Skírnir - 01.01.1985, Qupperneq 391
SKÍRNIR
RITDÓMAR
323
t. d. opnuna á bls. 194-95. Hve margir lesenda minna vita hvað þessi heiti
merkja: krípur, forhlaupari, hákarladregg, spaðafæri, hnakkmiði? Þessi orð
eru úr hópi margra á þessari opnu, sem ég hefi aldrei séð áður. Ekki er líklegt
að þessi orð eða fjölmörg önnur, sem Lúðvík notar í riti sínu, muni verða
munntöm aftur. Breyttir atvinnuhættir ráða þar mestu. Hinu má ekki gleyma,
að með því að allur þessi orðaforði er notaður í ritinu og rifjuð upp heiti og
orðatiltæki, þá er verið gera þessi orð gjaldgeng og skiljanleg. Það eru ekki
mörg rit er út hafa komið á undanförnum áratugum er svo vel sýna auðlegð
tungunnar.
Sérstakur kafli er um verbúðir og verbúðalíf. Þar er gerð rækileg grein fyrir
byggingum og aðbúnaði, en frekari lýsingar á lífinu í verbúðunum munu birt-
ast í IV. bindi.
I þriðja bindi verksins kennir margra grasa. Þar segir frá skinnklæðum og
fatnaði sjómanna, uppsátrum og uppsátursgjöldum, skyldum og kvöðum. Þá
eru fróðlegir kaflar um veðurfar og sjólag, og veðráttu í einstökum verstöðv-
um. Er sá hluti verksins harla merkilegur og reyndar einstæður eins og fleira
í þessu verki. Lýst er einkennum veðurfars við hafið allt í kringum landið. í
beinu framhaldi af því kemur kafli um fiskimið. Erhann prýddurfjölda teikn-
inga og ljósmynda, þar sem sýndar eru helstu viðmiðanir á landi þegar róið var
til fiskjar. Þessir tveir kaflar eru vistfræðileg lýsing á fiskveiðum og ættu að
hvetja til ítarlegra framhaldsrannsókna á þessu sviði.
Loks eru svo kaflar um viðbúnað vertíða og sjóferða, róður og siglingu,
flyðruna, happadrætti og hlutabætur, og loks er svo ítarlegur kafli um hákarl-
inn og lokakaflinn er um veiðarfærin: handfæri, lóð og þorskanet.
Eins og sést af þessari upptalningu er hér margvíslegur fróðleikur saman-
kominn. ítarlegastir eru kaflarnir um flyðruna og hákarlinn, en merkilegar
eru athuganirnar á veðráttu og miðum. Er þarna bjargað miklum fróðleik á
land og komið í einn stað ýmsu, sem dreift er um ótal rit, að ógleymdu því,
sem geymt er í minni aldraðra manna og kvenna. Vekur þetta enn athygli á
þörfinni á að bjarga frá glötun margvíslegri þekkingu, sem er að hverfa og
hvergi til nema í minni fólks. Á breytingatímabili undanfarinna áratuga hafa
ekki aðeins atvinnuhættir breytst svo rækilega, að til er sveitafólk, sem varla
þekkir lengur hrífu, heldur hefir búseturöskun átt sér stað og glatast þá ör-
nefni og sagnir um lifnaðarhætti. Fyrir skömmu átti ég tal við miðaldra mann,
sem fæddur er og uppalinn í sveit, sem nú er nær algerlega í eyði. Sagði hann,
að nú þegar væri kominn mikill ruglingur á öll örnefni í heimabyggð sinni, og
jafnvel búin til ný heiti og sett á kort og í leiðalýsingar. Er leitt til slíks að vita
og ætti nú þegar að gera ráðstafanir til að safna sem allra mestu af upplýsingum
um sveitir og öræfi landsins áður en sú kynslóð verður öll, sem man þessa
hluti. Er ekki aðeins um örnefni að ræða heldur ekki síður frásagnir af
atvinnuháttum, leiðum, og stöðum, sem tengjast störfum manna fyrr á tíð.
Hér hefi ég skýrt frá innihaldi annars og þriðja bindis ritverks Lúðvíks
Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti. Fremur ber að líta á orð mín sem um-
sögn en ritdóm. Það er mér til efs, að þeir séu margir hér á landi, sem geti