Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 96
97
amma mín, sólveig Erna, hefur í geg num tíð ina sagt mér sögur af móð ur sinni, sólveigu
stef áns dóttur. Mér þóttu þær mjög
skemmti legar og gott ef mér fannst ég
ekki finna fyrir ein hverri ósýni legri taug
milli mín og lang ömmu minnar. síðar
þegar ég fór að læra sagn fræði varð ég
strax hrifi n af því sem kall að er ein saga.
sú saga er ekki endi lega sögð í sam-
hengi við neitt nema sjálfa sig og fjallar
um eina per sónu eða jafn vel bara einn
atburð í lífi hennar.1 Þann ig getur ein-
sagan varp að ljósi á það sam félag sem
hún mótast í.
Bæði sólveig og sigfús, maðurinn
hennar, höfðu skrifað um líf sitt. Þau
skrif reyndust mér dýrmætar heimildir
þó þau nái aldrei að verða meira en
ævi brot, eða margar stuttmyndir úr lífi
þeirra. Það voru síðan börn sólveigar
og sig fúsar sem aðstoðuðu við að bæta
inn í eyður nar: amma mín, sólveig Erna,
Ásdís og guðfinna Kristín (nína), jón
Árni, Hin rik og sigríður tengdadóttir
sól veigar.
Þegar fjallað er um löngu liðna
atburði verður að hafa í huga að minni
fólks er mis jafnt og erfitt að segja til um
hvort minningar hafi orðið fyrir áhrifum
þess sem síðar gerðist eða hvort þær séu
að hluta til byggðar á sögum eða minn-
ingum annarra. Það er mikilvægt að
minn ast þess þegar vitnisburður munn-
legra heimilda er metinn eins og allra
heim ilda í hvaða formi sem þær eru.
Við töl eru einnig alltaf ákveðin svið-
setning. Þangað kemur við mælandinn
hvort sem er undirbúinn eða óundir-
búinn, með eitthvað ákveðið í huga
eða leikur af fingrum fram. Það hefur
óneitan lega áhrif á heimildina sem við-
talið gefur.
óáreiðanleiki minnisins er ástæðan
fyrir því að sagn fræðingar hafa hikað
við að nýta sér heimildir sem byggjast
á minni.2 Á 19. öld og langt fram eftir
þeirri 20. voru þess háttar heimildir
ekki taldar uppfylla kröfur um vísinda-
legar aðferðir og því ónýttar að mik lu
leyti, svo sem sjálfsævi sögur. Í dag eru
munnlegar heimildir og endur minn-
ingar undir sama hatti og aðrar heimildir
og sé ákveðnum skil yrðum full nægt,
eins og um áreiðanleika, eru þær taldar
fullkomlega eðlilegar heimildir.3
Útkoman er saga um konu, sólveigu
stefánsdóttur, sem fæddist fyrir alda-
mótin 1900 og lést eftir miðja 20. öld.
Hún er lituð af tungu máli, klæð naði,
matarvenjum og hegðunar mynstri sem
hún fékk í vöggu gjöf og sem samferða-
menn hennar færðu henni. Hún er hluti
af sam félaginu sem hún fæddist og lifði
í og þannig varpar saga hennar ekki bara
ljósi á hana og hennar nánustu, heldur
einnig á sam félag hennar.
Æska
sólveig var dóttir stefáns jónssonar
og guðfinnu Kristínar sigurðardóttur.
stefán fæddist á stöng í Mývatnssveit 22.
apríl 1860 og lést í reykjadal á Öndólfs-
stöðum 1. janúar 1951. guðfinna fædd-
ist á arnar vatni í Mývatnssveit 13. ágúst
1868 og lést 10. apríl 1953 einnig á
Önd ólfs stöðum.4 Þegar sólveig fæddist,
haust ið 1891, bjuggu foreldrar hennar
á fjórð ungi jarðarinnar að stóru-
reykjum.5
stefán og guðfinna höfðu lítið á milli
handanna, kannski ekki minna en annað
barn margt fólk, en þau reyndu sem best
þau gátu að draga fram lífið og eiga mat
til næsta dags.6 Þessa barnmörgu fjöl-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 97 6/5/2013 5:19:20 PM