Sagnir - 01.06.1999, Side 25
24
Œslandssiglingar Englendinga 17. ld
Sagnir 1999
Eins og sjá má af töflunni voru siglingarnar sveiflukenndar á
milli ára og féllu alveg niður sum árin. Öryggisleysi á sigl-
ingaleiðinni norður til Íslands var ein helsta ástæða þessa,
enda er 17. öldin ein mesta ófriðaröld mannkynssögunnar og
á stríðstímum bárust hingað sunnan úr Evrópu herskip til að
herja á skip andstæðinganna. Fyrir vikið var algengt að varn-
arskip fylgdu enska Íslandsflotanum.
Af frásögnum annála og Alþingisbóka má sjá að enskar
duggur voru einna helst viðloðandi Vestmannaeyjar, Snæfells-
nes, Vestfirði og Austurland. Sömuleiðis er ljóst að Englend-
ingar höfðu verslunarbækistöðvar í Beruvík á Snæfellsnesi,
eins og betur verður komið að á eftir. Á hinn bóginn er ólík-
legt að þeir hafi markvisst stundað bátaútgerð á þessum slóð-
um. Það hefði óneitanlega haft í för með sér deilur við land-
eigendur og embættismenn konungs, líkt og fjölmörg dæmi
sýna frá 15. og 16. öld. Engan vitnisburð um þess háttar deil-
ur við framandi fiskimenn er að finna frá 17. öld, enda drógu
þilskipaveiðarnar óneitanlega úr samgangi útlendra sjómanna
og landsmanna.
Þrátt fyrir það var ólögleg verslun nærri óhjákvæmileg á
meðan útlendir fiskimenn sóttu á Íslandsmið. Samkvæmt
gerðabók enska ríkisráðsins 1626 lögðu fyrstu ensku duggurn-
ar af stað á Íslandsmið í febrúarlok til að ná á vetrarvertíð við
Vestmannaeyjar.5 Að sögn Jóns prófasts Halldórssonar í Bisk-
upasögum var meginfloti ensku fiskiskipanna kominn undir
Snæfellsnes fyrir krossmessu að vori (þ.e. 3. maí), einatt und-
ir vernd herskipa sem fylgdu flotanum aftur heim í ágúst.
„Skyldu allar duggur fyrir vestan komnar á Dýrafjörð á
Laurentiimessu [þ.e. 10. ágúst], en á Loðmundarfjörð fyrir
austan“, skrifar prófastur.6 Hver vertíð stóð því yfir í allt að
sex mánuði og komust sjómenn vart hjá því að sækja í land,
þó ekki væri nema til að afla sér ferskra vista. Maður nokkur
drukknaði 9. ágúst 1660 í Loðmundarfirði, að sögn Fitjaann-
áls, á enskum bát sem var að flytja vatnstunnur.7 Hann hefur
mjög líklega verið að fá enskum duggurum vistir fyrir heim-
ferð Íslandsflotans. Slík duggaraverslun var eflaust mjög tíð,
en að sama skapi sjaldnast umfangsmikil. Einna helst var um
að ræða skipti á ýmsu smáræði, s.s. á veiðarfærum og tóbaki
fyrir prjónles og lítið eitt af matarföngum.
Til að halda launverslun enskra duggara við landsmenn í
skefjum var fiskveiðilögsaga sett í kringum landið árið 1631.
Var það belti sem jafngilti u.þ.b. 21 eða 32 sjómílum, eftir því
hvort enskir eða hollenskir fiskimenn áttu í hlut. Samhliða
þessu lögformlega afmarkaða hafsvæði „konungs straumum“
fékk elsta íslenska verslunarfélagið, Det islandske, færøiske
og nordlandske Kompagni, einkaleyfi til hvalveiða og heimild
til að taka skip að ólöglegum veiðum innan
lögsögunnar.8 Með verslunarleyfi Aðalút-
gerðarmanna, Die fire Hovedparticipanter,
árið 1662, var lögsagan bundin við 21 sjó-
mílna takmörkin án greinarmunar á ríkis-
fangi og aðalþátttakendunum fengið einka-
leyfi til fiskveiða innan þeirra auk
skipstökuheimildar.9
Þrátt fyrir þessar hömlur má lesa úr ís-
lenskum heimildum að enskir fiskimenn
sinntu ekki um fiskveiðilögsöguna. Í annál-
um má sjá frásagnir af enskum duggum,
sem lágu að veiðum fast við ströndina og
jafnvel inn á fjörðum á fiskislóðum lands-
manna þegar henta þótti. Einokunarkaup-
mennirnir höfðu ekki kost á jafn skipulagðri
strandgæslu og Poul Pedersen rak við Vest-
mannaeyjar á síðasta áratugi 16. aldar. Eftir
Spánverjavígin 1615 og fram yfir þriðja
sjóstríð Englendinga og Hollendinga
1665–1667 var algengt að dönsk herskip
lónuðu um Íslandsála. Af erindisbréfum
skipanna má sjá að þeim var fyrst og fremst
ætlað að halda siglingaleiðinni hreinni fyrir
verslunarskipin, en einnig að sigla á hafnir
þar sem talið var að launverslun færi fram.10
Þær ráðstafanir virðast hins vegar hafa dug-
að skammt og skipstökur heyra til undan-
tekninga. Erlendu sjómennirnir hafa því get-
að lagt línur sínar og færi eftir hentisemi og
skotist í land til að versla við landsmenn.
750 fiskar 90 dalir
300 löngur 53 dalir 1 skildingur
4 hálf hxr [?] með matfiski 6 dalir
1/2 tunna með sundmögum 11/2 dalur
Selt fyrir samt. 150 dali 3 mörk
Samsvarandi 1201/2 ríkisdalir 14 skildingum
Skrá yfir það enska góss sem Jakob Bremer upptók sama ár á Íslandi
395 stk. löngur 72 dalir
454 stk. skreið 31 dalir
1/2 tunna með skemmdum saltfiski
1/2 tunna með sundmögum, einnig skemmdir
30 hvít refaskinn 71/2dalir
29 svört refaskinn 431/2 dalir
236 [danskar] álnir [=rúml. 122 metrar] íslensks
vaðmáls, þar af 20 álnir skemmdar 371/2 dalir
522 pör sokkar, þar af 22 pör skemmd
200 pör seld 75 dalir 1 mark.
940 pör af vettlingum, þar af 39 pör skemmd 42 dalir 15 skildingar
7 hempur sem voru skemmdar
Selt fyrir samt. 309 dali 1 skilding
Samsvarandi 247 ríkisdölum 15 skildingum
Heimild: ÞÍ. Rentukammerskjöl. Y.2. 1602-1620. Lénsreikningar
Herulfs Daa hirðstjóra á Íslandi 1606-1615.
Reikningur yfir það enska góss sem Rassmus Hansen gerði
upptækt af Englendingum á Íslandi árið 1613