Skírnir - 01.01.1985, Page 401
SKÍRNIR
RITDÓMAR
333
inu fyrir þá, sem hafa brenglast bæði andlega og líkamlega af völdum misnotk-
unar þessara efna.
Og nú liggur nærri að spyrja hvers vegna hafa skynsamir menn þá skoðun,
að ekkert þessu líkt geti komið fyrir þá eða þeirra nánustu? Er þeim ekki ljóst,
að allir mótast af umhverfi sínu, þar sem meira eða minna er aðhafst til þess
að fjölga neytendum þessara efna en alltof lítið er gert til að uppfræða, bæði
foreldra og börn þeirra, svo að þau verði hæfari til þess að standast slíka
ásókn. Það eru þó einföld sannindi, að það sem einu sinni hefur gerst getur
alltaf gerst aftur. Hið eina skynsamlega er því að vona hið besta, en gera ráð
fyrir hinu versta og búa sig undir það.
Vilhjálmur G. Skúdason
SKAFTÁRELDAR
Ritnefnd: Gísli Ágúst Guðlaugsson, Gylfi Már Guðbergsson, Sig-
urður Þórarinsson, Sveinbjörn Rafnsson og Þorleifur Einarsson.
Mál og menning
Reykjavík 1984
Líklega hefði fyrri tíðar mönnum í landinu helst dottið í hug að minnast
Skaftárelda og Móðuharðinda með fyrirbæn, enda höfðu þessi náttúrufyrir-
bæri ógnvænleg áhrif um land allt eða svo gott sem. Vestur-Skaftafellssýsla
varð að vonum harðast úti, enda mun hafa tíðkast þar til skamms tíma
a. m. k. að miða ýmislegt við eldsuppkomuna og segja að þetta og þetta hafi
átt sér stað fyrir eða eftir eld. Á hinn bóginn er ástæða til að ætla, að Skaftár-
eldar og Móðuharðindi hafi átt þátt í að ryðja ýmsum nýjungum braut hér á
landi eða flýta fyrir þeim, „ef ek it.betra telk,“ afnámi einokunar í sinni ein-
dregnustu mynd, stofnun kaupstaða og sölu stólseigna. Upplýsingarmenn
komust til valda í Danmörku 1784 og gripu til upplýsingarhugmynda til að
leysa vanda ístandinga, en það er önnur saga og verður ekki rakin hér.
Vera má, að minningar um Skaftárelda og Móðuharðindi séu teknar að
dofna með þjóðinni, enda var þess minnst með ýmsu móti, að á árunum 1983-
1984 voru tvær aldir liðnar frá atburðum þessum. Eitt af því var útgáfa fjall-
myndarlegrar bókar, sem hér verður lítillega greint frá.
Skaftáreldar 1783-1784 skiptist í tvo meginþætti. Fyrri hlutinn geymir
sextán ritgerðir eftir nokkru fleiri höfunda, en hinn síðari er safn heimilda um
Skaftárelda og Móðuharðindi. Ritgerðirnar eru ýmist sagnfræðilegs, læknis-
fræðilegs eða jarðfræðilegs eðlis, svo sem vænta mátti, enda hlutu þessar
greinar að tengjast mjög í umfjöllun um viðfangsefni sem þetta. Hér verður
ekki fjallað um jarðfræðiþáttinn. Þess skal þó getið, að tvær ritgerðir fjalla um
„móðuna“ frá eldinum, uppruna hennar og dreifingu, en auk þess er hér ann-
áll gossins eftir dr. Sigurð Þórarinsson. Annáll þessi virðist nokkru nákvæmari
en fyrri greinar dr. Sigurðar um sama efni. Þær voru prentaðar í Árbók Ferða-