Skírnir - 01.01.1985, Page 382
314
BERNARDSCUDDER
SKfRNIR
ingu þeirra, en nú eru þau eins og forsendur sem nákvæm rökfærsla byggist á;
hin æðri, óáþreifanlega merking stiklar áfram með hverju blæbrigði sem orðin
taka á sig. Fyrstu kvæðin léku sér frjálst, fóru kollhnís, voru gáskafull og
hugfim; nú er hver einasta hreyfing þeirra djúphugsað látbragð, skáldið
stjórnar og ekki öfugt. Þar sem íslenskur lesandi fann áður anda Laxness svífa
sposkan yfir vötnunum, verður ekki annað séð en að kominn sé svipur í ætt við
hina spekingslegu hálf-sjálfsmynd Steins Steinars úr Tímanum og vatninu.
Tilraunir til að skilgreina og komast til botns í kveðskap Kristjáns Karls-
sonar hafa hingað til verið þeim vandkvæðum bundnar að kvæðin krefjast þess
að vera í senn dæmd sem sjálfstæð verk sem lúta eigin listrænum lögmálum,
og vera skoðuð í ljósi bókmenntasögu aimennt sem hluti af alþjóðlegri hefð.
Sennilega eiga íslendingar nokkuð erfitt með að finna Kristjáni viðeigandi
stað í bókmenntasögu sinni, og þá ekki síst þegar hann tekur sér fyrir hendur
að endurskapa erlenda borg og íbúa hennar innan þess tiltölulega þrönga
ramma sem íslensk tunga setur skáldum sínum.
í Kvœðum 84 leikur Kristján hins vegar þann þversagnakennda leik að
víkka sjóndeildarhringinn einmitt með því að einskorða sig því sem næst við
íslensk yrkisefni. Braut hans er þó ekki braut einföldunar: því breiðara sem
umfang kveðskaparins verður, þeim mun fleiri plön má greina í uppbyggingu
kvæðanna. Og fyrirmyndum fjölgar að sama skapi, allt til þess að stíllinn verði
sjálfstæðari, persónulegri og almennari. Fjölbreytni ogleikni kvæðanna íNew
York eru íslenskum lesendum ef til vill ekki greiðlega ljósar, og ef svo er þá
stafar það af því að forsendurnar sem bálkurinn byggir á, hefðin sem ljær
kvæðunum heildarsvip, opinberar sig ekki sjálfkrafa þegar orðin eru lesin. En
í Kvœðum 84 skapa orðin og meðferðin á þeim-hljómur þeirra og hrynjandi,
skyldleiki og afbrigði, hin skynjanlegu einkenni íslenskrar tungu - for-
sendurnar fyrir því að lesandinn sjálfur finnur þeim samhengi, þó svo að eitt
og annað erlent fyrirbæri sé á sveimi rétt fyrir utan þessa íslensku umgjörð.
Engum ætti að dyljast að kvæðið um Guðríði (eða réttara sagt kvæði Guð-
ríðar) er rammíslenskt verk og krefst lítils annars af lesandanum en að-hann
skilji og skynji orðin eins og þau standa á blaðsíðunni. Þegar þetta er haft í
huga hlýtur að vekja furðu að Guðríður á vori minnir einnig um margt á efnis-
tök bandaríska skáldsins Wallace Stevens og sérstaklega á kvæðið The Man
with the Blue Guitar. Líkingin með þessum kvæðum er svo athyglisverð í fljótu
bragði að það væri freistandi að álíta að Kristján tæki beint mið af kvæði
Stevens ef íslenskar rætur að kvæði Guðríðar og hlutverk þess í síbreytilegri
endursköpun Kristjáns væri ekki jafn augljóst. Þetta á ekki einungis við um
„fúguuppbygginguna" þegar tilteknar myndir, tákn eða orðasambönd skjóta
upp kollinum aftur og aftur í mismunandi samhengi og hlutverki, en slík að-
ferð er alþekkt úr ýmsum öðrum kvæðum íslenskum sem erlendum, til að
mynda Tímanum og vatninu, eða þá Ash Wednesday eftir T. S. Eliot. Litir -
sem er eitt minni í kvæðinu eftir Stevens - eru einkum áberandi í Guðríði á
vori, og taka breytingum þegar leggja skal áherslu á einhverja þróun sem átt