Skírnir - 01.01.1985, Síða 376
308
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
samdar á íslensku orðnar tvöfalt fleiri en þýddar. Raunar virðist lítill greinar-
munur gerður á smásögum og ýmiskonar frásögnum, framanaf.
Á meðan menningartímarit blómguðust á íslandi voru þau höfundum
stöðug hvatning til að semja smásögur, og því fremur, sem þar voru oft góðar
þýddar smásögur til að læra af og metast við. Vestur-íslensku blöðin hafa
sennilega verið einkar áhrifamikil í því að kynna íslendingum nýjungar-hvað
sem gæðum líður, á heildina litið. Auk þessarar óbeinu hvatningar reyndu
sumir ritstjórar að örva smásagnaritun íslendinga beinlínis, með samkeppni.
Sú fyrsta sem ég hefi rekist á, var á vegum Réttar 1934, en önnur hjá Eimreið-
inni 1941. Mér sýnist augljóst að smásagnagerð hafi verið hæfilegra verkefni
byrjendum en skáldsögur, svo sem flestir eru að semja núna. Og á þeim tíma
fékk höfundur þetta verk sitt birt í útbreiddu tímariti, og hefur þá væntanlega
getað lært af viðbrögðum lesenda. En nú er útbreiðsla á bók eftir byrjanda
yfirleitt lítil, og viðbrögð eftir því.
Áður hafa birst yfirlitssöfn smásagna, og eru nefnd í íslenskum smásögum
Sögurfrá ýmsum löndum I—III (alls um 1000 bls.) sem BSE gaf út 1932, og Úr-
valssögur Menningarsjóðs. Ekki komu nema tvö bindi af þeim, Sögurfrá Nor-
egi 1948 og Sögurfrá Bretlandi 1949. Auk þess eru svo einhver söfn smásagna
einstakra höfunda, m. a. Edgar Allan Poe, Arnulf Överland og William
Faulkner.
Af þessari upptalningu má sjá, að það hefur verið erfitt verk að velja í þetta
safn AB. Efnið er svo mikið, að engin leið er að fara í gegnum það allt, og
nokkuð mikið vantar á skráningu þess. Á hinn bóginn getur lesanda þótt vanta
sögur eftir ýmsa höfunda, sem ættu heima I slíku yfirlitsriti, en það getur verið
vegna þess að þær höfðu aldrei birst á íslensku. I annan stað mun ýmsumþykja
hæpið að treysta á smekk eins manns til að velja svo mikið safn. En ég held að
það sé óhjákvæmilegt, a. m. k. til að hafna efni, hversu frægt skáld sem á í
hlut. Kannski skortir einna helst á þetta. Kristján segir ekki beinlínis hvaða
sjónarmið hafi ráðið vali hans, það er helst þetta, í sambandi við röð sagnanna
(IV.b., bls. vii):
Á hinn bóginn fer ekki hjá því að sú röðun sem hér varð ofan á veiti
ofurlitla hugmynd um almennar breytingar sem orðið hafa í nútíma
smásagnagerð frá því að hún er talin hefjast snemma á nítjándu öld og
fram á sjöunda tug þessarar aldar að minnsta kosti.
Kannski er svo augljóst hvaða sjónarmið réðu valinu, að ekki þurfi um að
tala: Velja nokkur þau skáld sem helst hafa sett svip á bókmenntir þessa
tímabils, og taka þá bestu sögur sem eftir þau hafa birst á íslensku, eða þær
sögur sem einna best sýna sérkenni skáldanna. 1 stórum dráttum má segja að
safnið sé samkvæmt þessu, hér eru t. d. sautján Nóbelsskáld, auk fjölmargra
heimsfrægra skálda sem of langt yrði upp að telja, því fátt er um önnur nöfn,
nema helst í síðasta bindi. Hér eru skáld frá sautján þjóðum. Bandaríkjamenn
eiga flestar sögur, sautján; Bretar tíu, auk þess eru tvær eftir íra og ein eftir Ný-
sjálending; alls eru rúmlega 40% sagnanna af ensku málssvæði. Ég býst við að