Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 266
267
vakti sérstaka athygli mína. sveinn faðir
hans fór þá á uppboð á vörum skipreka
skips til að reyna að draga björg í bú
fyrir fjölskyldu sína og þrátt fyrir litla
fjármuni virðast kaffi og vín hafa verið
mikilvæg búbót í hans huga. Kaffi
hefur því kannski, þrátt fyrir að vera
munaðarvara á þessum tíma, þótt jafn
mikilvægt fyrir daglegt líf þá og það er
nú á tímum.
Dagbækur föður nonna eru ómetan-
leg heimild þegar kemur að því að rekja
líf nonna á upp vaxtar árum hans. Þær
segja frá miklum erfiðleikum og basli.
Ekki er laust við að maður hugsi hvað
nú tíma læknar hefðu gert við við-
líka að stæður; barns missir og þung-
lyndi koma mikið við sögu og beitt er
alls konar úr ræðum sem nú væru talin
úrelt. Lesandinn getur aðeins fylgst með
meðan fólkið veður forarpyttinn, þótt
hann vildi ekkert frekar en toga það
inn í fram tíðina og aðstoða með þeim
lausn um sem við höfum nú upp á að
bjóða. Dagbókarskrif föðurins duga
þó skammt þegar kemur að einu mikil-
vægasta augna blikinu í lífi nonna, boði
fransks greifa um að borga brúsann sé
nonni tilbúinn að fara til Frakklands að
læra til prests. nonni var aðeins ellefu
ára þegar hann fékk þetta boð greifans.
Hvað annað en ör vænting um framtíð
barns gæti fengið foreldri til að senda
það til fjarlægs lands ásamt ókunnugu
fólki og búa sig undir að sjá það aldrei
framar? Móðir nonna gat ekki boðið
honum margt en almennilega menntun
gat hún gefið honum. Hugmyndin var
að hann sneri aftur sem kaþólskur trú-
boði og settist að á Íslandi. sú varð þó
aldrei raunin og margt bendir til þess að
hann hafi aldrei jafnað sig á því.
námsferlið sem nonni gekk í gegn-
um var ekki eins áhugavert og ég hafði
upp runa lega ímyndað mér. Ekki er laust
við að ég skammist mín fyrir for dóma
mína gagn vart trúarbragða fræðslunni
en hugsan lega voru það þó kennslu-
aðferðir nar sem fengu svona á mig, þar
sem prik og vendir komu nokkuð við
sögu. Þótt nonni ætti aldrei eftir að
setjast að á Íslandi átti hann samt eftir
að gera annan draum sinn að veruleika:
hann varð rit höfundur. Þó að námið
hafi verið langt og strangt nýttist það
honum vel þegar kom að því að skrifa
sögur nar sem hann varð þekktur fyrir.
nonna-bækurnar eru í raun ferða-
sögur séðar með augum tólf ára drengs.
tökum niður í útskýringu Halldórs
Laxness:
„... þegar hann var sér að óvörum
kominn til ókunnra landa, úngur ey-
firskur sveinn, og vissi örlög sín
mundu verða þau að vaxa upp og lifa
lífinu til elli og deyja meðal erlendra
þjóða, þá hafi hann heitið því að leggja
aldrei niður hugsunarhátt íslenska
dreingsins nonna né missa af sjónar-
miðum hans, ekki heldur hafna þeim
siðum sem hann hafði lært að móður
sinni öðru ágætu fólki í Eyja firði; og
þannig leitaðist hann við, víss vitandi
að sjá alla hluti í grundvallar atriðum
með augum þessa eyfirska dreings.“
nonni hélt því ávallt, innra með sér,
í barnið sem hann þurfti að skilja eftir
á Íslandi þegar hann var aðeins 12 ára
gamall. nonna-bækurnar urðu alls tólf
og höf undur þeirra var í raun sískrifandi
allt til dauða dags. Ekki er nóg með að
nonni væri kaþólskur prestur, trúboði,
jesúíti og rit höfundur, heldur var hann
kennari, fyrirlesari, sögumaður og tón-
listar maður. Hann átti eftir að verða svo
víð förull að nú á dögum væri hann lík-
lega kallaður heims borgari. Bækurnar
urðu víð frægar og hafa verið þýddar á
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 267 6/5/2013 5:22:01 PM