Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 7
vestfirska FRSTTABLAÐID Hátíðar- réttir Þegar jólin nálgast þarf að huga að því, hvað skal hafa í jólamatinn. Við á Vestfirska fréttablaðinu leituðum í smiðju til matsveinanna á Hótel Isafirði, þeirra Bene- dikts Torfasonar og Guðna Kristmundssonar og báðum þá um uppskriftir að reglulegum jólamat. Þeir brugðu fljótt og vel við og hér á síðunni eru uppskriftir þeirra að nokkrum réttum. ■ Benedikt Torfason SINNEPSGLJÁÐUR HAM- BORGARHRYGGUR Fyrir 4 — 6 (ca 220 — 230 gr. pr. mann) Látið hrygginn í bökunar- poka og bakið í ofni við 175°C í ca eina klst. Takið hrygginn úr pokanum. (Ekki er nauðsynlegt að geyma soðið í sósu). Hryggurinn smurður með súr-sætu sinn- epi sem í er bætt 2 — 3 msk. af ananassafa eða öðrum á- vaxtasafa. Bakað í ofni við 200°C í ca 10 mín. Með þessu er borið fram sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál, gljáðir ananasbitar og austurlensk sósa. GLJÁÐIR ANANASBITAR 50 gr. sykur brúnaður í 25 gr. af smjörlíki í potti. Þegar sykurinn er vel brúnaður er bætt út í 1 msk. af tómat- púrré ásamt 1 dl af rauðvíni. Ananasbitamir settir út í á- samt svolitlu af safanum. Látið krauma þar til þetta er sæmilega þykkt. AUSTURLENSK SÓSA 1 fersk paprika skorin í smá- bita, kjarni og fræ hreinsað frá. 2—3 hringir af ananas skornir í bita. 2 msk. paprikuduft 3 — 4 msk. súrsætt sinnep 2 dl rjómi 30 gr. smjörlíki, kjötkraftur eftir smekk 1. Látið papriku og ananas krauma saman í potti þar til paprikan er meyr. Bætið í ca. 6 — 7 bollum af vatni. Látið sjóða, bakað upp með smjörbollu. Suðan látin koma upp og soðið við væg- an hita í ca. 20 mín. Kjöt- krafti bætt í og að síðustu sinnepi og rjóma. FYLLTUR KALKÚN Fyrir 6 — 8 manns Undirbúningur: 40 mín. þiðnun: 1—2 sólarhringar. Steikingartími: um 2 klst. Ofnhiti: 150 — 200°C Neðsta rim í ofni 1 kalkún, 2 — 2Vt kg. salt, pipar, smjör 3 — 4 dl. þurrt hvítvín 2 dl sýrður rjómi sósulitur eða soyasósa 1 — IV2 kg kartöflur 1 steinseljuvöndur V2 sítróna. 1. Þerrið kalkúninn mjög vel. Núið að innan með skorinni sítrónu, salti og pipar. 2. Leggið kalkúninn í eldfast fat, dreypið hvítvíni yfir og bakið í ofninum við 150°C í 40 mín. Hellið safanum af. Hitið ofninn í 200°C. Hafið kalkúninn í ofniunum við þennan hita það sem eftir er af steikingartímanum og snúið honum oft 3. Komið upp suðu í vínsaf- anum og bætið í sýrðum rjóma, smátt og smátt uns sósan þykknar hæfilega. Látið sjóða í hvert sinn er rjómanum er bætt út í. Bragðbætið sósuna með kryddi, soyasósu og sósulit ef þurfa þykir. 4. Soðnar og afhýddar kart- öflur brúnaðar í smjöri uns þær eru orðnar fagurbrúnar. Stráðar saxaðri steinselju og 1 — 2 msk. af sítrónusafa. APRÍKÓSUFYLLING 225 gr. niðursoðnar apríkós- ur eða 100 gr. þurrkaðar. 1 — 1 Vt tsk. engifer. Ca. 100 gr. skorpulaust brauð. 50 gr. svínaspik 1 egg, salt, pipar. Leggið apríkósumar í bleyti yfir nótt. Skerið apríkósurn- ar og svínaspik smátt, myljið brauðið og blandið hæfilega með hræru. Bragðbætið með salti, pipar og engiferi. RAUÐVINS LAMBALÆRI Fyrir4 — 5 manns ca 2 kg lambalæri 4 — 5 msk. olía (soyaolía er mjög góð) eða 3 msk. smjör Vi tsk. ferskmalaður pipar 1 tsk. gróft salt 1 tsk. timian 2 hvítlauksrif 6 — 7 dl rauðvín 1 dl créme fraiche 1 msk. kartöflumjöl 2 tsk rifsberjahlaup eða sulta 1. Blandið helmingnum af olíunni (eða smjörinu) ,með salti, pipar, timian og fínt skornum hvítlauk. Skerið fínar grunnar rifur í skorp- una á lærinu og smyrjið kryddinu vel á. Látið lærið standa í u.