Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 9
vestíirska r?,ETTABLADID á svonefndum Bogabúðar- reit. Kaupverð á þessum eignum var kr. 18.000. Baráttan var hafin, að vísu var allt smátt í sniðum í fyrstu, en umsvifin jukust. ÚTGERÐIN Frá Hnífsdal flutti faðir minn með sér 2 litla vélbáta, þá Fram og Sörla, árabátana Tóta og Guðfinnu, en auk þess átti hann helming í mótorbátnum Elliða. Að margra dómi sýndi faðir minn mikla þrautseigju og kjark þegar hann lét byggja báta á áratugnum 1930—40 þegar vonleysi og uppgjöf hafði heltekið flesta framkvæmdamenn víða um land. Um þetta sagði Torfi Hjartarson sýslumaður eitt sinn í sýslunefndarhófi: „Þá fór ég að veita honum Einari athygli, þegar hann lét byggja hvem bátinn af öðr- um, þegar aðrir voru að leggja upp laupana.“ Strax á fyrstu 5 árum þessa erfiða áratugar keypti faðir minn 5 nýja báta og átti þá alla á móti ungum og harðdugleg- um formönnum. Bátar þessir voru af stærðinni 7—9 tonn. í upphafi stríðsins þegar afli glæddist og verðlag hækkaði á erlendum mörk- uðum komu bátakaupin á kreppuárunum Bolvíkingum vel. Flotinn var allur nýlegur nema 2 minnstu bátarnir. Ááratugnum 1940— 1950 var strax hafist handa um stækkun bátanna. Fyrst komu 10 — 12 tonna bátar, þá 40 — 50 tonna bátar. Stærsti áfanginn í útgerðar- sögu fimmta áratugarins var þó án efa smíði Hugrúnar, eins af Svíþjóðarbátunum svokölluðu sem kom til Bol- ungarvíkur á Sjómannadag- inn 1946. Hugrúnin fór fyrst í flutninga milli Bolungar- víkur og Reykjavíkur, en um sumarið á síldveiðar. Árið áður hófust tilraunasíldveið- ar á m/b Bangsa og á árinu 1947 hófst samstarf við Skafta Stefánsson á Siglu- firði um síldarsöltun. Skafta-planið, eða Nöf eins og síldarsöltunarstöðin hét, var með hæstu söltunarstöðv- unum og stundum sú hæsta á landinu, þar til síldin hvarf. af Norðurlandsmiðum upp úr 1960. Á þessum árum stunduðu 5-6 bátar okkar síldveiðar frá Siglufirði, en þeir urðu allt að átta eftir að við fórum að salta á Seyðisfirði. Sjálfsagt hefur þetta þá verið einn mesti síldarfloti frá einni út- gerð. Fullkomna söltunarað- stöðu höfðum við aðeins í tvö ár á Seyðisfirði en þá seldum við íbúðarbraggann tilS.R. Eins og fyrr segir var Hugrún notuð til flutninga milli Reykjavíkur og Bol- ungarvíkur frá hausti og fram á vor. Áður höfðu verið leigð skip til fiskflutninga milli ísafjarðar og Bolungar- víkur, auk þess sem flutn- ingar voru stundaðir á mót- orbátnum Bangsa eftir að hann var keyptur um ára- mótin 1943—44. Aðallega var um að ræða fiskiflutn- inga til ísafjarðar en auk þess flutninga til og frá Reykjavík og flutning á beitu frá Siglu- firði til Vestfjarða. Eftir að Hugrúnin kom til sögunnar var um að ræða vikulegar ferðir milli Reykjavíkur og Vestfjarða frá hausti og fram á vor, og eftir að Særúnin var keypt voru flutningarnir stundaðir allt árið. Flutningastarfsem- in mæltist vel fyrir á Vest- fjörðum og reyndist hagstæð þrátt fyrir að enginn væri ríkisstyrkurinn. Flutningar þessir voru aflagðir á árinu 1965. átti faðir minn gjarnan báta sína á móti formönnunum. Hann hefur löngum talið að sú aðferð að eiga atvinnu- tækin með starfsmönnum sínum hafi verið til mikillar farsældar fyrir sig og fyrir- tækið og byggðarlagið í heild. Meðal sameignarmanna föður míns áður en hlutafé- lögin komu til sögunnar, voru bræður hans, Jón og Guðmundur, Kristján E. Kristjánsson, Bemódus Halldórsson, Magnús Krist- jánsson, Guðmundur Pét- ursson, Hannes