Skírnir - 01.09.1989, Qupperneq 182
432
SKÚLI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
að vísindamenn séu allir aí vilja gerðir, tekst þeim samt ekki að gera fyrri
vitneskju úrelta. Viðnám og seigja sögunnar varna því, að sloppið sé úr
viðjum hennar í einni svipan. Staða okkar í nútíðinni felur í sér of margar
óafturkræfar ákvarðanir fortíðarinnar, sem takmarka jafnvel athafnarými
hugdjörfustu vísindamanna. Þeir neyðast því oft og tíðum til að endur-
skrifa söguna, svo að eldri vísindakenningar falli snyrtilega að sannindum
nýrri tíma. Sannleikur fyrri ára verður því einungis eðlileg afleiðing víð-
tækari kenninga og skilnings á okkar dögum. Hins vegar hefur umritunin
það í för með sér, að endaskipti hafa verið höfð á sögulegu orsakasamhengi.
Þessa þegnskylduvinnu þarf eigi að réttlæta frá sjónarhóli vísindanna, því
að hvernig væri unnt að gera vitneskju fortíðarinnar skiljanlega skóla-
nemendum, vísindamönnum og upplýstum almenningi án umtalsverðrar
samþjöppunar og nvritunar?
Vegna áðurnefndrar söguskoðunar og mikilvægis hennar fyrir menntun
og uppeldi er ekkert áhlaupaverk að fjalla um sögu vísindanna: Sannleikur
fortíðarinnar stendur sannleik nútíðarinnar að jafnaði ekki á sporði, og því
ber að víkja eldri skilningi til hliðar, ef mögulegt er. Þörfin fyrir þessa sögu-
legu afneitun og umritun fer að nokkru eftir vísindagreinum, og kveður
rammast að henni í ýmsum greinum eðlis- og tilraunavísinda. I greinum
eins og jarðfræði og náttúrufræði, þar sem annaðhvort er ógerlegt að beita
stærðfræðilegum einföldunum og tilraunaaðferðum eða stuðst er við sögu-
leg rök, gefst minna tækifæri til að slíta sig frá sögunni. Þessi þörf er þar fyr-
ir utan að nokkru tengd stund og stað, jafnvel innan sömu fræðigreinar.
Eru vísindalegar fullyrðingar og kenningar sannar í sjálfum sér, e. t. v. ein-
ungis að mati vísindasamfélagsins á ákveðnum tíma, eða geta þær orðið
sannari eftir því sem tímar líða fram? Jafnvel þótt sumar kenningar væru
sannar aðeilífu, bæri samt að hafa þær að leiðarljósi við ritun vísindasögu?
Er hið eilífa ekki ósögulegt? Svörin við þessum spurningum skipta sköpum
við ritun vísindasögu.
Sama máli gegnir um sögu allra vísindagreina. Vísindasagnfræðingar geta
hvorki umflúið merkingu sannleikshugtaksins né þær skorður, sem sögu-
legt orsakasamhengi setur þeim. Flestir kannast við þá hversdagsskilgrein-
ingu á sannleikshugtakinu að hugmynd sé sönn ef hún svarar til raunveru-
leikans.2 Málið vandast þegar meta á samsvörunina og það hver sé raun-
veruleikinn. A sviði eðlisvísinda er unnt að athuga hvort hugmyndir og
kenningar falli vel að niðurstöðum tilrauna og mælinga sem gefa upplýs-
ingar um raunveruleikann. Kenningar eru sannari eftir því sem minna
skeikar á milli útreikninga byggðum á kenningunum og niðurstöðum til-
rauna.3 Þar sem ekki er unnt að koma mælingum við er oft unnt að athuga
samsvörunina með tilliti til hagkvæmni í kenningasmíði, stærðfræðilegrar
fegurðar eða þess hvort kenningin samrýmist ríkjandi hugmyndafræði og
heimsmynd. Þá væri kenning e. t. v. sannari eftir því sem hún er fegurri eða
einfaldari. I þessu mati er hins vegar byggt á tiltekinni skoðun á raunveru-
leikanum, t. d. því að hann sé mælanlegur eða sé einfaldur.