Skírnir - 01.01.1985, Síða 371
SKÍRNIR
RITDÓMAR
303
lega um siðbótina og segir meðal annars að siðbótin tákni innlimun hins guð-
lega umboðs undir konungsvaldið (Iðunn 1932, 86).
í>ar sem Jón Arason lét leiða sig undir öxina, vinnur nú Brynjólfur
biskup Sveinsson erfðahyllingareiðinn og sendir konungi Dana dýr-
ustu verðmæti íslenzku þjóðarinnar að gjöf, verðmæti, sem engir pen-
ingar geta táknað, -þessi tákn tilveruréttar vors sem þjóðar hér vestur
í hafinu. Þetta er siðbótin á íslandi í hnotskurn. (90)
Árið 1967 segir Halldór í íslendingaspjalli: „íslendíngar höfðu hratað í
eymd á 17. öld undir þýskum landsknektum sem kölluðu sig kónga í Dan-
mörku, og höfðu lúterstrú að píslartæki á almúgann“ (75-76).
Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina hölluðust ýmsir kunnir íslendingar að
kaþólsku, svo sem Halldór, Stefán frá Hvftadal og Guðbrandur Jónsson. Sig-
urður Nordal skrifaði innblásna grein um Maríu guðsmóður í Eimreiðina árið
1924 en gekk víst ekki af trúnni. Trúmálahræringar lágu mjög í loftinu á
þessum tíma, en hið sérstaka aðdráttarafl kaþólskunnar fólst ekki síst í því að
hún tengdist sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Halldór taldi að lúterstrú hefði
bara verið enn ein aðferð Dana til að pína íslendinga. Jón Arason varð eins
konar þjóðardýrlingur í hita sjálfstæðisbaráttunnar, og Lúter rann saman við
Danakóng.
Með þessum hætti gat ákafi sjálfstæðisbaráttumanna orðið til þess að
styrkja kaþólsku kirkjuna á íslandi á millistríðsárunum. En að auki eru þess
dæmi að menn yrðu svo ákafir að þeir færu jafnvel að vefengja allan krist-
indóm yfirleitt. Nægir í því sambandi að minna á Alþýðubókina eftir Halldór
þar sem kristnin er nefnd „fornserkneskar trúargrillur" og lagt til að hætt verði
að kenna þær við Háskóla íslands og í staðinn kennt meira um innlend trúar-
brögð forn (31, í frumútgáfu stendur raunar ,,fornarabiskar“). Sigurður
Nordal var á líkum miðum þegar hann réttlætti grimmdarverk fornmanna-og
skeytti þá engu þótt þau hefðu verið í andstöðu við siðaboð kristninnar - í
hinum frægu deilum við Einar H. Kvaran á árunum 1925-27.
í ritgerð sinni um siðbótina í Og árin líða er Halldór við sama heygarðshorn-
ið og fyrr að því marki að hann leitar hins upprunalega sem var fyrir tíma er-
lendra kónga á Islandi. En nú er það ekki heiðinn siður, sem hann hefur í huga
eins og í Alþýðubókinni, heldur kristinn; hann skrifar: „Eitt er nokkurnegin
örugt, kristni er eldri en heiðni á íslandi“ (57). Og þá er það vitaskuld róm-
versk-kaþólskt kristnihald og ekki mótmælenda sem við er átt.
Ef þessi atriði eru dregin saman má segj a að á vissum tímabilum á höfundar-
ferli sínum hefur Halldór Laxness gagnrýnt trúarbrögð yfirleitt, stundum
kristindóminn, stundum lúterstrú en án efaoftast siðbótina. Margar hliðar eru
á þessari gagnrýni, og hef ég minnst á þátt þjóðernisstefnu eða þjóðfrelsis-
baráttu íslendinga. En vert er cinnig að geta þess að Halldóri kann að hafa
virst mótmælendatrú hvunndagsleg og broddborgaraleg hræsni og þá í and-
stöðu við kaþólsku, hina djúpu trú alvörugefins uppreisnarmanns. Myndlist,
tónlist og byggingarlist kaþólsku kirkjunnar höfðaði einnig sterkt til Halldórs
(sbr. „Föstuhugleiðingar" (1944) í ritgerðasafninu Sjálfsögðum hlutum).