Skírnir - 01.01.1985, Page 395
SKÍRNIR
RITDÓMAR
327
fræðirit og hér um ræðir. Bókin er varfærinn og gagnrýninn vegvísir hverjum
þeim, sem vill leggja á sig þá fyrirhöfn, sem flókin viðfangsefni ávallt krefjast.
Fáir, ef nokkrir, munu hér svo draumfróðir að þeir geti ekki margt af bókinni
lært og tíðar tilvitnanir í heimildir og ítarleg heimildaskrá í bókarlok vísa veg-
inn til frekari fróðleiks.
Örn Helgason
Njörður P. Njarðvík ög Freyr Njarðarson
EKKERT MÁL
200 bls.
Setberg, 2. útg. 1985
Ekki mun það algengt, að neytendur ávana- og fíkniefna skrifi bækur um
reynslu sína. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt, þar sem ritun bókar væri
næstun fullgild sönnun þess, að höfundur hefði bjargast lifandi úr þeim
viðjum, sem misnotkun þessara efna er, en því miður er því í fæstum tilvikum
að heilsa. Svo mikill er hinn fjötrandi og eyðandi kraftur sakleysislegra krist-
alla á sál og líkama, að fæstir sem þeim ánetjast kemba hærurnar. Það er því
örlagarík ákvörðun, sem tekin er, þegar einstaklingar ákveða að reyna áhrif
slíkra efna - og menn spyrja: hvers vegna? Vissi maðurinn ekki um háskann
eða vissi hann betur og gerði það samt? Þurfa menn að reyna til þess að trúa?
Ég skil ekki hvers vegna sonur minn lendir í þessu. Við foreldrar hans höfðum
alið hann þannig upp, að hann gerði sér grein fyrir þeim hættum, sem á vegi
hans yrðu á lífsleiðinni, gæti varast þær og orðið nýtur þjóðfélagsþegn. Varla
er hægt að gera að því skóna, að menn viti ekki það sem þeir vilja vita á öld
upplýsinga nema ef vera kynni, að upplýsingastreymið væri svo mikið, að það
sem máli skiptir hverfi í froðuna.
En undantekningin sannar regluna og nokkur dæmi eru mér kunn um, að
ávana- og fíkniefnaneytendur hafi skrifað bók eða ritgerð um reynslu sína. Á
19. öld ritaði enski rithöfundurinn Thomas de Quincy bókina „Confessions of
an English Opium Eater“ og ungur enskur innflytjandi í Bandaríkjunum,
William Blair, ritaði grein um reynslu sfna af ópíum í tímaritið The Knicker-
bocker í júlímánuði árið 1842. Skrif þessara manna sýna þó að þekkingu
þeirra á eiturefnum var mjög ábótavant. Þannig segir William Blair til dæmis:
„Ég vissi, að fyrir hverja stund vellíðunar og þæginda, sem hið varasama
bandalag kynni að veita mér núna, yrði ég að þola líkamlegar þjáningar
dögum saman; en ég gat ekki gert mér í hugarlund þær andlegu vítiskvalir,
sem ég var að hella mér út í.“
Árið 1884 ritaði Sigmund Freud unnustu sinni, að hann hefði verið að gera
tilraunir með „undralyf“, sem var kókaín. Þegar hann hafði lýst frábærum ár-