Skírnir - 01.01.1985, Page 399
SKÍRNIR
RITDÓMAR
331
því lýst sem dökkbrúnu efni, sem virðist vera ágætt og að minnsta kosti sæmi-
lega hreint. Hér er í raun tæpt á hættu, sem fylgir misnotkun ávana- og fíkni-
efna og sjaldan er minnst á, en getur haft voveiflegar afleiðingar engu síður en
sjálf misnotkunin. Þetta brúna efni, er á slangurmáli kallað „brown sugar“
(púðursykur) og er mengað ýmsum efnum, sem fylgja því úr jurtinni og enn-
fremur mótað af þeirri efnabreytingu, sem verður þegar heróín er framleitt úr
morfíni. Loks er algengt að blanda öðrum efnum í heróín til þess að drýgja
það og aukaágóðaseljandans. Þessi efni eru til dæmis mjólkursykur (í bókinni
kallaður laktóse eftir latneska heitinu, lactosum), sem er saklaust efni, en
einnig öðrum hættulegri efnum eins og til dæmis kíníni, strykníni, koffeini,
talkúmi, lími eða jafnvel þvottadufti, sem geta drepið neytandann, ef þeim er
sprautað í æð. Auk þess er lifrarbólga, sem veirur valda, algeng meðal þeirra
sem misnota ávana- og fíkniefni, og nýlega urðu sýklar í heróíni valdir að
blindu nokkurra manna í Frakklandi. Það er því engan veginn víst, að þeir
sem sagðir eru deyja af misnotkun heróíns deyi af völdum þess fremur en
óhreininda í efnunum.
Víða í bókinni er bæði lýst þeim áhrifum, sem heróín hefur á mannslíkam-
ann og þeim áhrifum (fráhvarfseinkennum), sem koma í ljós, þegar mis-
notkun er hætt. Eru þessar lýsingar mjög greinilegar, en á einum stað að
minnsta kosti gætir nokkurrar ónákvæmni. Má þar til nefna lýsingar eins og
þessar: „undir áhrifum heróíns verða augasteinarnir örsmáir eins og títu-
prjónshausar" og „svartur augasteinninn var þaninn út yfir nær allan litarflöt-
inn“. Hér mun átt við það, að heróín þrengir ljósop augans, en það er hring-
laga op á miðju lithimnunnar (iris), sem Ijósið fer um inn í augað. Stærð auga-
steinsins breytist hins vegar ekki. Eftir spennu eða slökun í lithimnunni fyrir
áhrif ljóss eða efnasambanda, verður ljósopið (pupil) minna (miosis) eða
stærra (mydriasis). En höfundar hafa nokkra afsökun, þar sem orðið pupil
mun vera notað í daglegu ensku máli yfir augastein.
Á öðrum stað tala höfundar um, að sjáöldrin séu þanin út yfir nær allan Iit-
arflötinn. Orðið sjáaldur er venjulega notað yfir ysta og gagnsæja lag augans,
sem öðru nafni er kallað hornhimna (cornea). Á hinn bóginn mun það
þekkjast, að þetta orð sé notað yfir augastein í íslensku.
Athyglisverð lýsing er þar sem segir, að Freddý hafi ákveðið að fá sér fix og
blandi sér heilan kvart. „Hannfinnur hvað hann nýtur þess að blanda þetta í
makindum“ (leturbr. mín). Þetta er lýsing á þeim sálrænu áhrifum, sem eru
hluti af athöfninni („serímóníunni") og trúlega er alltof lítið gert úr, en það er
eftirvæntingin eða tilhlökkunin, sem fylgir sjálfum undirbúningnum. Þessi
áhrif eru svo sterk, að heróínistar geta notið vellíðunar og ánægju með því að
stinga nálinni í bláæð, án þess að heróíni sé dælt inn í líkamann. Hliðstæð til-
finning mun það vera, þegar reykingamenn velta vindlingi milli fingranna
áður en þeir kveikja sér í honum og þegar neftóbaksmenn mynda langan gára
af neftóbaki á handarbakinu meðan þeir halda áfram að ræða um allt milli
himins og jarðar, sjúga einn tíunda hluta gárans upp í aðra nösina, og fleygja