þ.b. 1 klst. 2. Hitið ofninn í 250 °C. Leggið lærið á grind (gott er að hafa skúffu undir til að fá safa í sósuna) og brúnið á báðum hliðum um 10 mín. á hvorri hlið. 3. Minnkið hitann í 200°C. Reiknað er með Vi tíma steikingu á hvert kg. Þá verður kjötið rautt og fallegt. Annars 35 — 40 mín. fyrir þá sem vilja kjötið betur steikt. Berið rauðvínið yfir þegar hitinn er kominn í 200°C, ekki fyrr, annars gufar það of fljótt upp. Berið safann yfir öðru hvoru á meðan á steik- ingu stendur. 4. Færið lærið á fat og breiðið yfir rakt stykki. Látið standa í 5 — 10 mín. 5. Hellið safanum í pott, látið suðuna koma upp. Hrærið saman créme fraiche og kartöflumjöli og bætið út í. Hrærið rösklega í með písk- ara, uns sósan er soðin og jöfn. Rifsberjahlaupi eða sultu bætt út í eftir smekk. Berið fram með brúnuð- um kartöflum, grænum baunum og blómkáli. FERSKT APPELSÍNUHLAUP fyrir 4 — 5 Undirbúningur ca 15 mín. Kæling: 2 — 3 klst. má ekki frysta. 10 blöð matarlím (20 gr.) 150 gr. sykur 2V2 dl. vatn 5 — 6 stórar appelsínur, 1—2 sítrónur 1 — 2 dl rjómi skafið súkkuiaði 1. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Sjóðið lög úr sykri og vatni. Leysið matarlímið upp í honum heitum. 2. Pressið safann úr app- elsínunum og sítrónunum, hellið honum í gegnum fín- Verkfæri vinnufatnaður Sjófatnaður Kuldafatnaður Stálvírar Kranavírar Keðjur Lásar allsk. Vatnstrekkjarar Kóssar Bjarghringir björgunarvesti Brunaslöngur Tengi og stútar Neyðarmerki öryggisbúnaður # Línubyssur # Fallhlífarflugeldar # Handblys Alltaf í fararbroddi Ananaustum Sími 28855 Elsta og stærsta veiðarfæraverslun landsins 7 Guðni Krístmundsson gerða síu í sykurlöginn. Hellið í glös (hér er gott að nota t.d. rauðvínsglös). 3. Skreytið með rjóma og rifnu súkkulaði. SAVARIN KAKA Undirbúningur: 30 — 40 mín. Lyfting um ein klst. Hringform V/t lítri (einnig má nota fleiri og minni form) Bökunartími 25 — 30 mín. Ofnhiti 200°C Bakist neðst í ofni. Biðtími ca 3 klst. Má ekki frysta. Deig: 150 gr. smjör 1 dl mjólk eða þynntur rjómi 25 gr ger Vt tesk. salt 1 msk. sykur 3 egg 200 gr hveiti (2Vt dl) 3/4 — 1 dl romm, koníak eða 1 Vt dl vín (sama magn má nota af ávaxtasafa fyrir þá sem ekki nota vín) 1. Bræðið smjörið, bætið í mjólk eða rjóma, látið blönduna volgna. Myljið gerið og leysið upp í blönd- unni. Bætið í salti, sykri, þeyttum eggjum og hveiti. Hrærið deigið uns það er ljóst og mjúkt, breiðið yfir það rakt stykki og látið það standa á hlýjum stað. 2. Hnoðið deigið létt og látið í velsmurt hringform stráð sykri. Bakið eins og fyrr er sagt. Prufið með mjóum tré- pinna hvort kakan er bökuð. Látið kökuna standa í 1 — 3 mín. áður en henni er hvolft úr forminu á grind. Þvoið formið vandlega og látið kökuna í aftur. 3. Sjóðið sykurlög úr vatni og sykri, látið krauma í opnum potti í ca 20 mín. eða uns hann verður þykkur (ath. sykurinn má ekki krystall- ast). Kælið löginn lítillega og hrærið bragðefnum saman við. 4. Stingið göt með prjóni, þétt í kökuna og ausið legin- um yfir hvað eftir annað. Gefið kökunni tíma til að sjúga í sig vökvann. Látið standa í ca 80 mín. Þqá er kökunni hvolft á fat til þess að lögurinn sem safnast hef- ur á botninn geti síast inn. Fylla má kökuna með t.d. ískúlum og gefa síðan heita eða kalda karamellu- eða súkkulaðisósu yfir. Gleðileg jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.