Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 25

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 25
vestfirska FRETTABLADID Val á milli vörutegunda. 25 Eins og um hnefaleika væri aö ræða. Vestur í Bandaríkjunum kusu þeir forseta 6. nóv- ember s.l. Kosningabaráttu Bandaríkjamanna hefur oft verið gerð betri skil í íslenskum fjölmiðl- um heldur en nú var gert og getum við kennt verkföllum fjölmiðlanna um það. Við á Vestfirska áttum þó óbeint fulltrúa þar vestra, þar sem er Rúnar Helgi Vignisson. Rúnar starfaði sem kunn- ugt er hjá blaðinu þar til hann fór í háskólanám til Iowa City í haust. Hann sendi okkur þessar hugleiðingar. Að selja forsetann eins og klósettpappír Daginn eftir forsetakosningarnar 6. nóvember s.l. gekk prófessor Woerner þungbrýndur inn í skólastofuna. „Eruð þið jafn niðurdregin og ég?“ spurði hann. Fæstir önsuðu. Þá hristi prófessorinn hausinn og sagðist ekki skilja hvað væri að gerast í þessu landi. „Guð veit hvert við stefnum — á útrýmingarbúðir jafnvel,“ sagði hann. Síðan sneri hann sér að íslendingnum í bekknum og spurði: „Mr. Vignisson, ætlarðu að yfirgefa landið?“ Ég sagðist þegar vera búinn að kaupa farseðil, en það hafði ég einmitt gert á kosningadaginn, þó ástæðurnar hefðu verið aðrar. Þá hló prófessor Woerner og sagði: „Kannski ég ætti að fara með þér til íslands.“ Svo hleypti hann okkur út 7 mín. fyrr en lög gera ráð fyrir — í ljósi hinna dapurlegu kosningaúrslita. Ekki tóku allir kosningaúrslitin jafn nærri sér og þessi prófessor í evrópskum bókmenntum, enda kusu 58% gamla manninn glottandi, jafnvel þó þeir væru andvígir stefnu hans í veigamiklum málum. Grínistar hér hafa eðlilega gert sér mikinn mat úr þessu og kallað Reagan eina manninn sem kosinn hafi verið til embættis af fólki sem var ósammála honum. Steingrímur gæti ekki gert betur. FERRARO KOM í HEIMSÓKN Fimmtudaginn fyrir kosningar gerði Geraldine Ferraro sér lítið fyrir og heimsótti háskólann héma. Það var kaldasti dagur sem af var hausti, en samt sem áður hafði fjöldi manns safnast saman við fundarstaðinn í von um að sjá þessa merku konu renna í hlað. Ég var einn þeirra. En einkaþotu frambjóðandans hafði seinkað og eftir klukkutíma bið gerði íslendingurinn í mér uppreisn gegn kuldanum og fór heim. Ekki var viðlit að komast inn í þéttsetinn fundarsalinn þar sem verið var að hita upp fyrir komu frambjóðandans. Var miklum húrrahrópum útvarpað út í kuldann. Hvort sem koma Gerry gerði útslagið eða ekki, þá fóru demókratar með sigur af hólmi hér í bæ. Aftur á móti hefur verið reiknað út að meirihluti þeirra stúdenta sem kusu hafi greitt Reagan atkvæði, en það er einmitt hinn hinn mikli stuðningur unga fólksins við gamla manninn sem mest hefur komið á óvart. Við þessu hrýs mörgum frjálslyndum manninum hugur. Svo virðist sem stúdentar treysti Reagan betur til að útvega þeim vinnu, en margir þeirra þnrfa að ganga frá Hér horfa menn bara á sápuóperur Ferraro kom í heimsókn og komust færri að en vildu. Umbúðimar um þann bláa vom mönnum meira að skapi. Pontíusi til Pílatusar í atvinnuleit þegar námi lýkur. Margir treysta Repúblikananum líka betur til að verja heiður landsins. „Við erum þreyttir á að láta fara illa með okkur,“ sagði einn nágranni minn. Af stjömustríðsáætlunum Reagans hafði hann engar áhyggjur. Aftur á móti sofa nú margir demókratar illa. LYSTARLEYSI Manni virðast Bandaríkjamenn hafa áberandi minni lyst á pólitík en Evrópubúar. Stúdentar hér höfðu sig til að mynda lítið sem ekkert í frammi fyrir þessar kosningar og ef maður heyrði rætt um frambjóðendurna var það gert í svipuðum dúr og um hnefaleika væri að ræða. Öðruvísi mér áður brá þegar ég var í Þýskalandi fyrir rúmu ári og landið á öðrum endanum útaf fyrirhugaðri staðsetningu meðaldrægra eldflauga. Hér horfa menn bara á sápuóperur. Það var ekki einu sinni að áhugi fyrir kappræðum Reagans og Mondales væri verulegur; málefnaleg umræða átti ekki uppá pallborðið. Skrúðmælgi Reagans kom hins vegar öllum í gott skap: Bestu dagar Bandaríkjanna eru framundan! Húrrahróp og blöðrufargan; ímynd hins hjartahlýja landsföður og öllum leið vel. AÐ VELJA LIT Á KLÓSETTPAPPÍR Kosningabaráttan hér fór að miklu leyti fram í auglýsingatímum sjónvarpsstöðvanna. Valið stóð á milli vörumerkjanna Reagans og Mondales. Og Reagan hafði betra auglýsingaliði á að skipa. „Mondale er ekki mjög spennandi,“ sagði grínistinn Johnny Carson. „Það er hægt að finna hlýrri og líflegri persónuleika en Mondale í hvaða fiskabúri sem er,“ sagði dálkahöfundur einn. Daginn eftir kosningarnar birtist þreytulegur Mondale á skjánum og kvaðst aldrei hafa vanist sjónvarpsvélunum og þær aldrei vanist honum. „Og mér er illa við þessa hluti,“ sagði hann og beygði nokkra hljóðnema. Svo fór hann í sólbað. Nýafstaðin kosningabarátta hefur eðlilega vakið umræður um hvers konar lýðræði það sé eiginlega sem líður slíka kosningabaráttu. Sumir hafa komist að þeirri niðurstöðu að í því felist ekki meira val en milli blás klósettpappírs og rauðs. Umbúðirnar utanum bláa klósettpappírinn voru mönnum greinilega meira að skapi. En segir það eitthvað um gæðin? Iowa City í nóv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.