Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 24

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 24
Œslandssiglingar Englendinga  17. ld 23 Englendingar hraktir frá verslun og útgerð í lok 16. aldar Ólögleg verslun Englendinga á Íslandi var engin nýlunda á 17. öld. Þvert á samninga Dansk-norska ríkisins og Englands höfðu enskir fiskveiðimenn og kaupmenn um langt skeið, allt frá því á 15. öld, rekið verslun án þess að verða sér úti um til- skilin leyfi. Fram undir miðbik 16. aldar höfðu dönsk stjórn- völd engin tök á því að beita hervaldi á Íslandi. Það var ekki fyrr en að konungur yfirtók útgerð og verslun borgarráðs Kaupmannahafnar í Vestmannaeyjum í árslok 1557, að fyrst kom til beinna átaka við Englendinga. Vestmannaeyjar voru síðasta fasta kauphöfn og verstöð Englendinga hér á landi og það sem eftir lifði aldarinnar áttu forstöðumenn konungsversl- unarinnar í sífelldum deilum og átökum við enska kaup- og útgerðarmenn. Skörulegast gekk þar fram Poul Pedersen, síð- asti forstöðumaðurinn, sem með varðskipum og fallstykki í höfninni, tókst að girða að miklu leyti fyrir launverslun Eng- lendinga í Eyjum og hrekja útgerð þeirra frá landi. Þessar að- gerðir danskra stjórnvalda leiddu til þess að Englendingar urðu nauðbeygðir að snúa sér að hreinum úthafsveiðum án löndunaraðstöðu til fiskverkunar.2 Danskir einokunarkaup- menn voru þrátt fyrir það langt frá því lausir við enska keppi- nauta um Íslandsverslunina, þegar einokun var lögleidd í öllu landinu árið 1602. Hefðbundin duggaraverslun Þótt Englendingar hefðu ekki lengur fastar útgerðarstöðvar á Íslandi um aldamótin 1600 sýna enskar og íslenskar heimild- ir að allt að 120–160 enskar duggur sigldu á djúpmið Íslands þegar best lét á fyrri helmingi 17. aldar.3 Íslandsfloti Englend- inga var nær eingöngu frá austurströnd Englands og þá sér í lagi hafnarbæjum og borgum Austur-Anglíu. Borgin Great Yarmouth var aðalhöfn enskra Íslandssiglinga.4 Í eftirfarandi töflu yfir hlutdeild borgarinnar í Íslandsflotanum má sjá að hann var stærstur á fjórða áratugi aldarinnar. Þá sigldu árlega að meðaltali 47 skip og á metárinu 1634 voru fiskiskipin 63. Íslandsfloti Great Yarmouth 1594-1713 1594 10 1618 18 1642 23 1666 - 1690 öll tekin 1595 19 1619 - 1643 25 1667 13 1691 2 1596 27 1620 31 1644 3 1668 17 1692 3 1597 35 1621 29 1645 10 1669 27 1693 4 1598 39 1622 23 1646 20 1670 36 1694 3 1599 27 1623 36 1647 25 1671 40 1695 2 1600 21 1624 43 1648 33 1672 8 1696 4 1601 25 1625 - 1649 17 1673 17 1697 3 1602 26 1626 34 1650 39 1674 27 1698 4 1603 15 1627 49 1651 34 1675 32 1699 2 1604 6 1628 19 1652 18 1676 21 1700 2 1605 5 1629 32 1653 20 1677 13 1701 1 1606 - 1630 50 1654 15 1678 12 1702 1 1607 11 1631 48 1655 21 1679 23 1703 0 1608 17 1632 51 1656 15 1680 14 1704 1 1609 13 1633 44 1657 31 1681 10 1705 1 1610 20 1634 63 1658 - 1682 - 1706 1 1611 17 1635 43 1659 - 1683 15 1707 0 1612 17 1636 48 1660 57 1684 15 1708 2 1613 18 1637 39 1661 23 1685 15 1709 1 1614 22 1638 50 1662 20 1686 12 1710 0 1615 24 1639 35 1663 - 1687 12 1711 1 1616 20 1640 36 1664 - 1688 12 1712 2 1617 13 1641 25 1665 - 1689 6 1713 5 Bandstrik (-) merkir að engar heimildir séu varðveittar eða Íslandsfara ekki getið. Skrá þessi inniheldur einungis fiskiduggur sem höfðu vetursetu í Great Yarmouth og greiddu ,,dole“ þ.e.a.s. arð. Heimild: Michell, A. R.: ,,The European Fisheries in Early Modern History“. The Cambridge Economic History of Europe, V. Rich, E.E. og Wilson, C. H. sáu um útgáfu. Cambridge 1977, bls. 144–146. Sagnir 1999 Mynd t.v. Sakeyrisreikningar frá 17. öld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.