Skírnir - 01.01.1985, Page 378
310
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
drottnaði hefð raunsæisstefnunnar. Sú drottnun er ekki eins áberandi í þýddu
sögunum, og nokkrar snúast einkanlega um það, hvernig sjálfur veruleikinn
er túlkaður og skapaður af frásögninni. Af þeim sögum sem setja frásagnar-
háttinn í brennipunkt á einhvern hátt, fannst mér einna merkilegastar sögur
Maupassant, Sönderby og Dagerman. Framúrstefna er hins vegar ekki áber-
andi, en mér er ekki kunnugt um þýðingar af því tagi, sem ritstjóri hefði getað
valið úr. T. d. birtust góðar smásögureftirKafka víst ekki fyrren í hitteðfyrra,
í útbreiddu bókmenntatímariti, Tímariti Máls og menningar, og þætti víst
undarlegt að endurprenta þær strax hér. Allur þorri sagnanna er ágætur,
margar góðar. Vil ég þar einkum nefna (auk ,,Karen“), „í eyðimörkinni“ eftir
Johannes V. Jensen, „Regn“ eftir Somerset Maugham og „Jarðarför" eftir
Steinbeck, en margar fleiri mætti telja. Það er vel til fundið að byrja safnið á
„Ævintýri af Eggerti glóa“, sem birtist í Fjölni 1835, og hlaut svo slæmar við-
tökur, að Fjölnismenn skrifuðu merka hugleiðingu um ýmiskonar skáldskap
tveimur árum síðar. Flér eru og sögur, sem hafa orðið svo kunnar í íslenskum
bókmenntum, að þær varð að taka með, hvað sem bókmenntagildi líður,
„L’Arrabíata" og „Cavalleria rusticana“. Oft hafa smásögur, sem aðrar bók-
menntir, verið skrifaðar til að vinna málstað fylgi. Það er þá sjaldan mikill
skáldskapur í þeim, en það er bót í máli, þegar það er gert svo skemmtilega
sem í sögu Strindberg. Saga Heinrich Böll er bráðskemmtileg skopstæling, og
Ingvar Orre er í grennd við þessa tvo.
Það er fastur liður þegar talað er um úrvalsrit að segja að val í þau hljóti að
orka tvímælis, enginn geti gert svo öllum líki, o. s. frv. Sjálfsagt er engin leið
að gera það, en þá er best að segja hreinskilnislega, hvað mér finnst gagnrýni-
vert. Það er í rauninni ekki annað en það, að mér finnst fáeinar sögur of lé-
legar til að taka hér með. Og eftir suma höfunda þeirra hafa birst miklu betri
sögur; eftir Anatole France í Iðunni („Putois"); eftir Bunin í Eimreiðinni
(„Maðurinn frá San Fransisko“ og þó einkum „Sólstunga"). „Þrír gestir“ eftir
Thomas Hardy væri kannski þolanleg ef hún væri ekki á svona stirðbusalegri
íslensku. Hvað varðar Galsworthy, Sienkiewicz, Túrgenev og Tolstoj, þá get
ég ekki bent á neinar smásögur eftir þá betri en það sem hér birtist. Var þá
ekki bara betra að sleppa þeim, þótt frægir séu? Þetta eru prédikanir, einkum
eftir Rússana. Eins og áður var ýjað að, eru slík skrif svo áberandi í því sem
gengið hefur undir nafninu smásögur, að þykja má eðlilegt að hafa með sýnis-
horn þess. En þau hefðu mátt vera færri, þótt þetta sé svosem lítill hluti af
heildinni. Túrgenev er skástur, því hann er þó með vandaðar myndir úr
náttúrunni og þjóðlífinu. Sienkievicz er þjakandi væminn. Tolstoj á eitthvað
á þriðja tug titla í skrá Landsbókasafns um efni í blöðum og tímaritum, allt
kristilegar siðaprédikanir í heldur fátæklegu smásögugervi, það sem ég hefi
lesið. Sé einhver atburðarás, þá er hún mjög einföld og ævinlega dæmisaga.
Persónur fáar og afar einfaldar: önnur hlustar, en hin romsar upp úr sér kristi-
legum siðalærdómi. Má þá ef til vill segja, að það sé vel til fundið hjá ritstjóra
að sýna með slíku dæmi af frægu skáldi hvað menn létu sér lynda sem bók-
menntir í lok 19. aldar, að þar sé ekki gullöld að trega, og menn sjái þá þeim