Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 115
116
lesa má út úr persónu sköpun Ermengu.
Hún neitar eigin manni sínum aldrei
um neitt, ekki einu sinni þegar hann
biður um hið ómögulega. Það er ávallt
hann, en aldrei hún, sem neitar að full-
komna hjóna bandið. Hún leggur ekki
til beinnar at lögu við hann, enda sam-
kvæmt ríkjandi viðhorfum ófær um að
berjast eða framkvæma ein síns liðs.
Þetta viðhorf þarf ekki að koma á
óvart en það sem meira er; Ermenga
leitar ekki liðssinnis annars karl manns
gegn Hlöðveri, hvorki hjá karl kyns
ættingjum sínum né tekur hún saman við
annan mann í fjarveru eigin manns síns.
Þó er ítrekað gefið í skyn í sög unni að
frændi konungs og ráð gjafi, sigurður, sé
mun geðþekkara mannsefni en Hlöðver.
saman hefðu Ermenga og sigurður
auðveldlega getað hrifsað völdin en
það virðist ekki hvarfla að þeim. Hann
er vini sínum trúr og hún eigin manni
sínum. Þegar Hlöð ver kemur heim
og sér son sinn og Ermengu, þá æpir
hann: „þú [munt] þenna svein hafa þér
getið við þræl eða þorp ara, ella hefur
þú lagizt undir Hirting jarl“.20 Hefði
þessi ásökun verið sönn hefði Er menga
ekki lengur verið kven hetja sög unnar.
Hún hefði brotið gegn hegðunarreglum
aristókratíunnar og þar með líklega
misst samúð söguritara og lof. Ermenga
leikur vissu lega á eigin mann sinn en
alltaf eftir settum reglum. Hún er ekki
jafn hættu leg og kar lmaður því hún
getur ekki barist og þótt hún nýti sér
kven leika sinn þá nýtir hún ekki mögu-
leika hans til fulls, því hún fer aldrei út
fyrir ramma hjóna bandsins. Drengur inn
sem hún fæðir festir því ætt Hlöð vers í
sessi en steypir henni ekki.
Víti til varnaðar?
Þó hegðun Ermengu hafi verið galla-
laus í einu og öllu, er ekki hægt að segja
það sama um eina frægustu og sér-
stökustu persónu gerð íslenskra riddara-
sagna, meykónginn. Meykóngur er
einka erfingi konungsríkis en í stað þess
að gifta sig og ríkja sem drottning skipar
hún öllum að ávarpa sig konung og ríkir
ein. Hún er alltaf vel að sér í kven legum
listum, undurfögur og spak vitur en er
þar á ofan líka skapstór. Mey kóngar
hafa slíkt álit á andlegu og líkam legu
atgervi sínu að þær hafna öllum biðlum
og verja hönd sína og ríkis yfirráð með
miklum ofsa. Í gáfum bera þær af öllum
öðrum og það er í krafti gáfnanna sem
þær halda ríkjum sínum.21 Þótt mey-
kóngarnir taki sér nær aldrei vopn í
hönd í riddara sögunum þá haga þær sér
að mörgu leyti eins og karl menn en það
er eins og þær valdi ekki hlut verkinu og
hegðun þeirra verður ýkt og stjórn laus.
riddararnir í sögunum stöðva þessa
hegðun í eitt skipti fyrir öll og leggja
undir sig mey kónginn og ríki hennar,
oftar en ekki með því að minna hana all-
ræki lega á að hún sé kona. Fóst bræður-
nir Viktor og Blávus koma til dæmis
fyrst höggi á mey kónginn Fulgidu þegar
hún skyndi lega veikist af einhvers konar
kven- eða kyn sjúkdómi. Meykóngurinn
sedentiana í sigurðar sögu þögla hlýtur
jafnvel enn verri útreið og er neydd til
að bjóða líkama sinn í skiptum fyrir líf
sitt.22
Þegar söguþráður meykóngasagna
er settur upp lið fyrir lið verður ekki
annað séð en að um sé að ræða sögur
af konum sem höguðu sér eins og karl-
menn og var refsað fyrir slíkt. Mey-
kóngar nir og biðlar þeirra eru þó
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 116 6/5/2013 5:19:29 PM