Skírnir - 01.01.1985, Page 402
334
LÝÐUR BJÖRNSSON
SKÍRNIR
félags íslands 1983 og Náttúrufræðingnum 1968. Þrír læknar, Guðmundur
Pétursson, Páll A. Pálsson og Guðmundur Georgsson, rita mjög skilmerki-
lega grein um eituráhrif af gosinu og komast að þeirri niðurstöðu, að flúor-
eitrun hafi verið ein helsta orsök sjúkleika og vanhalda í búfé í Móðuharð-
indum og næstu ár á eftir. Jafnframt er Bjarni sýslumaður Einarsson borinn
fyrir því, að sjúkdóma í sauðfé og nautgripum hafi ekki gætt í Barðastrandar-
sýslu. Þetta mun rétt miðað við árin 1783-1785, en Benedikt Pálsson, prestur
að Stað á Reykjanesi og bróðir Bjarna landlæknis, getur þess í fréttabréfum
sínum, að sauðfé hafi drepist úr gaddi í grenndinni veturinn 1786-1787, naut-
gripir sluppu (Ársrit Sögufélags ísfirðinga 1984, bls. 132). Gadds virðist því
hafa gætt síðar vestra en í öðrum héruðum, eitrunin kann að hafa verið fremur
lítil.
Mannfellir í Móðuharðindum, búfjárfellir og byggðareyðing fær að vonum
verulega umfjöllun í bókinni, enda er þetta meginefni einna sex ritgerða. Þeir
Gylfi Már Guðbergsson og Theodór Theodórsson eiga þarna ritgerðina Áhrif
Skaftárelda á byggð og mannfjölda í Leiðvallarhreppi og Kleifahreppi, Gísli
Ágúst Gunnlaugsson Fólksflótta úr Vestur-Skaftafellssýslu í kjölfar Skaftár-
elda, Sveinbjörn Rafnsson Bæjarrústir úr Skaftáreldum, Guðmundur Hálf-
danarson Mannfall í Móðuharðindum, Sveinbjörn Rafnson Búfé og byggð við
Iok Skaftárelda og Móðuharðinda í Suður-Múlasýslu. Mikill fróðleikur er
dreginn saman í ritgerðum þessum og þá ekki síst í ritgerð Guðmundar Hálf-
danarsonar og ritgerð Sveinbjörns Rafnssonar um búfé og byggð. Guð-
mundur bendir réttilega á, að mannfellirinn hafi verið mestur hátt í tveimur
árum eftir upphaf gossins og að mjög margir hafi látist úr sóttum, sem ekki
verða beinlínis raktar til gossins og harðindanna í kjölfar þess. Tekið er fram,
að alvarleg hungursneyð hafi ríkt í landinu 1784—1785. Viðnámsþróttur
manna hefur án efa verið skertur og kostur einhæfur víða. Annars virðist
þjóðin lengi hafa talið að vænta mætti mannfellis í harðindum, ef þau stóðu
lengur en citt ár, ef marka má eftirfarandi þjóðvísu:
Kemur hregg,
hylur jarðar skegg;
deyr fjöldi fjár,
fólk annað ár.
Enginn skyldi þó halda, að íslendingar hafi sloppið við mannfelli veturinn
1783-1784, hann varð í eldsveitunum. Ragnheiður Böðvarsdóttir (Ragn-
heiður Vestmann) missti a. m. k. allasínanánustuúrhungriþennan veturskv.
bréfi hennar sjálfrar til rentukammersins. Ragnheiður var sýslumannsdóttir og
hefur því væntaiega ekki verið snauð, en annars færir Guðmundur Hálfdanar-
son rök að því, að flestir þeir sem féllu úr hungri hafi verið úr neðstu hópum
þjóðfélagsins. Þess er raunar að vænta. Sveinbjörn Rafnsson telur að búfé hafi
fækkað um 70% í Móðuharðindunum miðað við höfðatölu búfjár. Þetta er
nokkru meiri fækkun en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. Sveinbjörn kannar