Skírnir - 01.01.1985, Page 396
328
VILHJÁLMUR G. SKÚLASON
SKlRNIR
angri við meðferð á magabólgum, hélt hann áfram: „Ef allt gengur að óskum,
mun ég skrifa ritgerð um það og ég býst við, að það muni vinna sér sess í
læknisfræði við hlið morfíns og sé betra en það. Ég tek mjög litla skammta af
því reglulega gegn svartsýni og meltingartruflunum og með frábærum árang-
ri.“ Hann ráðlagði unnustu sinni, systrum, starfsbræðrum og vinum að reyna
það. Sama ár skrifaði hann grein um kókablöð, þar sem hann meðal annars
ráðleggur lyfið sem öruggt gleðilyf, sem hann noti sjálfur, og mælir með því til
notkunar við meðferð á morfínfíkn. f þessari ritgerð fullyrðir hann, að
„hælum fyrir fíkniefnasjúklinga verði hægt að loka“ og sjúklingarnir læknaðir
á tíu dögum. Þetta sama örlagaríka ár notaði Freud kókaín í þessu augnamiði
við meðferð á nánum vini sínum, Ernst Fleischl. Á tímabili heppnaðist með-
ferðin, en stöðugt stærri skammtar reyndust nauðsynlegir og Freud varð að
dveljast hjá vini sínum heila nótt til þess að hjúkra honum, þegar Fleischl varð
geðveikur af kókaíninu. Eftir þann atburð söðlaði Freud alveg um og varð
svarinn andstæðingur lyfjanotkunar. Leyfði hann sjaldan að þau væru gefin
honum sjálfum, jafnvel ekki við skurðaðgerðir við hinu sársaukafulla kjálka-
krabbameini, sem varð honum að aldurtila.
Enda þótt Freud vissi lítið um kókaín, Thomas de Quincy og William Blair
lítið um ópíum og hættur þess, má telja víst að bandaríska skáldið og rithöf-
undurinn Edgar Allan Poe, ensku skáldin Francis Thompson og Samuel Cole-
ridge og rússneska tónskáldið Modest Mussorsky hafi vitað ennþá minna; þeir
misnotuðu allir ópíum án þess að gera sér grein fyrir þeim hættum sem því
fylgdu.
En þetta var á 19. öldinni og síðan hefur bæði þekkingu og þekkingarmiðlun
fleygt fram enda ekki vanþörf á, þar sem nú er, auk ópíums, einnig völ á mor-
fíni og heróíni. Munurinn á þessu er í hnotskurn sá, að maður sem léti sér til
hugar koma að sprauta ópíum beint í æð væri kominn á „heljarþröm" af ör-
væntingu. Morfín og heróín henta hins vegar vel til þess að sprauta „beint í
æð“. Ópíum er með öðrum orðum hráefni til framleiðslu morfíns og heróíns
og hættan af misnotkun þessara efna hefur margfaldast.
Talið er, að viðvaranirnar í ritgerð William Blair hafi haft lítil sem engin
áhrif á bandarískan almenning. Það má því með nokkrum rétti spyrja: þjóna
skrif um þessi mál yfirleitt nokkrum tilgangi þegar br j óstvitsmenn álíta sig vita
allt um efni, sem sérfræðingar teljasig vita allt of lítið um. Fjölmiðlar birta allt
sem að þeim er rétt gagnrýnislaust í nafni misskilins frjálsræðis. Hún kemur
því undirrituðum ekki á óvart frásögnin af Freddý svarta, sem er aðalsögu-
hetjan í bókinni Ekkert máleftir feðgana Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðar-
son, þegar sögumaður lýsir því, hvernig Freddý breytir úr „sniffi“ yfir í „beint
í æð“ á þann veg, að Freddý hafi skyndilega verið gripinn ákafri löngun til að
prófa sprautuna. „Hann hefur svo sem heyrt að sprautan negli mann fastan
strax í fyrsta sinn. En hann hefur líka heyrt svo margar sögur af fíkniefnum,
sem hafa reynst tóm vitleysa“ (leturbr. mín). Sú spurning hlýtur að brenna á
hverjum þeim sem lætur sig varða þessi mál, hvort rétt vitneskja á þessu
örlagaríka andartaki hefði komið að gagni. Eða er eitthvað í eðlisfari unga