Skírnir - 01.01.1985, Side 379
SKÍRNIR
RITDÓMAR
311
mun betur þá smásagnahefð, sem íslensk smásagnaritun spratt uppúr. Það
kann að vera álitamál, en hitt ekki, að flestar sögurnar mega þykja vel valdar
og að mjög mikill fengur er í safni þessu, einkum var vel til fundið að láta ekki
sitja við frumsamdar sögur, þýddu sögurnar þurfti til að fylla myndina af iðkun
þessarar bókmenntagreinar á íslandi. Það er einn af miklum kostum þessa
safns, að það gefur glögga mynd af fyrirmyndum íslenskrar smásagnagerðar.
Þær takmarkanir sem ég hefi hér fundið, mega þykja lítilvægar, og þær yrðu
auðveldlega yfirstignar með sjöunda bindinu, sem hefði annarlegri og nýstár-
legri sögur en hér eru saman komnar. Ég hugsa að flestir eigendur safnsins
tækju slíkri viðbót vel, enda sýndi hún sögur fyrri binda aðeins í skærara Ijósi.
Örn Ólafsson
Kristján Karlsson
KVÆÐI 84
Almenna bókafélagið, 1984, 90 bls.
Skáldi, sem ræktað hefur auðkennilegan persónulegan stíl og með honum
fágaða tækni til að miðla öðrum heimssýn sinni og sköpunarþörf, eru ýmsar
leiðir opnar, kjósi það á annað borð að hlýða fyrirmælum skáldagyðjunnar
áfram og láta ekki staðar numið í endurtekningunni. Vissulega má deila um
það hvenær ef nokkurn tíma tiltekið skáld standi frammi fyrir þessu átaka-
mikla og oft á tíðum ósjálfráða uppgjöri við sjálft sig og listina, og reyndar
hafa skriflegar vangaveltur af þessu tagi orðið eins konar atvinnugrein í
ýmsum stærri menningarsamfélögum.
Einmitt í þessum sporum, þó að honum hafi ef til vill ekki verið það fyllilega
ljóst, stóð Kristján Karlsson að loknu öndvegisverki sínu, New York. Verk
hans voru orðin svo flókin og samtvinnuð þar sem hvert kvæði vitnaði til ann-
arra á ótal vegu að hann var kominn að ystu mörkum almenns skilnings og átti
á hættu að útiloka allt nema eigin hugarheim frá veröld kvæðanna einmitt
vegna þess hve stórtæk og djúp skynjun hans var orðin. Nokkur kvæðanna í
New York höfðu þegar birst sem sjálfstæðar nærmyndir í bók frá 1981 og hinn
mikli bálkur um stórborgina var ekki annað en eðlileg útlistun og víkkun
kjarnans. En varla voru menn búnir að átta sig á efnistökum skáldsins þegar
út var komið annað safn, Kvœði 84, sem virðist að minnsta kosti fljótt á litið
marka þáttaskil á skáldferli Kristjáns.
Bókinni er skipt í fimm kafla, þar af tvö löng sjálfstæð kvæði svo ólík að
framsetningu, tón, áferð og efnistökum, að þau eiga fátt sameiginlegt annað
en leynda rödd skáldsins sem greina má sem úr fjarska og þarf þó að leggja
hlustir við. Ekki verður hér farið út á þá hálu braut að meta hvort einhverjar
listrænar forsendur ráði skiptingu sundurlausu kvæðanna í annan, þriðja og
fjórða kafla, en þessir miðkaflar eiga um margt sameiginlegt yfirbragð en jafn-
framt sterk innri kennileiti sem virðast mæla með því að þeim sé stíað sundur.