Sagnir - 01.06.1999, Síða 6

Sagnir - 01.06.1999, Síða 6
Œ gu nijanna Sagnir 1999 5 (sem er að megninu til frá árinu 1699) var meðal annars rætt um „almennan sljóleika“ landsmanna gagnvart ýmsum harð- indum, sem flestir kveinkuðu sér yfir. Þrátt fyrir harmakvein landsmanna virtist sem enginn leiddi hugann að leiðum til úr- bóta fyrir land og þjóð: Hann Páll Vídalín hyggur, að þessi hugsunarháttur hafi smám saman síast inn í þjóðina, eftir því sem tímarnir liðu af því að böl það, sem mest hafði þjáð hana, hafi ekki riðið yfir hana í einu með fullum krafti, heldur læðst að henni líkt og tærandi sjúkdómur, farið mjög hægt í fyrstu en hert síðan á, eftir því sem undirrót þess gróf meira um sig og styrktist, þangað til það náði undirtökunum í þjóðlífinu og lagði það allt undir sig.8 Þessi deyfð gagnvart breytingum hefur gefið sagnfræðing- um tilefni til að ætla að fyrr á tímum hafi kyrrstaða verið álit- in eðlilegt ástand, en að breytingar og stöðugar framfarir væru einfaldlega óeðlilegar.9 Ef þessi athyglisverða hugsun er yfir- færð á framtíðarsýn fólks á fyrri öldum, má velta því fyrir sér hvort að fólk taldi mögulegt að komandi tímar myndu á ein- hvern hátt verða ólíkir samtímanum. Ef fólk taldi stöðnun vera eðlilega, verður að teljast ólíklegt að það gæti ímyndað sér að framtíðin myndi bera nýjungar í skauti sér. Áhættufælni átjándu aldar var í samræmi við boðskap kirkjunnar, sem markaðist af kenningum hins lútherska rétt- trúnaðar.10 Höfuðrit kirkjunnar á þessum tíma var hin fræga postilla Jóns Vídalíns biskups (1666–1720).11 Vídalínspostilla var helsta húslestrarbók Íslendinga frá árinu 1718 og allt fram á nítjándu öld, og er talin hafa haft mjög mikil og langvarandi áhrif á íslenskt þjóðlíf á þeim tíma.12 Um það vottaði til dæm- is Indriði Einarsson leikritaskáld (1851–1939) í æviminning- um sínum, þar sem hann ræddi meðal annars um áhrif postill- unnar: „Gamalt, guðhrætt almúgafólk sagði ekki, að hitt eða þetta stæði í biblíunni; það sagði: „Það stendur hjá meistara Jóni,“ og þá var setningin hafin yfir öll mótmæli; þá var hún heilagur sannleikur.“13 Þegar boðskapur postillunnar er skoðaður má sjá fyrr- nefnda áherslu á jafnvægi og stöðugleika sem einkenndi sam- félagið svo mjög. Boð hennar hafa verið túlkuð á þann hátt að maðurinn ætti að sætta sig við hlutskipti sitt í lífinu og gæti jafnvel stefnt sálu sinni í voða með því að reyna að breyta fé- lagslegri og efnahagslegri stöðu sinni.14 Í postillunni er bent á að forsjá Guðs leiði manninn í gegnum lífið, og hann ætti ekki að reyna að breyta því eða efast um áttvísi Drottins. Slíkar til- raunir voru taldar til marks um vantrú mannsins á fyrirætlun- um Guðs, eins og kemur fram í kafla sem lesa átti á þriðja degi jóla. Þar var ákveðinn boðskapur ætlaður þeim sem létu sér ekki nægja þann fróðleik sem Guð hafði opinberað manninum og vildu vita meira um leyndardóma lífsins: En þeir sem þá vilja forvitnir vera, þeir hafa lært það af fjandanum að láta sér ekki nægjast með Guðs gjöf, heldur eyða góðum gáfum og tímanum, sem Guð hefur gefið til að rækja sína sáluhjálp og að kenna öðrum, til þess að skyggn- ast inn í Guðs leyndardóma og hið órannsakanlega djúp hans guðdómlegrar speki, líkir Betsemítum, hverjir af for- vitni skyggndust inn í örkina og urðu þar fyrir af Guði slegnir, mörg þúsund manns . (1. Sam. 6). Svo eru og marg- ir af hinum með blindni slegnir, því drottinn hefur höndlað þá í þeirra slægvizku og hann veit, að þrætur vitringanna eru hégómi (1. Cor.3). Eins og Guð, sá sem vill, að allir Árið 1796 birtist löng og ítarleg ritgerð eftir Hannes Finnsson bisk- up í ársriti Lærdómslistafélagsins um þau harðindi er höfðu gengið yfir þjóðina í gegnum aldirnar. Í ritgerðinni reyndi hann meðal ann- ars að sýna fram á að framtíðin gæti orðið þjóðinni góð, þrátt fyrir tíð hallæri. Ritgerðin var alls tæpar 200 blaðsíður að lengd, og var þungamiðjan í þessu ársriti Lærdómslistafélagsins. Alls var ritið 327 blaðsíður þetta ár. menn verði sáluhólpnir (1. Tím. 2), hefði ekki gjört þetta ljósara, hefði hann vitað það mundi manneskjunni vera haganlegra til sálunota? Og þanninn er nú forvitnin þeim skaðleg, er sig hyggna og lærðasta kalla, hvar af öll vantrú, öll hjátrú, afguðadýrkun, mannasetningar, já, allar trúarvill- ur og andskotans evangelíum er inn komið í heiminn. Og hver vill þá segja, að forvitnin sé ein lítil synd?15 Skilaboðin eru skýr, maðurinn á ekki að efast um réttmæti aðgerða Guðs, heldur spyrja einskis um torskilin efni. Annað kemur frá sjálfum djöflinum. Í postillunni segir ennfremur: „Maðurinn veit ekki sinn sess eður göngu, segir ritningin, og hversu vill hann þá meira vita?“16 Boðskapur postillunnar gef- ur tilefni til að álykta að fólk hafi talið að æðri máttarvöld stjórnaði lífi þeirra í nútíð og framtíð, en athafnir mannsins til að hafa áhrif á eigið líf hafi verið til lítils. Undir forsjá Guðs Trúin á fyrirhyggju Guðs hefur greinilega haft töluverð áhrif á landsmenn. Þannig flutti séra Jón Arngrímsson, sóknarprest- ur á Borg á Mýrum (1769–1798) ræðu fyrir söfnuð sinn árið 1798 þar sem hann fór mörgum orðum um trú sína á forsjón
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.