Skírnir - 01.09.1989, Síða 205
SKÍRNIR
HALTU HÁTÍÐ
455
öld er til dæmis ekki nema á einum stað minnst á þorrablót, í goðsöguleg-
um kafla úr Orkneyinga sögu (ÞBL: 16), og hefur hann meira að gera með
þá tilteknu sögu en rammíslenskar hátíðir nútímans. Til eru ýmis þorra-
kvæði frá 17. og 18. öld, en ekki virðist nema um getgátur Arna að ræða að
þar sé um leifar heiðins átrúnaðar að ræða (ÞBL: 31, 35,95). Frá sama tíma
er til heimild sem segir að
... ættu Húsfreyjur ganga út fyrir dyr næsta kvöld fyrir þorrakomu,
og so sem öðrum góðum virðingargesti Innbjóða [Þorra] til sín með
fögrum Tilmælum, að væri sér og sínum léttur og ekki Skaðsamur.
Gói ættu Bændur allir að Innbjóða með viðlíkum hætti; Yngismeyj-
ar Einmánaði; en Yngismenn Hörpu . . . (ÞBL:30)
og sýnist mér þetta benda til annars og líklegra samhengis þorrakvæðanna.
Hugmyndir um þorra á 17. tii 19. öld er því vænlegra að skoða í samhengi
hugmynda um Góu, Einmánuð og Hörpu og/eða hugmynda um húsfreyj-
ur, bændur, yngismeyjar og yngismenn en að gera úr þeim þorrablót. Það
að heimilisfólk taki á móti öndum þessara mánaða á þennan hátt er auk þess
sambærilegt því að um áramót gekk einhver, venjulegast húsfreyja, um-
hverfis bæinn og bauð ótilgreindum verum að fara, koma eða vera eftir því
sem þeim þóknaðist, heimilisfólki að meinalausu.27 Fólk umgengst anda
þessa af varkárni og lítillæti, og gætir þess að sýna þeim virðingu. Vænleg-
asta skýring þess er að fólk líti svo á að þessir andar hafi meira vald en það
sjálft, og sé öndunum misboðið sé ills að vænta (t. d. ef fólk slær álagabletti
eða raskar álfabyggð, margar sögur eru til um hvort tveggja) en með réttri
framkomu geti fólk notið verndar þeirra.
Smábændur þessa tíma reyna að koma fram við embættismenn á svipað-
an hátt og á svipuðum forsendum. Vald og vernd haldast í hendur, og fólk
nýtur verndar í krafti stöðu sinnar og þess hvernig samskipti það á við
valdameiri verur, mennskar eður ei. Eftirfarandi brot úr Þorrakvæði frá 18.
öld sýnir að gagnvart smábændum þá voru embættismenn og verur á borð
við Þorra svipuð fyrirbæri innan veruleika þessa tíma:
Sitt af hverju segi eg þér,
sjálfum Þorra gjald þú hér,
sem í þinni eigu átt,
ekki tjáir að bita smátt.
Eitt og annað undan draga ei þú mátt.
Það skal virðast, þér ég þyl,
þrettán ríkisdala til.
Þegar reisa Þorri kann,
þú skalt syngja úr hlaðinu hann
berhöfðaður allt eins og þinn yfirmann. (ÞBL: 203-4)