Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 26

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 26
26 I vestlirska I rRETTABUDID Nýjar bækur Tröllabókin — Ný sögu- og myndabók fyrir yngstu börnin Út er komin hjá bókaforlaginu Iðunn ný bók fyrir yngstu börnin — Tröllabókin. Sagan er eftir Jan Lööf en myndlistarmaðurinn Rolf Lidberg hefur myndskreytt bókina stórum litmyndum sem prýða hverja opnu hennar. Þor- steinn skáld frá Hamri þýddi textann. „Vorið var komið, og nú liðu dagarnir hratt," segir í upphafi sögunnar um litlu tröllasystkinin, Lenu og Matta og vini þeirra. „Tröllafjölskyldan hafði tekið sér bólfestu á árbakkanum... „Að hugsa sér — sumarið er komið aftur!" sagði tröllamamma. „Já, það er ekki sem verst," sagði Kaupfélag ísfirðinga JÓLATILBOÐ * JÓLATILBOÐ * JÓLATILBOÐ * JÓLATILBOÐ * JÓLATILBOÐ Við minnum á, að allt kjöt í hátíðarmatinn er aðeins af nýslátruðu en samt á glæsilegu tilboðsverði —Sparið sporin og verslið þar sem úrvalið er— Allt kjöt á gamla verðinu Góður matur á góðu verði Svínakjöt kr./kg. Læri...............................217,00 Læri, úrb., steik..................348,80 Hryggur............................307,80 Kótelettur.........................338,50 Bógur m/beini, hringskorið.........232,70 Bógsteik, úrb......................294,80 Bógur m/beini, hringskorinn, reyktur 255,90 Bógur, úrb., reyktur...............325,50 Kambur m/beini......................204,00 Kambur m/beini, reyktur.............216,30 Kambur, úrb.........................275,70 Kambur, úrb., reyktur...............291,50 Hamborgarahryggur..................357,00 Hamborgaralæri.....................264,20 Hamborgaralæri, úrb................395,00 Reykt dilkakjöt kr./kg. Hangilæri........................278,00 Hangiframpartur..................175,50 Hangiiæri, úrb...................398,00 Hangiframpartur, úrb.............290,00 London Lamb......................258,00 Hamborgarahryggur................251,50 Nautakjöt kr./kg. Hakk 255,00 Gúllas............................417,80 Snitchel..........................499,00 Roast beef........................480,00 Grillsteik........................250,00 Gerið verð- samanburð Fuglakjöt kr./kg. Rjúpur...........................150,00 Kjúklingar.......................255,00 Unghænur..........................93,60 Kjúklingahlutar..................210,00 Pekingendur......................273,00 Aligæsir.........................461,00 Grágæsir.........................461,00 Lambakjöt kr./kg. Hryggur..........................196,00 Læri.............................196,00 Kótelettur.......................202,00 Lærissneiðar.....................220,00 Framhryggssneiðar................210,00 Fyllt læri 310,00 Fylltur hryggur..................310,00 Fylltur frampartur...............210,00 Geymið auglýsinguna tröllapabbi. allan vetur höfum við mátt kúra inni í þröngum kytrum. Nú getum við verið undir þeru lofti.“ — Saga tröllanna er öðrum þræði sagan um hina ei- lífu hringrás náttúrunnar, sögð á þann hátt sem yngstu börnin skilja og nema. Náttúran öðlast líf í máli og myndum og inn í sögu árstíðanna fléttast ótal kostuleg og kímileg atvik úr lífi litlu trölla- barnanna. Tröllabókin er 36 bls. Hún er prentuð í Danmörku. Vertu þú sjálfur Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina, „Vertu þú sjálfur" eftir bandaríska sálfræðinginn, Wayne W. Dyer. Álfheiður Kjart- ansdóttir þýddi. Dr. Wayne W. Dyer er víð- kunnur bandarískur sálfræðing- ur og hafa bækur hans orðið miklar metsölubækur í Banda- ríkjunum og víðar. í fyrra kom út á íslensku bók hans „Elskaðu sjálfan þig„ sem hlaut mjög góð- ar viðtökur íslenskra lesenda. Með „Vertu þú sjálfur" kemur Dr. Dyer enn til liðs við þá lesendur sem vilja stunda sjálfskönnun, efla sjálfstraust sitt og auðvelda sér listina að lifa og njóta þess. Á bókarkápu er bókinni gefin eink- unnarorðin: „Bók handa öllum þeim sem fylgja vilja eigin sann- færingu og stjórna lífi sínu sjálfir:" Þar segir fremur: „Vertu þú sjálfur" fjallar um að ná tökum á sjálfum sér og lífi sínu. Hún er skrifuð handa þeim sem meta eigið frelsi og fylgja vilja eigin sannfæringu í stað þess að láta stjórnast af skoðunum annarra. Að vera frjáls táknar ekki að þú hunsir ábyrgð á þína gagnvart vinum og fjölskyldu. Það felur í sér frelsi til að ákveða sjálfur eigin ábyrgð. Frjálsastir allra í heiminum eru þeir sem hafa öðl- ast innri frið. Þeir stjórna eigin lífi í kyrrþey en hlaupa ekki eftir dyntum annarra. Þessi bókfjallar um að velja sjálfur. Hún byggir á þeirri meginforsendu að þú hafir rétt til að ákveða hvernig þú viljir lifa lífinu svo framarlega sem þú gengur ekki á rétt annarra. Þú getur verið ábyrgur og frjáls. Þú getur staðið á þínu án yfirgangs eða sektarkenndar. Þetta er þitt líf og þú einn getur lifað þínu lífi.“ Bókin er prentuð í Odda hf. Kápa hönnuð í auglýsingastof- unni Octavo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.