Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 11
vestfirska FRETTABLAEID 11 Fimm af þeim mörgu happasælu skipstjórum sem stjórnað hafa fiskiskipum Bolvíkinga Kristján E. Kristjansson. Magnús Kristjánsson. Bernódus Halldórsson. Hávarður Olgeirsson. Hannes Sigurðsson. Haustið 1977 hljóp svo af stokkunum í skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðsson- ar á ísafirði nýtt skip, mb. Heiðrún, smíðað fyrir Völu- stein hf. Skipið var útbúið til línuveiða, veiða með flot- vörpu og botnvörpu og loks til nótaveiða, semsagt fjöl- veiðiskip. Skipið hefur reynst vel og aflað vel miðað við stærð, en það er 350 smálestir. Hinn 15. júní s.l. bættist svo nýjasta skipið í flotann, ms Sólrún Is 1, 300 smálesta skip sem byggt var í skipa- smíðastöð Njarðvíkur hf. Siglinga- og fiskleitartæki eru að sjálfsögðu af full- komnustu gerð, en skipið er alhliða fiskiskip og hefur sérstaklega verið búið til rækjuveiða. Á milliþilfari hefur verið komið fyrir full- komnum búnaði til vinnslu á rækju, en þar eru um að ræða vél sem flokkað getur rækjuna í 4 stærðarflokka, suðupott og tvennskonar hraðfrystibúnað. Þrjár frystilestar eru í skipinu og rúma 200 tonn. FISKIM JÖLSVERK- SMIÐJA Árið 1939 keypti faðir minn litla fiskimjölsverksmiðju úr togaranum Gylfa frá Pat- reksfirði. Þessum vélum var komið fyrir í litlu húsi sem stóð við brimbrjótinn og var kallað grútarhús, því þar var rekin lifrarbræðsla í sam- vinnu við Bjarna Eiríksson. En Bjarni Eiríksson var ann- ar aðalatvinnurekandinn í Bolungarvík á þessum árum. Þessi verksmiðja var mjög afkastalítil, enda vann að- eins einn maður við fram- leiðsluna. Árið 1949 var hafist handa við að koma upp annarri beinamjölsverk- smiðju. Þessi verksmiðja var í stærra húsnæði og stóð ofar við brjótinn. Verksmiðjan var mun afkastameiri en sú fyrri og um tíma voru keypt bein t.d. frá Hnífsdal og Súðavík. En sumarið 1963 var svo ráðist í að byggja frá grunni síldar- og fiskimjölsverk- smiðju fyrir 200 tonna afköst á sólarhring. Svokölluð Suðurlandssíld hafði veiðst vel, hún var mikið út af Vesturlandi allt norður í Víkurál. Fyrsta skóflustungan fyrir grunni verksmiðjunnar var tekin á afmælisdegi föður míns, 17. maí 1963 og verk- smiðjan var komin í fulla vinnslu sex mánuðum síðar. En svo hvarf síldin af vesturslóðinni, og þá voru góð ráð dýr. Síldarverk- smiðjur ríkisins og fleiri að- ilar höfðu flutt síld milli landsfjórðunga í venjulegum flutningaskipum en allt gekk það brösuglega. Síldin var mjög hættulegur farmur þessurn stóru skipum með venjulegum lestarbúnaði. Sú hugmynd kom upp að leigja tankskipið Þyril til síldarflutninga og dæla síld- inni úr veiðiskipunum yfir í tankskipið. Tilraunin tókst og skipið kom fjórar ferðir með fullfermi til Bolungar- víkur haustið 1964. Talið er að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem fiski hafi verið dælt beint úr veiði- skipum í flutningaskip á hafi úti. Eftir þessar tilraunir okkar tóku aðrir stjórnendur síld- arverksmiðja við sér og á næsta ári voru 5 stór tank- skip í flutningum af síldar- miðunum. Við stofnuðum sérstakt hlutafélag um síldarflutn- ingana á móti Fiskimjöl hf. á ísafirði. Hlutafélagið nefnd- ist Dagstjarnan hf. Það hlutafélag keypti tankskipið Þyril. Við gáfum skipinu ýtt nafn og það fékk sama nafn og hlutafélagið. Dagstjarnan var svo í síldarflutningum, lýsisflutningum og olíuflutn- ingum milli landa næstu ár- in. Sumarið 1976 hófust svo sumarloðnuveiðar fyrir Norðurlandi og Vestfjörð- um. Okkur var ljóst að nú vantaði stærri verksmiðju. Við hófumst þegar handa um stækkun og endurbætur á verksmiðjunni og seinni hluta sumars 1977 voru hin nýju tæki tekin í notkun, höfðu þá afköst verksmiðj- unnar aukist um 60% og eru afköst verksmiðjunnar nú 300 — 400 tonn af loðnu á sólarhring. Síldar- og loðnuverk- smiðjan í Bolungarvík, sem mönnum fannst djarft fyrir- tæki upphaflega hefur reynst fyrirtækinu og byggðarlag- inu þarft og gott atvinnu- tæki. Við vitum að það finnst ekki öllum Bolvíkingum loðnulyktin jafn góð og hressandi. En til fróðleiks get -------13 Áfangar r 1 sögu fyrir- tækjanna 1941 íshúsfélag Bolungarvíkur hf. hefur hraðfrystingu á fiski til útflutnings. 1945 Tilraunasíldveiðar hefjast á mb. Bangsa 1946 Hugrún, einn af Svíþjóðarbátunum svokölluðu kemur til Bolungarvíkur á sjómannadaginn. Hugrúnin fór fyrst í flutninga milli Bolungarvíkur og Reykjavíkur, en um sumarið á síldveiðar. 1947 Einar Guðfinnsson hefur samstarf við Skafta Stefánsson á Siglufirði um síldarsöltun. Hlutafélagið Völusteinn stofnað. 1949 Byrjað að reisa nýja beinamjölsverksmiðju. 1952 Rækjuvinnsla hefst hjá íshúsfélagi Bolungarvíkur hf. 1954—55 Tveggja hæð verslunar- og skrifstofuhús byggt við Vitastíg 1. 1958 Hlutafélagið Baldur stofnað um kaup á tappatogaranum Guðmundi Péturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.