Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.1989, Síða 191

Skírnir - 01.09.1989, Síða 191
SKIRNIR ÞAR SEM HEIMSPEKI . . . 441 1577 reyndist sömuleiðis vera handan tungls og hafði mikil áhrif á hann. Hún sýndi svo ekki varð um villst að lagskipting heimsins að hætti Aris- tótelesar stóðst ekki í raun.13 Rakhnífur Ockhams gat ekki ráðið niðurlögum þessara nýju náttúrufyr- irbæra sem stönguðust illilega á við ríkjandi kenningar og heimsmynd. Þessu var ekki ósvipað farið um 1900 þegar vísindamenn uppgötvuðu geislavirkni og röntgengeisla án þess að hafa handbærar kenningar til að út- skýra eðli þeirra. Þetta er dæmi um hve villandi er að skoða vísindasöguna fyrst og fremst frá sjónarhóli kenninga eins og gert hefur verið á undan- förnum áratugum, t. d. í bók Kuhns um vísindabyltingar. Einn þeirra fræðimanna sem hafa riðið á vaðið á síðustu árum og gagnrýnt þessa heim- spekiskoðun er vísindaheimspekingurinn Ian Hacking. Að hans mati eru ný fyrirbæri og tilraunastarfsemi ekki síður aflvaki vísindaþróunar en vís- indakenningar. Hann álítur að það séu fyrirbærin sem séu raunveruleg en ekki kenningarnar sem lýsa fyrirbærunum. Því má hugsa sér að kenningar séu mismunandi langlífar og þær megi skera í burtu með rakhníf Ockhams. Oðru máli gegnir um náttúrufyrirbærin sem lifa að einhverju leyti sjálf- stæðu lífi óháð vísindakenningum og bjóða rakhníf Ockhams óhrædd byrginn.13 Það hefði mátt leggja meiri áherslu á það að Týchó notaði ekki hjálpartæki á borð við sjónauka heldur horfði hann og aðstoðarmenn hans til himins með „berum augum“. Ahrifavald tæknilegra hluta vill oft gleym- ast í vísindasögunni, þ. e. litið er á ný tæki af ýmsu tagi sem sjálfsagða hluti. Þó að Galíleó ryddi notkun sjónauka braut í stjörnufræðinni hélt hann því blygðunarlaust fram að menn horfðu til himins með „eigin skynfærum“ (11,143). Vissulega eru sjónaukar bornir upp að skynfærum manna, en það sem sést með sjónaukanum á hins vegar iítið skylt við venjulega sjónræna skynjun. Því má líta svo á að í eðlisvísindum eigist við tvö andstæð öfl, þ. e. annars vegar þráin eftir einfaldleika og hins vegar óþrjótandi tækja- gleði og nýjungagirni mannskepnunnar sem stefnir í þveröfuga átt. Aður óþekkt fyrirbæri, sem gera heiminn flóknari og margbreytilegri á varanleg- an og djúpstæðan hátt, koma í ljós vegna nýrrar tækni. Af því getur leitt að gera verði ríkjandi vísindakenningar flóknari til að útskýra hinn aukna fjölda náttúrufyrirbæra eða þá að grundvellinum er smátt og smátt kippt undan tilveru þeirra. Kannski mætti lýsa þessum óhrekjanleika nýrra fyrir- bæra og hluta sem verufræðilegri örlagahyggju. Jafnvel þótt Týchó hefði ekki yfir að ráða sjónauka stundaði hann mikil- vægar og umfangsmiklar stjörnuathuganir með háþróuðum mælitækjum sem kostuðu stórfé að þeirra tíma hætti. Um hríð hafði Týcho til ráð- stöfunar um það bil einn hundraðasta af öllum tekjum danska ríkisins (II, 31). Hvernig voru þessi útgjöld réttlætt á þeim tíma þegar vísindin höfðu lítið til málanna að leggja í hagnýtum skilningi nútímamanna? Hvaða hag- fræðilegu eða hugmyndafræðilegu ástæður lágu að baki stuðningnum við hann í Kaupmannahöfn á þessum árum? Sérstaklega er þetta áleitin spurn- ing í ljósi þess, að þegar nýr konungur tók við Danaveldi hætti að blása by r-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.