Skírnir - 01.01.1985, Side 392
324
HARALDUR ÓLAFSSON
SKÍRNIR
fjallað af gagnrýni um öll þau atriði, sem koma fram í riti þessu. Yfirburða
þekking Lúðvíks er slík, að maður hlýtur að fyllast lotningu gagnvart henni og
hinu mikla verki. Pað á samt ekki að draga úr því, að getið sé takmarkana
verksins. Þær eru helstar, að hér er fyrst og fremst um þjóðfræðilega lýsingu
að ræða, en minna gert af því að rýna í kenningar þjóðfræðinnar og hvernig
hægt væri að beita þeim á efniviðinn. Enn hefir ekki verið framkvæmd úttekt
á efnahagslegum og félagslegum áhrifum sjávarútvegsins um aldir. Það er trúa
mín, að rit Lúðvíks Kristj ánssonar eigi eftir að vera hvatning til að hafist verði
handa um margvíslegar rannsóknir á íslenskri atvinnu- og menningarsögu.
Hann hefir þar rutt brautina og sett sér, og þar með þeim sem á eftir koma,
strangar reglur um nákvæmni og gjörhygli.
íslenzkir sjávarhættir er vel út gefin bók. Guðni Kolbeinsson og Sigurgeir
Steingrímsson sáu um umbrot og innra útlit, en Guðmundur P. Ólafsson
hannaði kápu, saurblöð og bókband. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði
margar myndir í bókina, en nokkrar eru eftir aðra. Ljósmyndir hafa ýmsir
tekið.
Þetta ritverk er þess eðlis, að það ætti að vera til á hverju heimili. Þar er
samankominn fróðleikur um annan helsta atvinnuveg okkar íslendinga um
allar aldir. Þar er haldið til haga ógrynni orða og orðatiltækja, sem sýna auð-
legð tungunnar. Og þetta er eitt merkilegasta grundvallarrit um íslenska
menningu, sem út hefir verið gefið.
Haraldur Ólafsson
Dr. Matthías Jónasson
„EÐLI DRAUMA - TILRAUN
TIL SÁLFRÆÐILEGRAR TÚLKUNAR"
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
Reykjavík 1983
Dr. Matthías Jónasson hefur ritað flestum meira um fræðigrein sína, upp-
eldis- og sálarfræði. Eru rit hans um þau efni, ein fyrirsig, orðin ærið ævistarf,
sem hver væri fullsæmdur af. Flest ritverka hans eru þó unnin í hjáverkum frá
embættisstörfum og öðrum, sem dr. Matthías hefur látið til sín taka. I þessari
nýjustu bók sinni tekur dr. Matthías til meðferðar eðli drauma, fyrirbæri, sem
flestum er hugleikið en jafnframt eitt flóknasta og umdeildasta viðfangsefni
sálfræðinnar. Hér er því ekki lítið í ráðist af höfundi. Hann hefur ekki aðeins
þurft að fella saman næsta sundurlaust efni, heldur einnig glíma við þann
vanda að skrifa um margt það, sem lítið hefur verið fjallað um á íslensku til
þessa og því takmarkaðar hefðir við að styðjast um fræðiheiti og framsetn-
ingu.
Bók sinni skiptir dr. Matthías í tvo meginhluta: Svefn og drauma í ljósi líf-