Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.1989, Side 182

Skírnir - 01.09.1989, Side 182
432 SKÚLI SIGURÐSSON SKÍRNIR að vísindamenn séu allir aí vilja gerðir, tekst þeim samt ekki að gera fyrri vitneskju úrelta. Viðnám og seigja sögunnar varna því, að sloppið sé úr viðjum hennar í einni svipan. Staða okkar í nútíðinni felur í sér of margar óafturkræfar ákvarðanir fortíðarinnar, sem takmarka jafnvel athafnarými hugdjörfustu vísindamanna. Þeir neyðast því oft og tíðum til að endur- skrifa söguna, svo að eldri vísindakenningar falli snyrtilega að sannindum nýrri tíma. Sannleikur fyrri ára verður því einungis eðlileg afleiðing víð- tækari kenninga og skilnings á okkar dögum. Hins vegar hefur umritunin það í för með sér, að endaskipti hafa verið höfð á sögulegu orsakasamhengi. Þessa þegnskylduvinnu þarf eigi að réttlæta frá sjónarhóli vísindanna, því að hvernig væri unnt að gera vitneskju fortíðarinnar skiljanlega skóla- nemendum, vísindamönnum og upplýstum almenningi án umtalsverðrar samþjöppunar og nvritunar? Vegna áðurnefndrar söguskoðunar og mikilvægis hennar fyrir menntun og uppeldi er ekkert áhlaupaverk að fjalla um sögu vísindanna: Sannleikur fortíðarinnar stendur sannleik nútíðarinnar að jafnaði ekki á sporði, og því ber að víkja eldri skilningi til hliðar, ef mögulegt er. Þörfin fyrir þessa sögu- legu afneitun og umritun fer að nokkru eftir vísindagreinum, og kveður rammast að henni í ýmsum greinum eðlis- og tilraunavísinda. I greinum eins og jarðfræði og náttúrufræði, þar sem annaðhvort er ógerlegt að beita stærðfræðilegum einföldunum og tilraunaaðferðum eða stuðst er við sögu- leg rök, gefst minna tækifæri til að slíta sig frá sögunni. Þessi þörf er þar fyr- ir utan að nokkru tengd stund og stað, jafnvel innan sömu fræðigreinar. Eru vísindalegar fullyrðingar og kenningar sannar í sjálfum sér, e. t. v. ein- ungis að mati vísindasamfélagsins á ákveðnum tíma, eða geta þær orðið sannari eftir því sem tímar líða fram? Jafnvel þótt sumar kenningar væru sannar aðeilífu, bæri samt að hafa þær að leiðarljósi við ritun vísindasögu? Er hið eilífa ekki ósögulegt? Svörin við þessum spurningum skipta sköpum við ritun vísindasögu. Sama máli gegnir um sögu allra vísindagreina. Vísindasagnfræðingar geta hvorki umflúið merkingu sannleikshugtaksins né þær skorður, sem sögu- legt orsakasamhengi setur þeim. Flestir kannast við þá hversdagsskilgrein- ingu á sannleikshugtakinu að hugmynd sé sönn ef hún svarar til raunveru- leikans.2 Málið vandast þegar meta á samsvörunina og það hver sé raun- veruleikinn. A sviði eðlisvísinda er unnt að athuga hvort hugmyndir og kenningar falli vel að niðurstöðum tilrauna og mælinga sem gefa upplýs- ingar um raunveruleikann. Kenningar eru sannari eftir því sem minna skeikar á milli útreikninga byggðum á kenningunum og niðurstöðum til- rauna.3 Þar sem ekki er unnt að koma mælingum við er oft unnt að athuga samsvörunina með tilliti til hagkvæmni í kenningasmíði, stærðfræðilegrar fegurðar eða þess hvort kenningin samrýmist ríkjandi hugmyndafræði og heimsmynd. Þá væri kenning e. t. v. sannari eftir því sem hún er fegurri eða einfaldari. I þessu mati er hins vegar byggt á tiltekinni skoðun á raunveru- leikanum, t. d. því að hann sé mælanlegur eða sé einfaldur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.