Skírnir - 01.09.1989, Page 224
474
SKÍRNIR
JÓN SVEINBJÖRNSSON
Biblíunni eða stórum hluta hennar. Hann telur tilgátur þeirra Daniels A.
Seip og Guðbrands Jónssonar um að til hafi verið eldri þýðing Biblíunnar
á norrænu ekki nægilega rökstuddar. Seip byggir tilgátur sínar aðallega á
rannsóknum á elstu gerð Stjórnar, en Stjórn nefna menn handrit af sögu-
bókum Gamla testamentisins á norrænu, sem norski fræðimaðurinn
Christian R. Unger gaf út 1862. Seip bendir á að orð og orðasambönd sem
notuð eru í elstu ritum komi fyrir í handritum frá 14. öld af Stjórn um sömu
hluti, t.d. festingarhiminn fyrir „firmamentum", þinghús fyrir „syna-
goga“.5 Tvítekin orð í Stjórn telur hann benda til þess að höfundur þess
hluta Stjórnar hafi stuðst við eldri þýðingar. Tilgátur Guðbrands6 byggjast
á að hin 300 ára gamla „Biblía á norrænu," sem sögð er hafa verið til á Hól-
um 1525 hafi verið íslensk þýðing Biblíunnar og einnig bendir hann á
biblíutilvitnanir í biskupasögum, í hómilíum, og heilagramanna sögum.
Tveir fyrstu kaflarnir í bók Kirbys eru ritaðir til þess að setja lesandann
inn í sögulegt samhengi efnisins. Það er nauðsynlegt til þess að betur sé
hægt að fylgjast með röksemdafærslum höfundarins og taka afstöðu til
niðurstaðna hans. I fyrri kaflanum gefur höfundur yfirlit yfir biblíuþýð-
ingar á Vesturlöndum fyrir siðbreytingu. Síðari kaflinn fjallar um sögu og
trúarlegar bókmenntir Islendinga og Norðmanna fram að siðbreytingu.
III
Kaflinn um biblíuþýðingar í Evrópu fyrir siðbreytingu er afar fróðlegur og
er mikill fengur að fá slíkt yfirlit yfir efnið og yfir þau heimildarrit og fræði-
bækur sem um það fjalla. Einkum sýnast mér biblíuþýðingar á Englandi at-
hyglisverðar en mikil gróska hefur verið í biblíuþýðingum þar um svipað
leyti og trúboð hófst á Islandi. Ahugaverð er sú tilgáta að bibiíuþýðingar á
norrænu hafi hafist á Englandi.
Athyglisvert er að sjá hve hliðstæð þróunin hefur verið á Englandi,
Frakklandi og meðal þýskumælandi þjóða. Upphaflega eru einstök biblíu-
rit þýdd og þá einkum sögurit Biblíunnar og Saltarinn. Þýðingarnar beinast
fyrst og fremst að lesandanum eða áheyrandanum. Biblíutextinn er aukinn
með skýringum og umritunum eða þá styttur og útdrættir gefnir af lang-
dregnum eða endurteknum frásögnum. Þessi vinna með texta biblíuritanna
minnir á aðferðir sem kenndar voru í mælskulistarskólum frá fornöld7 og
fram eftir öldum. I kennslubókum er beinlínis minnst á æfingar í þýðingu
og gagnsemi þeirra.8 Sýnt hefur verið fram á að Foræfingar Afþóníusar hafi
mótað menntun og kennsluhætti Vesturlanda allt fram á 17. og 18. öld.9
Forvitnilegt hefði verið að fá nánari umfjöllun um þýðingar á öðrum rit-
um eo á Biblíunni frá þessum tímum í Evrópu, þýðingu á grískum og latn-
eskum höfundum þar sem þýðingaraðferðir og vinna með texta væru born-
ar saman við þýðingu á biblíuritum frá sama tíma.
Tvennt vekur einkum athygli: Það er fyrst í lok miðalda sem öll Biblían
er til í þýðingu. Fram að þeim tíma er það fyrst og fremst frásagnarefni