Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 9

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 9
vestíirska r?,ETTABLADID á svonefndum Bogabúðar- reit. Kaupverð á þessum eignum var kr. 18.000. Baráttan var hafin, að vísu var allt smátt í sniðum í fyrstu, en umsvifin jukust. ÚTGERÐIN Frá Hnífsdal flutti faðir minn með sér 2 litla vélbáta, þá Fram og Sörla, árabátana Tóta og Guðfinnu, en auk þess átti hann helming í mótorbátnum Elliða. Að margra dómi sýndi faðir minn mikla þrautseigju og kjark þegar hann lét byggja báta á áratugnum 1930—40 þegar vonleysi og uppgjöf hafði heltekið flesta framkvæmdamenn víða um land. Um þetta sagði Torfi Hjartarson sýslumaður eitt sinn í sýslunefndarhófi: „Þá fór ég að veita honum Einari athygli, þegar hann lét byggja hvem bátinn af öðr- um, þegar aðrir voru að leggja upp laupana.“ Strax á fyrstu 5 árum þessa erfiða áratugar keypti faðir minn 5 nýja báta og átti þá alla á móti ungum og harðdugleg- um formönnum. Bátar þessir voru af stærðinni 7—9 tonn. í upphafi stríðsins þegar afli glæddist og verðlag hækkaði á erlendum mörk- uðum komu bátakaupin á kreppuárunum Bolvíkingum vel. Flotinn var allur nýlegur nema 2 minnstu bátarnir. Ááratugnum 1940— 1950 var strax hafist handa um stækkun bátanna. Fyrst komu 10 — 12 tonna bátar, þá 40 — 50 tonna bátar. Stærsti áfanginn í útgerðar- sögu fimmta áratugarins var þó án efa smíði Hugrúnar, eins af Svíþjóðarbátunum svokölluðu sem kom til Bol- ungarvíkur á Sjómannadag- inn 1946. Hugrúnin fór fyrst í flutninga milli Bolungar- víkur og Reykjavíkur, en um sumarið á síldveiðar. Árið áður hófust tilraunasíldveið- ar á m/b Bangsa og á árinu 1947 hófst samstarf við Skafta Stefánsson á Siglu- firði um síldarsöltun. Skafta-planið, eða Nöf eins og síldarsöltunarstöðin hét, var með hæstu söltunarstöðv- unum og stundum sú hæsta á landinu, þar til síldin hvarf. af Norðurlandsmiðum upp úr 1960. Á þessum árum stunduðu 5-6 bátar okkar síldveiðar frá Siglufirði, en þeir urðu allt að átta eftir að við fórum að salta á Seyðisfirði. Sjálfsagt hefur þetta þá verið einn mesti síldarfloti frá einni út- gerð. Fullkomna söltunarað- stöðu höfðum við aðeins í tvö ár á Seyðisfirði en þá seldum við íbúðarbraggann tilS.R. Eins og fyrr segir var Hugrún notuð til flutninga milli Reykjavíkur og Bol- ungarvíkur frá hausti og fram á vor. Áður höfðu verið leigð skip til fiskflutninga milli ísafjarðar og Bolungar- víkur, auk þess sem flutn- ingar voru stundaðir á mót- orbátnum Bangsa eftir að hann var keyptur um ára- mótin 1943—44. Aðallega var um að ræða fiskiflutn- inga til ísafjarðar en auk þess flutninga til og frá Reykjavík og flutning á beitu frá Siglu- firði til Vestfjarða. Eftir að Hugrúnin kom til sögunnar var um að ræða vikulegar ferðir milli Reykjavíkur og Vestfjarða frá hausti og fram á vor, og eftir að Særúnin var keypt voru flutningarnir stundaðir allt árið. Flutningastarfsem- in mæltist vel fyrir á Vest- fjörðum og reyndist hagstæð þrátt fyrir að enginn væri ríkisstyrkurinn. Flutningar þessir voru aflagðir á árinu 1965. átti faðir minn gjarnan báta sína á móti formönnunum. Hann hefur löngum talið að sú aðferð að eiga atvinnu- tækin með starfsmönnum sínum hafi verið til mikillar farsældar fyrir sig og fyrir- tækið og byggðarlagið í heild. Meðal sameignarmanna föður míns áður en hlutafé- lögin komu til sögunnar, voru bræður hans, Jón og Guðmundur, Kristján E. Kristjánsson, Bemódus Halldórsson, Magnús Krist- jánsson, Guðmundur