Sigurðsson, Þorbergur Magnússon, Jón Kr. Guðnason, Egill Guð- mundsson, Guðbjartur Sig- urðsson, Hálfdán Ólafsson og Pétur Jónsson. Þótt ekki gefist tími í þessu erindi að minnast á alla þá báta sem fyrirtækið hefur átt, en þeir eru nú komnir á fimmta tuginn, get ég ekki látið hjá líða að minnast á þá báta sem báru nafnið Einar Hálfdáns, en þeir urðu alls fjórir, allir miklar happa- fleytur. Fyrsti báturinn með þessu nafni var 7 tonna bát- ur, smíðaður í Noregi fyrir föður minn og Jón bróður hans, sem var skipstjórinn. Árið 1944 keypti Hálfdán Einarsson hlut Jóns í bátnum og tók við skipstjórn. Vorið 1947 kom Einar Hálfdáns nr. 2, 38 tonna bátur smíðaður á Seyðisfirði. Um hann var hlutafélagið Völusteinn stofnað. Auk föður míns og Hálfdáns voru Guðfinnur bróðir, Kristján Fr. Krist- jánsson, Kristján Þorgilsson og Guðjón Kristjánsson, hluthafar. Árið 1953 kom enn nýr Einar Hálfdáns 52ja tonna bátur, smíðaður í Danmörku og sá síðasti kom árið 1960, 105 tonna stálbátur, smíðað- ur í A-Þýskalandi. Sá bátur var seldur 1974, og hafði þá bátur með þessu nafni verið gerður út frá Bolungarvík í 40 ár. Árið 1958 fengum við fyrsta skipið af svokölluðum tappatogurum, sem ríkis- stjórn íslands samdi um smíði á í A-Þýskalandi. Þetta voru 250 tonna togskip, góð og traust sjóskip. Skip okkar nefndum við Guðmund Pét- urs og stofnuðum um það hlutafélagið Baldur. Fjórum árum síðar yfirtökum við hlutafélagið Röst á Raufar- höfn og eignuðumst þar með tvo tappatogara í viðbót, Bjarney sem við nefndum Sólrúnu og Jón Trausta sem fékk nafnið Hafrún. Þessi skip voru öll gerð út á síld- veiðar, þar til þeim lauk á sínum tíma. Hafrúnin sem Benedikt Ágústsson skip- stjóri átti með okkur var seld en Guðmundur Péturs og Sólrún stunduðu aðallega línuveiðar og voru í okkar eigu allt til ársins 1978, að þau voru seld úr landi, og hlutafélagið Röst var sam- einað Einari Guðfinnssyni hf. Núverandi skipakostur eru 4 skip. Hugrún 200 smálestir, sem byggð var í Svíþjóð og kom til landsins 1964. Þessi Hugrún eins og hin fyrri, hefur reynst vel og hefir stundað línuveiðar, en einnig síldveiðar og rækju- veiðar. Skuttogarinn Dagrún, 500 tonna skip, sem byggt var í St. Malo í Frakklandi kom til landsins í febrúarmánuði 1975. Skipið hefur reynst mjög vel og náði því eitt árið að vera aflahæst yfir landið af svokölluðum minni tog- urum. Skipið er í eigu Bald- urs hf. -------11 Svo sem ég hef áður nefnt • #» Svarti Tótí. Fyrstí báturinn, sem Einar Guðfinnsson eignaðist allan og var formaður á. Áfangar w 1 sögu fyrir- tækjanna 1911 Einar Guðfinnsson kemur í fyrsta sinn til Bolungarvíkur 1924 1. nóvember. Einar Guðfinnsson hefur rekstur fyrirtækis síns í Bolungarvík, kaupir verbúð, fiskhús, litla verslunarbúð, uppsátur fyrir tvo báta og leigurétt á svonefndum Bogabúðarreit. 1928 17. júní. íshúsfélag Bolungarvíkur stofnað. íshúsfélagið byggir fyrsta vélfrystihús á Vestfjörðum og yfirtekur einnig rekstur Raflýsingar hf., sem seldi rafmagn til Ijósa í Bolungarvík. 1933 Einar Guðfinnsson kaupir mestan hluta af eignum dánarbús Péturs Oddssonar af Landsbankanum, en Pétur var á sínum tíma stærsti atvinnurekandinn í Bolungarvík. 1935 Einar Guðfinnsson kaupir af Landsbankanum íbúðar- og verslunarhús Péturs Oddssonar og flytur þangað með f jölskylduna, verslunina og skrifstofu. 1939 Einar Guðfinnsson kaupir litla fiskimjölsverksmiðju úr togaranum Gylfa frá Patreksfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.