Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 23
24
hefir sýnt að svo er. Því almennari,
sem mentun verður meðal allra stétta,
því nær verður komist aðaltilgangi
mann legs félags, sem er, að sérhver
ein stakur maður nái þeirri fullkomnun
og far sæld, sem mest má verða, og allir
eiga frá upphafi að jafna heimtingu
til að öðlast. En af því hver þjóð er
eins og einstök vera í þjóðartölunni,
þá verður hin almenna mentun að
vera löguð hjá hverri einstakri þjóð
eptir eðli hennar,háttum og þörfum.
Hafi ekki mentunin slíkan þjóðlegan
blæ, verður hún að mestu leiti dautt
nám, og nær ekki að blómgast og bera
ávöxt.5
Þessi upphafsorð fela í sér nokkuð
skýrar skoðanir um gildi menntunar,
hverjir eigi að njóta hennar og hvert sé
hennar besta form. Það fyrsta sem vekur
athygli er að allir skuli eiga heimtingu á
menntun við sitt hæfi til að njóta sín til
fulls. sömu leiðis er eftir tektar verð sú
skoðun að án bestu menntunar njóti
þjóðin ekki fyllilega auðlinda sinna og
þegna á hverjum tíma. Það sem mest
er um vert er að menntun er ekki talin
verða til neins góðs sé hún ekki sniðin
að þörf um þjóðar innar. Þjóðleg skyldi
menn tunin því vera til þess að gagni
kæmi. sú menntun sem sögð var vanta
í landinu er talin upp í bænar skránni;
þ.e. menn tun lækna, lögfræðinga, kaup-
manna, iðnaðar manna og sjómanna,
auk þess sem alla alþýðu menntun þótti
vanta, utan barna kennslu sem sögð var
í lagi.6
Í bænarskránni eru sett fram fimm
atriði sem lýsa því hvað höfundar
hennar töldu nauðsynlegt að gera þyrfti
til að bæta menntunar mál lands manna.
Fyrir það fyrsta ætti að bæta Latínu-
skólann og gera ráð fyrir 60 nemendum
á hverjum tíma. Einnig þyrfti að fjölga
náms greinum, hefja kennslu í náttúru-
vísindum, þýsku, frönsku og ensku,
auk þess sem þörf væri á stofnun
náttúru gripa safns. Þar að auki var lagt
til að kenndar yrðu íþróttir, sönglist og
teikning. annað atriðið sem tiltekið er í
bænar skránni er að hefja eigi kennslu í
for spjalls vísindum til prófs. Í þriðja lagi
fannst höfundum hennar að hefja ætti
kennslu fyrir þá sem ekki stefndu að
því að gerast embættismenn en höfðu
samt viljann til að læra. Það sem vó
loks þyngst voru síðustu tvö atriðin; að
guð fræði námið skyldi fært úr Latínu-
skólanum og færi fram í sér stökum
presta skóla sem myndi sjá um menntun
presta og að stofnaður yrði skóli fyrir
lækna og lög fræðinga en hann myndi sjá
þeim fyrir mestri mögulegri menntun
heima á Íslandi.7 Höfundar bænar skrár-
innar ljúka henni á eftir farandi orðum:
Vér treystum því, að alþíngi fylgi
þessu máli fram með alhuga, þareð
allir verða að játa, að undir meðferð
og af drifum þessa máls sé komin
öll fram för þjóðar vorrar, og hagur
hennar, ef til vill, um langan aldur.8
Í raun var bænarskráin ákall um að
menntun allra embættismanna færðist
til landsins að því marki sem mögu legt
væri. til yrði skóli á Íslandi fyrir allar
em bættis mannastéttirnar auk kennslu í
for spjalls vísindum, skóli sem væri eins
konar háskóla vísir. Bænarskrár höfundar
áréttu mikil vægi þessara tillagna, sem
væru líf snauð syn legar fyrir íslenska
þjóð. greinilegt er að fátt þótti þeim
mikil vægara en menntun til framfara og
hag sældar.
Í umræðum um bænarskrána tók jón
sigurðs son það fram, til að forðast allan
mis skilning, að ekki væri verið að fara
fram á stofnun háskóla. Hann benti á
lækna skort sem gerði læknaskóla að
nauð syn og að kennsla í lögum við
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 24 6/5/2013 5:18:32 PM