu öld“ (1984). Meginhugmyndin í þessari grein er sú að laga-
lega réttlætingu hafi alveg skort þegar siðbótin var framkvæmd á íslandi. Hall-
dór segir: „hver „viðurkendi“ eða sagði „alt í lagi" við upptöku danakonúngs
á eignum páfastóls á íslandi (. ..)?“ (47). Hann kallar siðbótina „framandleg
ránsverk og morð“ (48) og „villimannlegt herhlaup" (65), og hann bendir á að
Danakóngur var ekki einasta heimildarlaus þegar hann rændi kirkjuna á ís-
landi, heldur líka þegar hann skilaði eignum hennar til íslenska ríkisins löngu