Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 257
258
barst enn frá íslenska kvikmynda vorinu.
Banda ríkja menn skutu fyrstu geim-
ferjunni, Columbiu, á loft í apríl og um
svipað leyti kom annað tölublað Sagna
út. nú hafði heldur betur fjölgað í rit-
stjórn inni. gunnar Þór var horfi nn á
braut, þó að ein grein eftir hann birtist
í blaðinu, en Eggerti hafði bæst góður
liðs auki, alls fimm manns. Forsíðu mynd-
in var sem fyrr teikning sem tengdist
efni blaðs ins eftir auði ólafsdóttur.
Enn var kvartað undan fátækt í rit-
nefndar pistli, blaðið var vélritað og
rit nefnd þótti það ekki nógu fagurt.
Megnið af efninu kom úr ranni sagn-
fræði nema auk þess sem nokkrir
kenn arar lögðu hönd á plóg. gunnar
Karls son, Helgi Þorláksson og ingi
sig urðs son fjölluðu um alþýðlega
og háskóla sagn fræði en það efni var
ritnefnd greini lega nokkuð hugleikið,
auk lista manna og listarinnar sjálfrar.
alþýðlega nálg unin sést vel í grein eftir
sigur geir Þor gríms son um lífs hlaup 19.
aldar alþýðu fræði mannsins Ættar tölu-
Bjarna og við töl um við alþýðu sagn-
fræðingana jón gíslason, Berg svein
skúla son og þrjá af fjórum rit stjórum
Skag irðinga bókar, rits um alþýð legan
fróð leik sem gefið var út af sögu félagi
skaga fjarðar. sagnfræði námið var enn
til umfjöllunar, heima og að heiman,
í Frakk landi og Banda ríkjunum. auk
þess skrifaði sigur geir Þorgrímsson
grein um nám við Háskólann í Árósum
en honum þótti námið í kreppu og ekki
í takt við tímann.11 gunnar Karlsson
kvartaði undan því hve nem endur í inn-
gangs fræðum sagn fræðinnar hefðu litla
sameigin lega þekk ingu á sögu og kom
með tillögur til úr bóta; hugleiðingar
sem honum fannst þó sem draumórar
byggðir á per sónu legum hégóma skap.12
nokkrar fróð legar greinar af ýmsu tagi
voru aukin heldur í öðru tölublaði Sagna,
sem taldi á annað hundrað síður, m.a.
um áhuga Banda ríkja manna á að kaupa
Ísland, um hvernig lausamönnum og
búðsetu mönn um farnaðist frá þjóð-
veldis öld og fram á miðja 16. öld, auk
fyrrnefndrar greinar gunnars Þórs um
langlífi Við reisnar stjórnarinnar, sem
ríkti á Íslandi frá 1959 til 1971.
1982
Ellefu árum eftir að Viðreisnarstjórnin
gaf upp öndina var fyrirtækið Kaupþing
stofnað í reykjavík og sjálfstæðismenn
undir forystu Davíðs Oddssonar, sem
átti eftir að vera borgarstjóri í níu ár,
endur heimtu borgina úr höndum vinstri
manna. Írskur keimur var af vinsælasta
laginu á breskum vinsældalistum árið
1982; Dexy‘s Midnight runners sungu
lagið um hana Eileen sem enn hljómar
iðulega á öldum ljósvakans. tíðindum
þótti sæta að þýskur friðarsöngur, „Ein
Bisschen Frieden“, yrði hlutskarpastur í
Evrópu söngva keppninni sem fór fram
á Bret landi. Efna hags líf Íslendinga var
í mik lum öldu dal, verðbólga mikil og
vandi fólks og fyrirtækja umtalsverður.
Því taldi ríkis stjórn gunnars thor-
oddsen nauð syn legt að grípa til aðgerða
og meðal annars tekið til við að verð-
tryggja inni stæður fólks í bönkum.
ríkis stjórnin deildi inn byrðis auk þess
sem hún og þingið voru oft á önd-
verðum meiði um hvaða leiðir skyldi
fara í efna hags málum enda stefndi í að
ríkis stjórnin félli vegna þess. svo fór
að í ágúst setti stjórn in bráða birgða-
lög sem voru vægast sagt um deild,
enda almenningi ætlað að taka þungan
skell Einhverjir þing menn munu hafa
haldið því fram að forseti Íslands hefði
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 258 6/5/2013 5:21:53 PM