Sagnir - 01.06.2013, Page 11
12
þann flokk. En túlkum þetta sem svo
að ein hverjir ráðamenn hafi að mínu
mati reynt um of að móta söguskoðun
almennings eftir eigin höfði. Forseti
Íslands hlýtur þá að koma í hugann.
reyndar verð ég að viðurkenna að meira
að segja sanntrúuðustu sjálfstæðismenn,
hertir í áralöngum átökum við ólaf
ragnar grímsson, hafa beint því til mín
í mestu vinsemd að varast að gagnrýna
hann of mikið, það líti bara út fyrir að
maður sé kominn með hann á heilann.
Ég verð því að bæta við að honum varð
svo tíðrætt um arf liðinna kynslóða að
það væri fáránlegt að fókusera ekki á
hann. svo má líka bæta því við til mót-
vægis ef menn vilja að forsetinn hefur
staðið sig vel að mörgu leyti. En í þessu
sam bandi vil ég samt segja að sögu-
skoðun hans virðist ekki standast gagn-
rýni. Meira að segja eftir hrun, að ekki
sé minnst á árin á undan, hefur hann
gert of mikið úr meintum yfirburðum
Íslendinga að fornu og nýju, dugnaði
þeirra, frelsisást og sköpunarkrafti. „Þá
er það háð en ekki lof,“ sagði snorri jú
um ýkjur á sínum tíma.
Ég freistast líka til að nefna formann
Fram sóknar flokksins þó að maður bæti
þá líka við þeim fyrirvara að eflaust
þekkir hann margt og veit mun betur
en við hin. En söguskoðun sigmundar
Davíðs er í grófum dráttum sú að
glæst saga Íslendinga hafi fyllt þá stolti
og þrótti á erfiðum tímum, ekki síst í
sjálfstæðisbaráttunni þegar einróma
þjóð átti sér draum um fullt sjálfstæði,
og jafnframt í þorskastríðunum þegar
menn stóðu saman nær allir sem einn
og mörkuðu sér og öðrum braut í
hafréttarmálum.2 Þetta þætti mörgum
sagnfræðingum hins vegar einfölduð
mynd, sveipuð fölskum ljóma.
Finnst þér söguskoðun Íslendinga
almennt í takti við rannsóknir
sagnfræðinga á síðustu áratugum?
nei, eins og orðin að ofan ættu að gefa
til kynna. Ég held að það sé gjá milli
sagnfræðinga og þjóðarinnar, ef svo má
að orði komast, og ekki síður gjá milli
sagn fræðinga og valdhafa. gjáin var
kannski óvenju djúp og víð á útrásar-
árunum fyrir hrun en hún var auðvitað til
staðar áður og er það enn. aftur verðum
við þó að varast að alhæfa og kannski
er það rétt sem Bergsteinn sigurðsson,
sagn fræði menntaður blaðamaður
Fréttablað sins, skrifaði á fésbókina
fyrr á þessu ári:: „Heldur nokkur
undir fimm tugu að við séum komin af
einhverju höfðingja slekti? Ég held að
mín kyn slóð sé undir meiri áhrifum af
sögu skoðun gísla gunnarssonar (og
Baldurs [Hermannssonar]!) en jónasar
frá Hriflu.“3
Hér er auðvitað ekki nóg „að halda“
og sem ég segi það held ég að Bergsteinn
horfi meira til þeirra fáu sem hafa
mikinn áhuga á sögu (og lærðu jafnvel
sagnfræði í háskólanum) en hinna sem
vita bara ekkert hverjir gísli gunn eða
Baldur Hermannsson eru.
Höldum okkur því við að gjáin sé
þarna – og líklega þarf ekki að deila um
það þegar sögu skoðun sumra valdhafa
og áhrifa manna er annars vegar. Hvað
veldur? Það er jafnvel enn áhugaverðara
um hugsunar efni. Í fyrsta lagi er vandinn
sá að háskóla sagn fræðingar eru ekki
endilega hvattir til að fara út á torg og
reyna að hrópa hærra en aðrir um það
hvað sé rétt söguskoðun og hvað ekki.
Punktana og aflstigin og hvað þetta heitir
allt saman fá þeir fyrir erindi á lærðum
ráð stefnum og greinar í fræðiritum. Í
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 12 6/5/2013 5:18:11 PM