Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 14
vestlirska 14 rRETTABLAOID eignir dánarbús Péturs Oddssonar af Landsbankan- um. En sem kunnugt er var Pétur Oddsson um árabil stærsti atvinnurekandinn í Bolungarvík og um tíma með stærstu fiskkaupendum landsins. Þessi kaup stór- bættu alla aðstöðu til fisk- verkunar, ekki síst vegna all- ra þeirra fiskreita sem fylgdu með í kaupunum. Sum þeirra húsa sem tilheyrðu Pétri Oddssyni standa enn, svo sem Langaskúrin, Nýja húsið, þar sem síðar varð fiskimjölsverksmiðja og kolahúsið, þar sem nú er saltgeymsla. Á árinu 1928 beitti faðir minn sér fyrir byggingu frystihúss til frystingar á beitu. íshúsfélag Bolungar- víkur hf var stofnað 17. júní 1928 og byggði fyrsta vél- frystihúsið á Vestfjörðum sama ár. Frystigetan var 2 tonn á 12 tímum. Stærð hússins var 144 ferm. líkt og lítið einbýlishús í dag. Þegar vélfrystihúsið tók til starfa yfirtók íshúsfélagið rekstur hf. Raflýsingar, og seldi rafmagn til ljósa í Bol- ungarvík í rúma tvo áratugi, auk þess sem það sá um lagnir í götur og hús. Til gamans má geta þess að allt til ársins 1948 var notaður 50 kw rafall. í dag er algengt að rafaflið sem Bolvíkingar nota sé um 3 megawött. Á árinu 1941 hóf íshúsfé- lag Bolungarvíkur hf. hrað- frystingu á fiski til útflutn- ings. Þessi nýja framleiðslu- grein markaði mikil tímamót í atvinnulífi Bolungarvíkur líkt og annars staðar á ís- landi. Hraðfrystiiðnaðurinn bætti verulega úr þeim sam- drætti sem skapaðist við þá sölutregðu sem varð á salt- fiskmörkuðum okkar um árabil og hefur orðið með tímanum mikilvægasta fisk- verkunaraðferð okkar. Árið 1945 voru 24% af bolfiskafla íslendinga tekin til frystingar en nú um 45%. Á árinu 1952 hófst rækju- vinnsla hjá íshúsfélagi Bol- ungarvíkur hf. Allt fram á miðjan áttunda áratuginn var eingöngu um að ræða vinnslu á innfjarðarækju úr ísafjarðardjúpi. Nú hins síð- ustu ár hefur vinnsla á út- hafsrækju hins vegar verið æ stærri þáttur í rekstri rækju- verksmiðjunnar. í ár er unn- ið að stækkun og verulegum endurbótum á verksmiðj- unni, enda bindum við miklar vonir við aukna rækjuvinnslu á komandi ár- um, þrátt fyrir tímabundna markaðsörðugleika. Á árinu 1968 var gerð á vegum íshúsfélags Bolung- arvíkur fyrsta tilraun hér- lendis til veiða og vinnslu á hörpudiski til útflutnings. Til veiðanna var fenginn vélbáturinn Hrímnir. Til- raunin tókst vel. Þótt vinnsl- unni hafi aðeins verið haldið áfram í 3 ár hér í Bolungar- vík, eru hörpudiskveiðar víða stundaðar enn og hafa skilað drjúgum gjaldeyris- tekjum til þjóðarbúsins. Á þeim 43 árum sem liðin eru frá því að hraðfrysting hófst á vegum íshúsfélagsins hefur verið um stöðuga upp- byggingu og endurnýjun að ræða. Frystihúsið er í dag eitt best búna frystihús landsins, þar sem tölvuvæðing hefur hafið innreið sína. Á undanfömum árum hefur frystihúsið verið með framleiðsluhæstu frystihús- um landsins, síðasta ár þriðja ----------► 15 í verslunum Einars Guðfínnssonar hf. er hægt að fá flest milli himins og jarðar. Hér er af- greiðslustúlka að leiðbeina ungum viðskipta- vinum í leikfangadeildinni. íshúsfélag Bolungarvíkur reisti fyrsta vélfrysti hús á Vestfjöröum. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og margur þorskurinn hefur farið um hendur þeirra kvenna sem snyrta og pakka fískinn í frystihúsinu. . I ICtp j L 1 »«p 1 [ / Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir liðið. Reiknistofa Vestfjarða Sendum vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Útgerð Hafþórs sf., ísafirði Jólatré verða seld við Sigurðarbúð v/Úlfsá Góðir ísfirðingar og nágrannar! Nú eru jólatrén komin Tryggið ykkur tré tímanlega Opið verður: Föstudag 14. des. kl. 17:00 — 20:00 Laugardag 15. des. kl. 13:00 — 18:00 Sunnudag 16. des. kl. 13:00— 18:00 Síðan verður opið 17. des. — 20. des. kl. 17:30 — 19:30 á meðan birgðir endast. Björgunarsveitin Skutull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.