Skírnir - 01.01.1985, Page 407
SKÍRNIR
RITDÓMAR
339
anna og ljóðbrotanna í „Yddi“ eru nánast um ekki neitt, eru einungis orðfimi-
búnaður um allt of lítið innihald. í sumum ljóðanna hefur Þórarinn yddað svo
hugsun sína að hún hefur brotnað í mola eins og lélegt blý og á pappírnum
standa málverk sem tæpast er unnt að fá nokkurn botn í. Þórarinn ætti ekki að
halda lengra út á þá braut. Hann náði eyrum okkar í fyrri bókum sínum af því
að hann sá alvanalegt umhverfi okkar og óbrotið líf undan nýju og iðulega
skopskældu sjónarhorni og orti ljóst um þessa skynjun sína.
Ekki er fjarri að ætla að Þórarinn Eldjárn sé kominn að þáttaskilum á skáld-
ferli sínum. „Ydd“ ber þess ýmis þreytumerki að nú verði hann að staldra við
og huga að hvernig skuli áfram haldið. Eflaust gæti hann hrist rykið af „drusl-
unum“ sínum, en hitt er vafalítið vænlegra að hann leiti nýrra og auðugri
yrkisefna og fari að yrkja „sálma“. Hann hefur alla burði til þess að halda
áfram að vaxa sem skáld. Hann verður einungis að vera vandlátari á yrkisefni
og gæta þess að seiðmagn tungunnar og orðaleikjanna hneppi ekki hugsun
hans og skáldgáfu í sömu fjötra og bragfræðireglurnar lögðu að kverkum fjöl-
margra skálda á fyrri tíð. Þess eru ótal dæmi að listamenn ná ekki sköpunar-
gáfu sinni á flug nema í glímu við strangt form.
Þórarinn virðist mér einn í þeirra hópi. Hann orti margt bundið framan af,
upp á gamlan móð, og tókst vel af því að hann býr yfir orðkynngi og tilfyndni
sem gæðir hin gömlu form nýju lífi. Má vera að Þórarni þyki ekki fýsilegt að
yrkja í gömlum stíl, jafnvel þó að hann haldi því fram að það sé ekki „frumlegt
að vera frumlegur“, en hann ætti að hafa hugfast að orðaútflúr og orðaleikir
af því tagi, sem auðkenna svo margt af ljóðunum í „Yddi" og er stundum ætlað
að bera þau uppi, búa ekki yfir jafn varanlegu ytra seiðmagni og hinir gömlu
bundnu bragarhættir; geta jafnvel orðið leiðigjarnir.
Einsýnt er af Þórarins-ljóðum og kveðskap ýmissa annarra nútíðarskálda að
skáld okkar nú eru í önnum við að hugsa stórt með því að yrkja smátt og um
lítið. Má vera að þau vilji þannig feta í fótspor fyrri tíðar skálda, þjóðskálda
frá nítjándu öld og öndverðri þessari, sem áttu það til að yrkja stórt með því
að hugsa smátt og um lítið, en af öllu má of gera. Án þess að varpað sé rýrð á
skáldiega tjáningu af því tagi, sem er meginþráður flestra nýrra ljóðabóka,
held ég megi fullyrða að íslenskri ljóðagerð sé nú svo komið að þörf sé nýrrar
uppistöðu í vefinn, ætli skáld og lesendur ekki að festast í sama hafti og í rím-
unum forðum, sálmunum og ættjarðarkvæðunum. Skáld geta ekki vikist
undan því öllu lengur að skipta um augu og eyru, skynjun og sjónarhorn, tón
og lit, um mynd og yrkisefni, um markmið og hvata til ljóða; ella hættir það
að vera upplifun að kynnast nýju ljóði. Og til hverser þá ort svo að aðrir heyri?
„Uppþvottavélin malar
mild og hlý
en til góðra skálda gerum við meiri kröfur.
Jón Örn Marinósson