Skírnir - 01.01.1985, Page 373
SKÍRNIR
RITDÓMAR
305
að tala um hlutina á rósamáli trúarbragðanna og alveg eins gott að nota hag-
nýtt vísindalegt tungutak. Fleiri hafi komist að þessari niðurstöðu, því krist-
indómur hefur lítið gildi haft í stjórnmálaumræðum hérlendis alla götu síðan
á þriðja áratug aldarinnar.
Skoðanir á trú, kristni, kaþólsku og siðbót tengjast náið hjá Halldóri, en ég
geri ráð fyrir að ýmsir séu á öðru máli hvað það varðar. Ég fyrir mitt leyti get
vel fallist á að siðbótin hafi verið ránsverk og morð, en mér þykir mjög orka
tvímælis um tengsl ránsverkanna og þess hvernig menn fremja kristindóm. Ég
á bágt með að skilja hvers vegna lútersmenn eða patríarkakirkjan ættu að vera
meiri „hégómaflokkar“ en páfakirkjan.
Afstaðan til Dana
Þótt greinarnar í Og árin líða fjalli um margvísleg efni, þá er þráðurinn frá
„Kaþólskum viðhorfum“ 1925 til „Harmleiks dana á sextándu öld“ 1984 að
minnsta kosti augljós. í báðum tilvikum stendur höfundurinn vörð um trúna
og þjóðernið. Fleiri greinar bókarinnar tengjast þessu, svo sem smágreinar
um Skandinavíu, Norðurlönd og skandinavískar bókmenntir og að nokkru
leyti hin fróðlega grein um Maríu sögu.
Halldór Laxness hefur stundum hneigst til að gera heldur lítið úr Dönum,
Norðmönnum og Svíum. Með vissu stolti hefur hann lagt áherslu á að íslend-
ingar fyrri alda áttu í beinum menningarsamskiptum við stórþjóðir megin-
landsins (sbr. grein hans „Island, Norden ogEuropa“ í De islandske sagaer og
andre essays). Þetta held ég að verði skiljanlegt í ljósi þess að Halldór hefur
ævinlega staðið framarlega í þjóðfrelsisbaráttunni. Honum hafa þótt bók-
menntir síðari alda á Norðurlöndum utan íslands fremur ómerkilegar. 1 Og
árin líða eru nokkrar greinar þar sem þetta kemur fram: „Hugleiðingar um
panskandínavísma" (einnig á ensku) og „Aukaleg skýringargrein varðandi
bókmentir í Skandinavíu1' (einnig á ensku). Halldór bendir á að ekki hefur
verið fyllilega ljóst hvort Island sé hluti af Skandinavíu en telursjálfur að svo
sé ekki.
Konúngdæmin og lýðveldin í Norðurevrópu, sem nú eru sameiginlega
nefnd rángnefninu Skandínavía, komu varla við sögu bókmenta-
sköpunar fyren á nítjándu öld, þegar Ibsen og Björnson tóku að kynna
okkur „grand’ dames en grande toilette" og herramenn borgarsamfé-
laga í lafafrökkum og með nefklípugleraugu á leiksviðum í dimmum
fjörðum Noregs. (98-99)
Því miður voru aldrei til neinar umtalsverðar bókmentir á Norður-
löndum (nema íslandi) fyrir komu Lúters, sem að sínu leyti setti bif-
líuna í medias res - og var eftirá að hyggja betra en ekkert, þó það hafi
ekki orðið Norðurlöndum að miklu gagni. (107)
Halldór bendir á að tengsl okkar við Danaveldi reyndust veik þegar Jör-
undur hundadagakonungur stjórnaði landinu og þegar Bretar hernámu það