Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 38

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 38
vestfirska 38 r 1 FRETTABLADIS Björn Helgason. heimili fyrir þá er knatt- spymu stunduðu í sumar. K.R.Í. tók á leigu Mánagötu 1 (Mánakaffi) og rak þar myndarlegt félagsheimili. Þetta var gott framtak hjá stjórn K.R.I. og setti mikinn og góðan svip á allt knatt- spymustarf á þessu sumri. Minnist ég sérstaklega orða fararstjóra og þjálfara þeirra félaga er komu hingað með hópa til keppni við okkar menn í sumar, hversu skemmtilegt væri að hafa svona aðstöðu sem var í K.R.I húsinu, þar sem knattspyrnumenn gá.tu kom- ið saman bæði fyrir og eftir leiki, og fengið veitingar, borið saman bækur sínar, og er kynning því miklu meiri milli leikmanna. Er vonandi að K.R.Í. takist að halda á- fram með rekstur félags- heimiíis næstu árin, og þurfa bæjarbúar að styðja við bak- ið á K.R.Í. til að svo geti orðið. UNGLINGASTARF Eins og fram hefur komið æfði óvenju mikill fjöldi knattspymu hér í sumar, á aldrinum 6 — 15 ára. Voru 173 unglingar á skrá. Það er því mikið æskulýðsstarf sem unnið er við að halda uppi æfingum og keppni fyrir aíl- an þennan fjöida unglinga, og ekki víst að allir geri sér ljóst, hversu mikið þeir þurfa að vinna, þeir allt of fáu er sjá um að þessi starfsemi geti gengið, og svo mikið er víst að foreldrar barna sem stunda knattspyrnu, skíði eða sund vita nokkuð vel hvar bömin eru og má því segja að íþróttahreyfingin vinnur mikið uppeldisstarf. Það eru allflestir sammála því að K.R.Í. hafi staðið vel að allri þjálfun og uppbygg- ingu yngri flokkanna í sum- ar, enda er það þar sem á að byrja starfið. Vonandi verð- ur haldið áfram á þeirri braut að sinna unglingum eins vel og hægt er, því nauðsynlegt er að unglingar fái rétta og hvetjandi þjálfun strax, ef þeir eiga að verða dugandi knattspyrnumenn þegar þeir koma upp í eldri flokka. Árangur yngri flokka í mótum var mjög þolanlegur í sumar. Kom þá í ljós að við eigum marga mjög efnilega og frambærilega unglinga en líka allt of marga sem litla Belgíu í æfingaferð. Farið var til Lokeren og tókst sú ferð í alla staði vel. Ferðin var vel undirbúin og skipu- lögð af Kristjáni Bemburg, sem vinnur hjá Lokeren sem Þeir börðust hart um boltann, þeir yngstu í leik sem var leikinn í leikhléi í úrslitaleik fírmakeppninnar í sumar. eða enga grunnþjálfun hafa. En með markvissri uppb- yggingu og góðum efnivið, þá þurfum við ekki að kvíða árangri. UNDIRBÚNINGUR I apríl í vor fór meistara- flokkur (2. deild) I.B.Í. til aðstoðar- og unglingaþjálf- ari. Kristján bauð upp á á- framhaldandi samstarf við Í.B.I. og kom með hug- myndir um að taka á móti yngri flokkum í æfingabúðir til Lokeren. Það er mjög at- hyglisvert að stefna að slíku. Hjá öðrum flokkum fór hinn hefðbundni undirbúningur fyrir mót fram hér heima. Yngri flokkar fóru í æfinga- búðir að Núpi. Það er alltaf gaman að fara í æfingabúðir þó ekki sé langt farið. MÓT Lið okkar er lék í 2. deild í Islandsmótinu fór hægt og illa af stað í stigabaráttunni, en þegar 4 leikir voru eftir, þá var ísafjörður í 2. sæti, og talið nokkuð víst að sæti í 1. deild næðist. En það tókst þó ekki og liðið hafnaði í 4. sæti. Þokkalegur árangur en samt ekki nógu góður, því fjöl- miðlar og aðrir töldu Í.B.Í. vera með annað besta liðið í deildinni. 1. deildarlið kvenna okkar stóð sig ágætlega og hélt sínu í deildinni, nokkuð sem margir héldu að ekki tækist. Kvennalið okkar er örugg- lega það yngsta og jafnframt það efnilegasta í deildinni og stúlkurnar hafa náð ótrúlega góðum árangri á þeim fáu árum sem liðin eru síðan byrjað var að æfa hér reglu- lega kvennaknattspyrnu. Verður gaman að fylgjast með árangri hjá stúlkunum á næsta sumri. Eitt er þó sem benda verður á í sambandi við kvennaknattspyrnu, það er að byrja strax á að þjálfa yngri flokka þar, en eitthvað — 39 Veiðihjól Veiðistangir Veiðivesti Veiðitöskur Háfar Badmintonspaðar Badmintonkúlur Badmintonpeysur Badmintonskór Ennisbönd Bakpokar Svefnpokar Tjöld Dýnur Prímusar Sundbolir Sundskýlur Sundgleraugu Sundhettur Handklæði Trimmgallar, Trimmskór Hlífðargallar Trimmvesti m/endurskini New York gallaz komnir í öllum stærðum Top Ten körfuboltaskór stærðir 28 til 44 r Iþróttaskór í úrvali Göngugallar Gönguhanskar íþróttagallar íþróttaskór íþróttaskýlur íþróttabolir Sokkar Eigum úrval afskíðavörum fyrir göngu og svig Skíði — Allar stærðir — Margar gerðir Skíðaskór fyrirbyrjenduroglengrakomna Bindingar við allra hæfi Skíðafatnaður í úrvali fc SPORTHIAÐAN hf SILFURTORG11 = 400 ÍSAFIRÐI ^ SÍMI4123 * »- JOLAGETRAUN 1. Hvaða gönguskó og bindingar nota Gunde Svan og Thomas Wassberg? 2. Hvaða skíði notar Hafsteinn Sigurðsson, landsliðsþjálfari? 3. Hvaða skíðabindingar selur Sporthlaðan? Lausnum skal skila í Sporthlöðuna fyrir kl. 12:00 laugardaginn 22. desember. Dregið verður úr réttum lausnum kl. 17:00 sama dag. Henson náttsloppar fyrir böm Verðfrákr. 1.275,00 Moonboots Tvær gerðir — Stærðir frá 25 til 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.