Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 375
SKÍRNIR
RITDÓMAR
307
höfunda. Þær eru lengri en íslensku sögurnar, margar hverjar, svo að þær fylla
alls um 1400 bls., en hinar íslensku um 1150. f heild er þetta því einstaklega
yfirgripsmikið safnrit, verðugt framhald af Ljóðasafni sama forlags. Þýddu
sögurnar eru innan svipaðra tímamarka og þær sem frumsamdar eru á ís-
lensku, frá því „snemma á nítjándu öld og fram ásjöunda tugþessarar aldar“.
En erlendu höfundarnir eru töluvert eldri, aðeins fimmtungur þeirra er
fæddur eftir síðustu aldamót, en rúmur helmingur íslendinganna. Þetta hlýtur
að teljast eðlilegt, erlendir höfundar verða að hafa starfað lengi og náð veru-
legri útbreiðslu áður en saga eftir þá birtist á íslensku. Hins vegar nær smá-
sagnagerð á íslensku ekki þroska fyrr en fyrir réttri öld, eins og ritstjóri rekur
í formála I. bindis.
Bókfræði er í góðu lagi, helstu upplýsingar um höfunda, prentaðar bækur
þeirra á íslensku, þýðendur, og upphaflegan útgáfustað sögunnar. Ég hefði
þar að auki gjarna viljað fá skrá um aðrar sögur þessara skálda, sem birst
hafa á íslensku. Hún hefði ekki orðið rúmfrek, en að vísu götótt, þar sem ekki
er við annað að styðjast en spjaldskrá Landsbókasafns og efnisskrár fáeinna
helstu tímarita.
Ritstjóri skrifar aðeins sex síðna formála til að fylgja þessum þýddu sögum
úr hlaði, enda hafði hann gert góða grein fyrir einkennum smásagna og þróun
í I—111. bindi. Ég hefði kosið að hann væri nokkuð langorðari í IV-VI., og þá
hefði ég einkum viljað fá nokkurt sögulegt yfirlit um þýðingar smásagna á ís-
lensku. Þær fylgja auðvitað blöðum og tímaritum, en útgáfa þeirra jókst mjög
í lok 19. aldar. Mörg blöð voru með „neðanmálssögur“, skáldsögur, smásögur
og frásagnir, oftast þýddar. Þetta efni var svo mjög oft gefið út sérprentað af
sama blýsátri. Skáldsögurnar voru sumar merkar, en sumpart var þetta upp-
spretta hins fræga reyfaraflóðs aldamótanna. En einnig birtust sögusöfn helstu
blaða, og eru Sögur ísfoldar frægastar, enda endurprentaðar í fjórum all-
stórum bindum 1947-50. En þær birtust upphaflega í tuttugu bindum, mis-
þykkum á árunum 1889-1909. í sama litla broti birtist Sögusafn Þjóðólfs í 14
bindum, 1888-1909, Sögusafn Austra í sex bindum, 1891-1905, og Sögusafn
Þjóðviljans í 32 bindum (eðaheftum), 1903-1913! Ekki mun hér allt vera talið,
en þessi útgáfustarfsemi væri merkilegt rannsóknarefni. Þýddar smásögur
held ég að yfirgnæfi annað efni í þessum sögusöfnum, en þar er þó líka nokkuð
um langar sögur og frásagnir, jafnvel íslenskar. Einnig birtist mjög mikið af
þýddum smásögum í tímaritum, Iðunni, Eimreiðinnio. fl., þegar umaldamót,
og mjög mikið síðan víða. Framanaf hafa þýddar smásögur yfirgnæft frum-
samdar á íslensku, enda auðfengnari og fljótteknari góðar smásögur erlendis
fráen innanlands, fyrir ritstjóra sem vantaði efni, oft með litlum fyrirvara. Um
þetta fæst vísbending af nokkrum tímaritum (þótt nánari athugun þyrfti á
tímaritum og blöðum á 19. öld): á 9. áratug 19. aldar komu út sjö árgangar af
tímaritinu Iðunni. Þar birtust 56 þýddar smásögur, en 7 frumsamdar á ís-
lensku, eða 11%. í Iðunni 1915-37 fer hlutur þýddra smásagna aðeins niður
fyrir hlut frumsaminna, þetta eru nánast helmingaskipti; en bæði í Eimreið-
inni 1945-71 og Tímariti Máls og menningar 1940-76 eru smásögur frum-