Skírnir - 01.01.1985, Side 397
SKÍRNIR
RITDÓMAR
329
mannsins, sem hefði knúið hann til þess að taka þvílíka áhættu þrátt fyrir vitn-
eskju?
Áðurnefnd bók, sem mun vera fyrsta rit sinnar tegundar á íslensku, er að
mati undirritaðs mjög nákvæm og greinargóð lýsing á lífshlaupi vímuefna-
neytanda um eins árs bil á íslandi og í Kaupmannahöfn. Bókin er reynslusaga,
sem ætla má að henti mörgum, ekki síst unglingum, betur en annars konar frá-
sagnir og upplýsingar um hættu af misnotkun þessara efna. Frásögnin er
einkar áhrifamikil, sönn og nákvæm, en þó auðveld aflestrar. Bókin mætti
vera skyldulesning í efri bekkjum grunnskóla og í raun ættu allir landsmenn
að lesa hana.
Hér má skjóta því inn að skiptar skoðanir eru um það hvort halda eigi uppi
skipulagðri fræðslu um þessi efni, t.d. í skólum. Þetta er einkennilegt þar sem
í raun er aðeins um að ræða tvær aðferðir til varnar í baráttunni gegn ávana-
og fíkniefnum. Aðra aðferðina mætti kenna við refsingu en hina við upplýs-
ingu. Fyrri aðferðin, er fólgin í því að fæla menn frá meðferð og notkun þess-
ara efna með ströngum refsiákvæðum í lögum, en hin aðferðin, miðar að því
að ná sama árangri með upplýsingu eða fræðslu. f>ó að báðum verði að beita,
er mér engin launung á, að síðari aðferðin sé miklu vænlegri. Þess vegna hefur
andstaða margra kennara komið mér spánskst fyrir sjónir, enda hefur tregða
sumra þeirra valdið því að lítilli fræðslu hefur verið miðlað um ávana- og fíkni-
efni í skólum landsins. Ágreiningur er þó ekki um, að hve miklum notum slík
kennsla kæmi - enda vísast að um það fengist aldrei áreiðanleg vitneskja -
heldur hitt hvort kenna eigi þessi fræði eða ekki. Það verður því örðugt að
svara því óyggjandi hvort Freddý hefði tekið fyrstu sprautuna, ef hann hefði
haft vitneskju, sem ekki var „tóm vitleysa". Ég er þó sannfærður um, að upp-
fræðslan verður ofan á, þegar fram líða stundir, og ég vona jafnframt, að ís-
lendingar beri gæfu til að beita henni, áður en það er um seinan.
Höfundarnir hafa náð mjög góðum tökum á því efni, sem þeir skrifa um,
einnig frá vísindalegu sjónarmiði; á stöku stað fatast þeim þó, einkum þegar
reynir áþekkingu í efnafræði oglíffræði. Að því verður vikiðnánar hér áeftir,
en þó skal tekið fram að þetta er svo smávægilegt, að líkja má við útlending
sem hefur lært íslenskt mál svo að segjar til hlítar, en flaskar á erfiðri beyg-
ingu, þannig að upp kemst um erlent þjóðerni hans.
En á öllum málum eru að minnsta kosti tvær hliðar og hér verður að gera
skarpan greinarmun á notkun og misnotkun ávana- og fíkniefna. Ungverski
eðlisfræðingurinn Denis Gabor sem nú starfar í Bretlandi telur að tveir stærstu
sigrar vísinda fyrr og síðar hafi verið að úthýsa hjátrú og opna leið til að stilla
líkamlegan sársauka. Á meðan koníak var besta verkjastillandi lyfið varð
skurðlæknirinn helst að vera sadisti. Venjulega var sjúklingurinn, sem að-
gerðina átti að þola, gerður dauðadrukkinn og skurðlæknirinn varð einnig að
fá sér vænan sopa. Svæfingarlyf við skurðaðgerðir voru nefnilega ekki notuð
fyrr en eftir 1846. Ef sjúklingurinn lifið hina hroðalegu og kvalafullu skurðað-
gerð af, var vísast að hann dæi af völdum smitunar, sem gjarnan hljóp í sárið
vegna þess, að sótthreinsunarfræði var ekki til fyrr en eftir 1867, er Joseph