Pét- ursson, Hannes Sigurðsson, Þorbergur Magnússon, Jón Kr. Guðnason, Egill Guð- mundsson, Guðbjartur Sig- urðsson, Hálfdán Ólafsson og Pétur Jónsson. Þótt ekki gefist tími í þessu erindi að minnast á alla þá báta sem fyrirtækið hefur átt, en þeir eru nú komnir á fimmta tuginn, get ég ekki látið hjá líða að minnast á þá báta sem báru nafnið Einar Hálfdáns, en þeir urðu alls fjórir, allir miklar happa- fleytur. Fyrsti báturinn með þessu nafni var 7 tonna bát- ur, smíðaður í Noregi fyrir föður minn og Jón bróður hans, sem var skipstjórinn. Árið 1944 keypti Hálfdán Einarsson hlut Jóns í bátnum og tók við skipstjórn. Vorið 1947 kom Einar Hálfdáns nr. 2, 38 tonna bátur smíðaður á Seyðisfirði. Um hann var hlutafélagið Völusteinn stofnað. Auk föður míns og Hálfdáns voru Guðfinnur bróðir, Kristján Fr. Krist- jánsson, Kristján Þorgilsson og Guðjón Kristjánsson, hluthafar. Árið 1953 kom enn nýr Einar Hálfdáns 52ja tonna bátur, smíðaður í Danmörku og sá síðasti kom árið 1960, 105 tonna stálbátur, smíðað- ur í A-Þýskalandi. Sá bátur var seldur 1974, og hafði þá bátur með þessu nafni verið gerður út frá Bolungarvík í 40 ár. Árið 1958 fengum við fyrsta skipið af svokölluðum tappatogurum, sem ríkis- stjórn íslands samdi um smíði á í A-Þýskalandi. Þetta voru 250 tonna togskip, góð og traust sjóskip. Skip okkar nefndum við Guðmund Pét- urs og stofnuðum um það hlutafélagið Baldur. Fjórum árum síðar yfirtökum við hlutafélagið Röst á Raufar- höfn og eignuðumst þar með tvo tappatogara í viðbót, Bjarney sem við nefndum Sólrúnu og Jón Trausta sem fékk nafnið Hafrún. Þessi skip voru öll gerð út á síld- veiðar, þar til þeim lauk á sínum tíma. Hafrúnin sem Benedikt Ágústsson skip- stjóri átti með okkur var seld en Guðmundur Péturs og Sólrún stunduðu aðallega línuveiðar og voru í okkar eigu allt til ársins 1978, að þau voru seld úr landi, og hlutafélagið Röst var sam- einað Einari Guðfinnssyni hf. Núverandi skipakostur eru 4 skip. Hugrún 200 smálestir, sem byggð var í Svíþjóð og kom til landsins 1964. Þessi Hugrún eins og hin fyrri, hefur reynst vel og hefir stundað línuveiðar, en einnig síldveiðar og rækju- veiðar. Skuttogarinn Dagrún, 500 tonna skip, sem byggt var í St. Malo í Frakklandi kom til landsins í febrúarmánuði 1975. Skipið hefur reynst mjög vel og náði því eitt árið að vera aflahæst yfir landið af svokölluðum minni tog- urum. Skipið er í eigu Bald- urs hf. -------11 Svo sem ég hef áður nefnt • #» Svarti Tótí. Fyrstí báturinn, sem Einar Guðfinnsson eignaðist allan og var formaður á. Áfangar w 1 sögu fyrir- tækjanna 1911 Einar Guðfinnsson kemur í fyrsta sinn til Bolungarvíkur 1924 1. nóvember. Einar Guðfinnsson hefur rekstur fyrirtækis síns í Bolungarvík, kaupir verbúð, fiskhús, litla verslunarbúð, uppsátur fyrir tvo báta og leigurétt á svonefndum Bogabúðarreit. 1928 17. júní. íshúsfélag Bolungarvíkur stofnað. íshúsfélagið byggir fyrsta vélfrystihús á Vestfjörðum og yfirtekur einnig rekstur Raflýsingar hf., sem seldi rafmagn til Ijósa í Bolungarvík. 1933 Einar Guðfinnsson kaupir mestan hluta af eignum dánarbús Péturs Oddssonar af Landsbankanum, en Pétur var á sínum tíma stærsti atvinnurekandinn í Bolungarvík. 1935 Einar Guðfinnsson kaupir af Landsbankanum íbúðar- og verslunarhús Péturs Oddssonar og flytur þangað með f jölskylduna, verslunina og skrifstofu. 1939 Einar Guðfinnsson kaupir litla fiskimjölsverksmiðju úr togaranum Gylfa frá Patreksfirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.